Fréttablaðið - 04.08.2012, Síða 18
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR18
holti er innflutt. Vatnið er hins
vegar að sjálfsögðu íslenskt og
algjört lykilhráefni að sögn Jóns.
Hann segir ímynd Íslands sem
hreins og ósnerts lands lykil-
atriði í markaðssetningu erlendis.
„Við vitum að við erum með pott-
þétt, hreint og gott vatn í vörunni,
sem myndar 90 prósent af henni.
Ímynd Íslands um allan heim er
líka hreinleiki og við getum alveg
staðið undir henni.“
Það er ekki bara ímyndin sem
hefur hjálpað Ölvisholti í markaðs-
setningunni erlendis, heldur hafa
náttúruöflin líka verið með brugg-
húsinu í liði. Það er engin til viljun
hversu vel Lava selst í Banda-
ríkjunum, en miðinn á flöskunni
sýnir eldspúandi Heklu, sem
er einmitt sýn sem hefur alloft
birst heimilisfólki að Ölvisholti
frá bæjar dyrunum. Bandaríkja-
mönnum er eldgosið í Eyjafjalla-
jökli og áhrif þess á flugsam-
göngur enn í fersku minni. Lava
var kominn á markað áður en
gosið varð, en salan tók mikinn
kipp í Bandaríkjunum eftir það.
Og rúmið dansaði
Flestar afurðir brugghússins bera
einhvers konar vísun í náttúr-
una í umhverfi Ölvisholts. Fyrsta
afurðin var Skjálfti, sem dreg-
ur nafn sitt af stóra skjálftanum
sem reið yfir Suðurland árið 2000.
Hann átti upptök sín um 3 kíló-
metra frá bæjarmörkum Ölvis-
holts. „Það varð meiriháttar tjón á
bænum. Ég var sjálfur
hér uppi á 2. hæð í húsi
sem var byggt árið
1909. Ég hafði verið
til mið nættis að gera
við plóg og lá undir
honum. Ég var svo ný-
kominn inn í rúm þegar
skjálftinn kom. Ég man
að rúmið dansaði um
allt herbergið. Það var
mjög einkennilegt,“
segir Jón og segist að
vonum hafa verið feg-
inn að vera kominn
undan plógnum þegar
skjálftinn reið yfir,
enda væri hann varla
til frásagnar um hann
ef svo hefði ekki verið.
Yfirnáttúrulegur
Skjálfti
Þessi viðburður hafði
slík áhrif á heimilis-
fólk að það þótti sjálf-
sagt að tengja fyrsta
bjórinn frá Ölvisholti
við hann. För Skjálfta um heiminn
hefur verið lyginni líkust. Í hvert
sinn sem hann hefur verið fluttur
inn í nýtt land hefur jarðskjálfti
fylgt í kjölfarið. „ Tveimur dögum
fyrir formlegt opnunarhóf hérna
hjá okkur kom skjálfti. Við vorum
búin að stefna hingað ýmsum
mik i l men num og
báðum sjónvarpsstöðv-
unum, sem ætluðu að
koma og gera frétt.
Þegar kom að hófinu
fékk ég hins vegar þau
svör á báðum stöðvum
að þær treystu sér
ekki til að fjalla um
bjór með þessu nafni
á þessum viðkvæmu
tímum fyrir Sunn-
lendinga,“ segir Jón
og skellir upp úr.
Og svipaðar sögur er
að segja af fleiri stöð-
um. „Þremur vikum
eftir að við byrjuðum
að selja Skjálfta í
Malmö kom fyrsti
jarðskjálftinn þar í
sextíu ár. Næst fórum
við til Álandseyja og
þá kom fyrsti skjálft-
inn þar frá upphafi.
Þegar fyrsta sendingin
okkar var á leið til
Kanada hringdi í mig
blaðamaður frá Ontario-fylki.
