Fréttablaðið - 04.08.2012, Page 8
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR8
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað
í Volkswagen Passat Comfortline Plus
er nú fullkomið leiðsögukerfi með
Íslandskorti ásamt bakkmyndavél.
www.volkswagen.is
Ratvís og
víðsýnn
Volkswagen Passat EcoFuel
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
Passat Comfortline Plus
sjálfskiptur kostar aðeins
4.390.000 kr.
Nú á enn
betra verði
FÓLK 27 manna hópur nemenda við
Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands
tók á dögunum þátt í alþjóðlegu hönnunar-
keppninni Formula Student sem fram fór á
Silverstone-kappaksturs brautinni í Bretlandi.
Hópurinn hefur síðustu tvö ár hannað raf-
knúinn kappakstursbíl en þetta var í annað
sinn sem hann tekur þátt í keppninni.
„Við gerðum bílinn í raun alveg upp á nýtt
fyrir keppnina í ár, það var svo margt sem
þurfti að bæta. Við lögðum mikla vinnu í þetta
og bíllinn í ár er algjör stökkbreyting frá
bílnum í fyrra,“ segir Ari Elísson, meistara-
nemi í iðnaðarverkfræði og einn liðsmanna.
Alls 20 úr hópnum fóru til Bretlands til að
taka þátt í keppninni sem skiptist í tvo hluta.
Í þeim fyrri er hönnun bílsins kynnt sem og
hugmyndafræði og viðskiptalíkan hópsins.
Í seinni hlutanum er aksturshæfni bílsins
metin en til að fá að taka þátt í þeim hluta
þurfa bílarnir að standast öryggispróf.
Lið frá 110 skólum tóku þátt að þessu sinni
en keppnin er haldin árlega. Svo fór að raf-
kerfi íslenska bílsins stóðst ekki öryggispróf
og fékk liðið því ekki að taka þátt í aksturs-
hlutanum. Ari segir flesta meðlimi liðsins
vera að útskrifast úr námi og því taki nýr
hópur við bílnum. Bæta þurfi nokkur smá-
atriði en bíllinn sé þó miklu full komnari en
bíll síðasta árs. Segist Ari eiga von á því að
með lagfæringum í vetur standist hann allar
kröfur á næsta ári. - mþl
Hópur íslenskra háskólanema tók nýverið þátt í hönnunarkeppninni Formula Student í Bretlandi í annað sinn:
Háskólanemar smíðuðu kappakstursbíl frá grunni
ÍSLENSKA LIÐIÐ Alls 20 úr hópnum ferðuðust með
bílnum á Silverstone-kappaksturbrautina í Bretlandi.
STJÓRNSÝSLA Um 407 milljóna króna
tap verður af rekstri tónlistar- og
ráðstefnuhússins Hörpu á þessu
ári miðað við óbreyttar forsendur.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
úttektar sem ráðgjafafyrirtækið
KPMG gerði á rekstri og skipulagi
Hörpu fyrir eigendurna; ríkið og
Reykjavíkurborg.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir hal la-
reksturinn alvarlegan. Hún úti-
lokar ekki að tapið lendi að hluta á
skattgreiðendum, þó reynt verði til
þrautar að láta reksturinn bera sig.
Katrín segir hallarekstur Hörpu
skýrast af því að áætlanir hafi ekki
gengið eftir. Um helmingurinn af
tapi ársins er vegna vanáætlunar á
fasteignagjöldum, en aðrir þættir
vega einnig þungt, segir Katrín.
Til dæmis sé rekstur á húsinu
hærri en áætlað var, og tekjur
af veitingasölu og bílastæðahúsi
undir væntingum.
Tekjur af tónlistarflutningi
og menningarstarfsemi í húsinu
hefur verið samkvæmt áætlun á
árinu. Alls hafa 250 þúsund gestir
sótt 367 tónleika og menningar-
viðburði í húsinu. Tekjur af ráð-
stefnuhaldi eru hins vegar langt
undir áætlun.
