Fréttablaðið - 04.08.2012, Side 46
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR34
sport@frettabladid.is
ÓÐINN BJÖRN ÞORSTEINSSON hafnaði í 36. sæti af 40 keppendum í kúluvarps-
keppni karla á Ólympíuleikunum í gær. Óðinn Björn var langt frá sínu besta. Lengsta kast hans
mældist 17.62 metrar en hann á best 20.22 metra frá því í apríl. Það kast tryggði honum
þátttökuréttinn á leikana.
ÓL 2012 Hrafnhildur Lúthersdótt-
ir keppti á Ólympíuleikunum
í London þrátt fyrir að hafa
verið með brotið bein í oln-
boga. Þetta staðfesti Jacky
Pellerin, landsliðsþjálfari
í sundi, við Fréttablaðið í
gær.
„Hrafnhildur rann til
í Canet í Frakklandi, þar
sem við vorum í æfingabúð-
um, á síðasta degi okkar þar
áður en við komum hing-
að út. Þetta var bara
slys – heimskulegt
slys,“ segir Pell-
erin. Hann stóð þá
frammi fyrir þeirri
ákvörðun að senda
hana heim eða láta
hana keppa. Síðari
kosturinn var val-
inn.
„Það var ekki
auðveld ákvörðun.
Ef ég hefði tekið
hana út hefði boð-
sundið farið út líka.
Við höfðum samráð
við Örnólf Valdi-
marsson, lækni í
fagteymi ÍSÍ hér úti,
og ákváðum að því
loknu að taka hana
með á leikana.“
Góður árangur
miðað við
meiðslin
Hrafnhildur
þurfti að draga
sig úr keppni í
100m bringu-
sundi en tók
samt þátt í
200m bringu-
sundi sem og
boðsundinu. Hún
var tveimur og
hálfri sekúndu frá
meti sínu í fyrri
greininni en var
við sitt besta í boð-
sundinu í gær.
„Ég ræddi þetta
við liðið fyrir leik-
ana og sagði að
það væri fullvíst að
Hrafnhildur yrði
ekki í hundrað pró-
sent formi – að hún
myndi ekki ná frá-
bærum tímum
en að hún myndi
gera sitt besta.
Svo
náði
hún mjög
góðum
árangri,
sérstaklega
m i ð a ð v i ð
meiðslin,“ segir Peller-
in og bætir við:
„Í mínum augum er
allt okkar sundfólk
hetjur. En Hrafn hildur
gerði eitthvað mjög
sérstakt á þessum
Ólympíuleikum.“
Pellerin segist hafa verið reiðu-
búinn að taka ábyrgð á því að láta
beinbrotinn keppanda taka þátt á
Ólympíuleikum. „Þetta var mín
ákvörðun. Ef ég hefði sent hana
heim er ég ekki viss um að hún
hefði farið á næstu Ólympíuleika.“
Ég varð mjög reiður
Hrafnhildur náði B-lágmarki
fyrir leikana í Peking fyrir fjór-
um árum en með lakari tíma en
Erla Dögg Haraldsdóttir, sem fór á
leikana þá. „Þessi síðustu fjögur ár
hefur Hrafnhildur æft mjög mikið
fyrir leikana í London. Það hefði
kannski verið auðvelt fyrir mig
að skipta henni út en ég stend við
mína ákvörðun. Þetta var gert svo
að hún gæti öðlast reynslu.“
Pellerin viðurkennir að hann
hafi orðið fyrir miklum von-
brigðum þegar hann frétti af
slysinu. „Ég varð mjög reiður. En
slysin gerast og Hrafnhildur veit
núna að hún þarf að passa sérstak-
lega vel upp á sig svo stuttu fyrir
Ólympíuleika.“
Synti þrátt fyrir beinbrot
Ákveðið var að láta Hrafnhildi Lúthersdóttur keppa á Ólympíuleikunum þrátt
fyrir að hún hefði verið með brotið bein í olnboga. „Hefði ég sent hana heim er
ég ekki viss um að hún hefði farið á næstu leika,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari í sundi, segist hafa
skilið vel reiði Jakobs Jóhanns Sveinssonar eftir
keppni í 100m bringusundi fyrir viku.
Jakob Jóhann var harðorður í viðtölum eftir
sundið og sagðist hafa æft vitlaust fyrir leikana.
Baðst hann síðar afsökunar á ummælunum og að
hann hefði ekki ætlað að gagnrýna þjálfara sinn.