Ég sagði honum þessa sögu og
lauk símtalinu með orðunum „þið
verðið að passa ykkur, það mun
allt leika á reiðiskjálfi“. Þremur
vikum eftir að hann fór í búðir í
Toronto kom þar risaskjálfti og
kirkjan í heimabæ þessa blaða-
manns hrundi til grunna.“
Skemmst er frá því að segja að
Skjálfti hefur ekki lagt undir sig
fleiri lönd … enn þá!
Háleit framtíðarmarkmið
Nú þegar framleiðir brugg húsið
í Ölvisholti 600 þúsund flöskur
af bjór á ári, en full afkastageta
þess er milljón litlar flöskur. Jón
segir enn töluvert svigrúm fyrir
stækkun á verksmiðjunni, þó að
hann eigi ekki endilega von á að
hún verði alltaf í Ölvisholti. „Ég
hugsa að það séu nú einhver tak-
mörk fyrir því hvað félagið á eftir
að stækka hér á bæjar torfunni
hjá mér. Ef við lendum í því að
heimsbyggðin getur ekki lifað
án bjórsins frá Ölvisholti þá mun
sú uppbygging líklega fara fram
annars staðar en hér,“ segir hann
og brosir. Hann hefur sjálfur
mikla trú á að hann muni sprengja
starfsemina utan af sér fyrr en
síðar. „Það er í þessu eins og öðru.
Ef maður setur metnað í vinnuna
þá kemur eitthvað gott út úr því.
Við höfum sett okkur mjög háleit
markmið og vinnum eftir þeim.
Við erum að spila í úrvalsdeildinni
á heimsvísu. Það er bara þannig.“
N
ýlega vann bjór-
inn Lava, hinn bik-
svarti Imperial
Stout frá Ölvisholti,
til verðlauna í Opna
bandaríska bjór-
mótinu (U.S. Open Beer Cham-
pionship), þar sem hann var val-
inn besti bjórinn í flokknum
Smoked/rauchbeer. Hólmfríður
Helga Sigurðardóttir heimsótti
bruggmeistarann Jón Elías Gunn-
laugsson á æskuslóðirnar, þar
sem hann bæði starfar og býr með
fjölskyldu sinni í sveitasælunni.
Lava hefur stimplað sig vel inn í
Bandaríkjunum, þar sem hann er
fáanlegur í öllum fylkjum. „Stout
er eins og kaffi bjórsins,“ útskýrir
bruggmeistarinn Jón Elías Gunn-
laugsson, sem tekur blaðamanni
og ljósmyndara Fréttablaðsins
opnum örmum og lóðsar þá af
ánægju um brugghúsið. „Það er
búið að brenna byggið, sem þýðir
að við fáum engan sykur úr því
heldur bara bragð, lit og fyllingu.
Lava er 9,4 prósent og hann á ekk-
ert sameiginlegt með venjulegum
bjór. Við erum frekar að keppa við
borðvín heldur en „mainstream“
bjór með honum.“
Bruggverksmiðjan er í gamalli
hlöðu á Ölvisholti þar sem Jón
sjálfur ólst upp. Hlaðan minnir
þó lítið á hefðbundinn búskap í
dag, en í stað búfénaðar á básum
eru þar í dag stærðarinnar tankar
sem geyma bjór í tonnavís. Uppi
á hillu má sjá sýnishorn af þeim
bjórtegundum sem framleiddar
eru í Ölvisholti. Þar er starfað
eftir hugmyndafræði örbrugg-
húsa, sem gengur út á að fram-
leiða metnaðarfyllri bjór en
gengur og gerist. Sjálfur er Jón
viss um að það hafi tekist. „Okkar
mottó er einfaldlega að búa til
besta bjór í heimi. Ég hef grun
um að við séum orðin, eða í það
minnsta að verða, stærsti útflytj-
andi á bjór á landinu.”