„Ég held að það sé ekki ólík-
legt að við getum séð fram á meiri
tekjur af ráðstefnuhaldi í fram-
tíðinni. Sá bransi virðist vera
skipulagður mjög langt fram í
tímann, núna eru að koma inn
bókanir fyrir árin 2016 og 2017.
Svo við getum átt von á því að það
gangi betur,“ segir Katrín.
Halldór Guðmundsson tók við
starfi forstjóra Hörpu í byrjun
ágúst. Hans fyrsta verkefni verður
að vinna fimm ára rekstrar áætlun
fyrir húsið, og þar með leita leiða
til að spara í rekstri og auka tekjur,
segir Katrín. Reiknað er með að
ný rekstraráætlun liggi fyrir í
haust. Á sama tíma stendur til að
kynna nýja eigendastefnu ríkis og
Reykjavíkurborgar þar sem sett
verða fram markmið eigendanna
með rekstri Hörpu.
Einnig stendur til að einfalda
mjög fyrirkomulag rekstursins.
Þegar einkaaðilar hófu undir-
búning að byggingu og rekstri
hússins stofnuðu þeir átta félög
til að halda utan um rekstur mis-
munandi eininga. Nú stendur til að
færa reksturinn í eitt félag í eigu
ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Katrín segir að með því muni
nást ákveðin hagræðing, en mestu
muni um aukið gagnsæi og betri
stjórnarhætti eftir að reksturinn
verður kominn í eitt félag.
brjann@frettabladid.is
Yfir 400 milljóna króna
tap af rekstri Hörpu í ár
Hallarekstur á Hörpu er alvarlegur og ekki útilokað að tapið lendi á skattgreiðendum segir menntamálaráð-
herra. Stór hluti tapsins er til kominn vegna vanáætlaðra fasteignagjalda. Ráðstefnuhaldið fer hægt í gang.
RÓLEG BYRJUN Tekjur af ráðstefnuhaldi í Hörpu eru langt undir áætlunum, og virðist sá hluti rekstrarins fara hægt af stað.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir bankastjóri Seðla-
banka Evrópusambandsins?
2. Hvar fer Unglingalandsmót
UMFÍ fram um helgina?
3. Hefur bensínverð á Íslandi fylgt
þróun gengis og heimsmarkaðsverðs?
SVÖRIN
1. Mario Draghi. 2. Á Selfossi 3. Já.
Stígar í Þórsmörk kortlagðir
Mikið verk hefur verið unnið við
endurbætur á stígum í Þórsmörk í
sumar. Samhliða hefur verið unnið
að nákvæmri kortlagningu stíganna,
sem eru samtals um 90 kílómetrar
á lengd. Verkið er unnið í sjálfboða-
vinnu. Til stendur að bæta merkingar
á stígunum á næstu vikum.
ÚTIVIST
þúsund
manns hafa
sótt tónleika
og menn-
ingarviðburði í Hörpu.
250
NEYTENDUR Gríðarleg aukning
varð á niðurhali í gegnum 3G-net
Tals í júlí í kjölfar þess að fyrir-
tækið lækkaði verð á þjónustunni.
Viktor Ólason, forstjóri Tals,
segir íslenska snjallsíma notendur
vilja nota netið mikið í símum
sínum og að þeir geri kröfu um að
þjónustan sé ódýr.
Í tilkynningu frá Tali kemur
fram að niðurhal í gegnum
3G-net fyrirtækisins jókst um
250 prósent og hagnaðurinn tæp-
lega fjórfaldaðist í mánuðinum.
Tal hóf nýverið að bjóða 10 gíga-
bæta niðurhal á mánuði fyrir
500 krónur sem er umtalsvert
ódýrara en hjá öðrum símafyrir-
tækjum samkvæmt íslenska
tækniblogginu Símon.is. - mþl
Tal býður 3G ódýrast:
Notkun á 3G-
neti eykst sífellt
SNJALLSÍMI Aukin útbreiðsla snjallsíma
hefur valdið mikilli aukningu í notkun
3G-netþjónustu. NORDICPHOTOS/AFP