„Ég þekki Kobba það vel að ég veit að hann var
að hugsa um sig og engan annan þegar hann sagði
þetta,“ sagði Pellerin. „Við ræddum samt lengi saman
eftir þetta og ég sagði honum að hann gæti ekki
látið svona lagað frá sér.“
Pellerin segir að Jakob hafi þurft að glíma við
margs konar mótlæti í ár auk fráfalls norska sund-
mannsins Alexanders Dale Oen á vormánuðum.
„Það brotnaði eitthvað í Kobba þegar hann féll frá.
Eftir það hefur hann ekki verið samur. Hann þarf
að vinna í sínum málum en ég held að hann
verði sterkari eftir það.“
Eitthvað brotnaði í Kobba
ÓL 2012 Allir sjö keppendur Íslands
í sundi hafa nú lokið keppni á
Ólympíuleikunum í London. Niður-
staðan veldur mörgum vonbrigðum
en aðeins féllu tvö Íslandsmet og
enginn komst upp úr sínum riðli í
undan rásunum. Samt sem áður er
Jacky Pellerin landsliðsþjálfari
ánægður með niðurstöðuna og lofaði
frammistöðu íslenska sundhópsins.
„Auðvitað er enn verk að vinna
og nokkur atriði sem ég varð fyrir
vonbrigðum með. En það eru mikil
gæði í sundheiminum í dag og
margar litlar þjóðir að ná betri og
betri árangri. Ísland er ein af þeim
þjóðum,“ sagði hann. „Stærsta
vandamálið sem við erum að glíma
við eru fjármálin. Við þurfum meiri
peninga í reksturinn til að geta gert
enn betur.“
Íslenska sundfólkið hefur allt
verið að æfa með það fyrir augum
að toppa á Ólympíuleikum. Sund-
fólkið setti mörg ný Íslandsmet á
tímabilinu sem nú er að líða og því
kann það að hljóma illa að aðeins tvö
skyldu svo falla á sjálfum leikunum.
„Fólk verður að skilja að sund-
menn ná yfirleitt sínum bestu
tímum um síðdegi eða að kvöldi
til. Það höfum við verið að gera á
Íslandsmeistaramótinu og öðrum
mótum sem við höfum keppt á á
tímabilinu,“ sagði Pellerin.
„Í sundheiminum höfum við tvö
viðmið – morgunsund og síðdegis-
sund. Allir náðu sínum besta morg-
untíma á leikunum og er það fyrir
mig sem þjálfara afar mikilvægur
áfangi,“ bætti hann við. Hann segir
vissulega mögulegt fyrir sundmenn
að æfa þannig að þeir geti líka náð
sínu besta að morgni til. En það sé
ekki allt og sumt sem þurfi til.
„Það þarf reynslu. Það er ekkert
grín að vera á stærsta íþróttamóti
heims, í sundhöll þar sem sautján
þúsund manns eru að öskra á þig
og milljónir að fylgjast með í sjón-
varpi. Ég hvet alla til að reyna að
setja sig í þessi spor því það er
gríðar lega mikil pressa á manni við
þessar aðstæður.“
Pellerin segir nánast ómögulegt
að undirbúa sig fyrir þennan þátt
íþróttarinnar. „Þetta læra þau ekki
af mótunum heima þar sem við
erum með nokkur hundruð manns
í áhorfendastúkunni.“
Miklar vonir voru bundnar við
Eygló Ósk Gústafsdóttir enda hefur
hún náð gríðarlega góðum árangri
þrátt fyrir ungan aldur. Hennar
besta grein er 200m baksund en
hún komst ekki áfram í undanúrslit
greinarinnar, þrátt fyrir að Íslands-
metstími hennar hefði dugað til
þess.
„Hún var svo stressuð fyrir það
sund,“ segir Pellerin. „Eygló var
með tárin í augunum. Hún hafði
þráð það svo heitt að komast á
Ólympíuleikana til að synda 200m
baksund og þangað var hún komin.
Hún setti gríðarlega mikla pressu
á sjálfa sig, þó svo að ég hafi hvatt
hana til stillingar. En ég get ekki
álasað henni eða nokkrum öðrum
– þetta er bara hluti af íþróttinni.“
Hann sé því sáttur við heildar-
niðurstöðuna. „Þetta var gott en
við verðum enn sterkari í Ríó eftir
fjögur ár.“ - esá
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari í sundi, er ánægður með heildarárangur íslenska sundfólksins í London:
Við verðum enn betri í Ríó eftir fjögur ár
MÆTA TIL LEIKS Fyrsta sundsveit Íslands í sögu Ólympíuleikanna. FRÉTTABLAÐIIÐ/GOLLI
HANDBOLTI Ísland mætir Frakk-
landi í mikilvægum leik á Ólympíu-
leikunum í dag en líklegt er að
sigur vegari leiksins muni enda
í efsta sæti A-riðils og mæta því
liðinu sem endar í fjórða sæti
B- riðils í fjórðungsúrslitum
keppninnar.