Æskuslóðirnar fegurstar
Það var árið 2007 sem Jón lét
þann gamla draum verða að veru-
leika að koma á fót bruggverk-
smiðju í Ölvisholti. Það gerði hann
í samvinnu við nágranna sinn,
Bjarna Einarsson, eggja bóndann
af næsta bæ. Hug myndin var
góðra gjalda verð en það var tíma-
setningin ekki. Þetta var „korteri
fyrir hrun“ eins og Jón orðar það.
Algjör forsendubrestur varð á
rekstrinum eftir bankahrunið og
svo fór að Landsbankinn tók starf-
semina yfir. Í fyrravor komu hins
vegar nýir fjárfestar að rekstri
brugghússins og hjólin tóku að
snúast að nýju. Í dag eru fram-
leiddar um 600 þúsund flöskur
af bjór í Ölvisholti og starfsemin
blómstrar.
Margir myndu eflaust öfunda
Jón af starfsumhverfi sínu. Hann
þarf ekki að fara nema nokkra
metra að heiman til að sækja
vinnu sína, bruggar þar bjór
fjarri skarkala heimsins og á allt-
af einn kaldan innan seilingar.
Hann tekur undir að starfsum-
hverfið sé gott, en tekur fram að
hann láti bjórinn alveg eiga sig á
vinnutíma.
Við hlið Jóns í brugghúsinu
starfar konan hans, Þórhildur
Rúnarsdóttir. Þau hjónin keyptu
jörðina af foreldrum Jóns árið
2006 og fluttust á bæinn. Þau
eiga þrjú börn, sem sækja sína
leikskóla og skóla og njóta frjáls-
ræðis sveitasælunnar þess á milli.
„Það er dásamlegt að búa svona
á æskuslóðum,“ segir Jón í ein-
lægni. „Ég held það sé þannig með
flesta að þeim þyki staðurinn þar
sem þeir alast upp sá fallegasti í
heimi. Það er svoleiðis með mig.
Við lifum ósköp ljúfu lífi hérna.“
Ímynd Íslands mikilvæg
Bygg og malt sem notað er til
framleiðslu bjórsins frá Ölvis-
Það er
dásamlegt að
búa svona á
æskuslóðum
[…] Við
lifum ósköp
ljúfu lífi
hérna.
Við spilum í úrvalsdeildinni
Á dögunum var Lava frá Brugghúsinu í Ölvisholti valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjór-
mótinu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari heimsóttu bruggmeistarann Jón Elías Gunnlaugs-
son á æskuslóðirnar í Ölvisholti og komust að því að hann hefur sett sér háleitt framtíðarmarkmið: Að búa til besta bjór í heimi.
SAMHELDIN HJÓN Jón og Þórhildur búa í Ölvisholti með börnum sínum þremur og starfa hlið við hlið í brugghúsinu. Jón ólst upp í Ölvisholti og keypti bæinn af foreldrum
sínum fyrir nokkrum árum. Hann segir hvergi betra að búa en á æskuslóðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
V ið bæinn Ölvisholt er að finna sérstaka götu. Gatan sú liggur út á tún en leiðir ekki
til annars en grænna túna og eilífðarinnar.
Margir Íslendingar muna eftir indverska
heimspekingnum Sri Chinmoy, en hann er lík-
lega þekktastur fyrir það hér á landi að hafa
lyft Steingrími Hermannssyni með annarri
hendi. Hann ferðaðist einmitt víða um lönd og
framkvæmdi þann gjörning í þágu friðar. En
hvers vegna skyldi Sri Chinmoy stræti vera
hér, af öllum stöðum? „Félagar mínir voru
dyggir fylgismenn Sri Chinmoy. Þá vantaði
stað fyrir strætið, en það eiga að vera tvö slík
í hverju landi, skilst mér. Reykjavíkurborg
vildi ekki fá það en ég tók því fagnandi. Gott
ef það var ekki bara hans síðasta embættis-
verk að blessa myndina af mér og skiltinu,
svo lést hann stuttu síðar, blessaður karlinn,“
segir Jón bruggmeistari.
SRI CHINMOY-STRÆTI VIÐ ÖLVISHOLT