Strákarnir okkar hafa unnið
fyrstu þrjá leiki sína í London sem
er sögulegur árangur. Hins vegar
bárust þær fregnir úr hópnum í
gær að Arnór Atlason glímdi við
hnémeiðsli.
„Arnór verður prófaður í kvöld
og ég bind vonir við að hann verði í
lagi,“ sagði Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari í gær. „Hann
varð fyrir hnjaski í leiknum gegn
Svíþjóð og gat ekki komið aftur inn
á eftir það. Það kemur fyrst í ljós
á morgun [í dag] hvort og hversu
mikið hann getur spilað. Að öðru
leyti vil ég ekki tjá mig mikið um
málið því ég hef ekki nægilega
miklar upplýsingar til þess.“
Frakkar eiga eitt besta hand-
boltalandslið sögunnar og eru vit-
anlega ríkjandi Ólympíu meistarar
eftir að hafa unnið Ísland í úrslita-
leiknum í Peking fyrir fjórum
árum. En Guðmundur er sann-
færður um að liðið geti unnið
Frakka nú.
„Ég tel að við séum með lausnir
gegn þeirra varnarleik, sem er
gríðarlega sterkur. Við þurfum svo
sjálfir að standa vörn gegn þeim
og það hefur oft reynst þrautin
þyngri gegn mönnum eins og
Nikola Karabatic og Daniel Narc-
isse. Frakkar eru með frábært lið
en við erum með góða leikáætlun
gegn þeim,“ sagði Guðmundur. - esá
Mæta Frakklandi í dag:
Arnór er
tæpur
ARNÓR ATLASON Er meiddur á hné og
óvissa er um framhaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um ÓL 2012
eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is
ÓL 2012 Þormóður Jónsson féll úr
leik í 32-manna úrslitum í +100 kg
flokki í júdó á Ólympíu leikunum
í London í gær. Hann tapaði
fyrir Rafael Silva frá Brasilíu
sem er í þriðja sæti heimslistans
og ríkjandi Ameríkumeistari í
greininni.
Silva náði að skella Þormóði
eftir eina mínútu og 48 sekúndur
og vann þar með fullnaðarsigur.
„Ég var ekki orðinn þreyttur,“
sagði Þormóður. „Hann er bara
hraustur og góður maður sem
erfitt er að eiga við. Það er engin
tilviljun að hann sé númer þrjú í
heiminum.“
Silva tapaði reyndar í
fjórðungsúrslitum en fékk
uppreisnarglímu sem hann vann.
Silva komst þar með í bronsglímu
sem hann vann.
Teddy Riner frá Frakklandi
fékk gull en hann hefur verið
nánast ósigrandi í þessum
þyngdarflokki undanfarin ár. - esá
Þormóður Jónsson:
Mætti ofjarli
sínum í London
ÞORMÓÐUR JÓNSSON Svekktur í lok
glímunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓL 2012 Það var nóg um að vera
hjá íslenska sundfólkinu á loka-
degi sundkeppninnar á Ólympíu-
leikunum í London. Sarah Blake
Bateman var aðeins hársbreidd
frá því að komast í undanúrslit í
50 m skriðsundi en hún hafnaði
í 16.-18. sæti og þurfti að fara í
bráðabana. Þar tapaði hún fyrir
breskri stúlku. Árangurinn er þó
hennar besti á Ólympíuleikum
nokkru sinni og einn sá besti hjá
íslenskri sundkonu frá upphafi.
Aðeins átta mínútum fyrir
sundið synti Sarah ásamt íslensku
boðsveitinni í 4x100 m fjórsundi.
„Kannski hafði það meiri áhrif
á hugarfarið en líkamann. Ég vil
þó alls ekki skella skuldinni á
boðsundið,“ sagði Sarah.
Boðsundsveitin endaði í 15.
sæti og var nálægt Íslandsmetinu
í greininni. Eygló Ósk
Gústafsdóttir bætti hins vegar
Íslandsmetið í 100 m baksundi
þegar hún synti fyrsta sprettinn í
boðsundinu á 1:01,74 mínútum.
Þá keppti Anton Sveinn
McKee í 1500 m skriðsundi
og var tveimur sekúndum frá
Íslandsmeti sínu. Hann hafnaði í
25. sæti. - esá
Sundkeppninni lauk í gær:
Hársbreidd frá
undanúrslitum
SARAH BLAKE Náði bestum árangri
sundfólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
08.00: 50 m frjáls skammbyssa
Ásgeir Sigurgeirsson
SUNNUDAGINN 5. ÁGÚST
ÓL 2012
Íslendingar á