Fréttablaðið - 30.07.2012, Page 1

Fréttablaðið - 30.07.2012, Page 1
veðrið í dag ÚTLENDINGAMÁL Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir markmið innanríkis- ráðherra um sex mánaða hámarksafgreiðslutíma mála aldrei munu nást fyrr en í fyrsta lagi í árslok 2013 – og þá að því gefnu að fjármagn fáist til að ráða inn fleira fólk sem allra fyrst. Ögmundur Jónasson lýsti þessu markmiði í við- tali við Fréttablaðið á föstudaginn. „Við erum nær þessu markmiði að því leytinu til að það er búið að lýsa því yfir að það sé vilji til að við fáum þessa peninga, en það eru engir peningar komnir sem þýðir að við erum ekki búin að auglýsa eða ráða. Það er alveg ljóst að þegar við fáum peningana þá gerist þetta ekkert undir eins. Við þurfum að þjálfa fólk upp þannig að ég sé ekki fyrir að þetta verði komið í samt lag fyrr en síðla árs 2013, jafnvel 2014,“ segir Kristín. Allt ráðist þetta þó af því hvenær peningarnir fáist. „Því lengur sem við þurfum að bíða eftir þeim, því seinna verðum við búin að vinna niður halann,“ segir hún. Með því að ráða tvo lögfræðinga núna muni málsmeðferðartíminn ekki nást niður í sex mánuði nema á mjög löngum tíma, að óbreyttum fjölda þeirra sem hingað koma – sem sé mjög ólíklegt – kannski árið 2017 eða 2018. - sh MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is veðrið í dag 30. júlí 2012 177. tölublað 12. árgangur FASTEIGNIR.IS30. JÚLÍ 201230. TBL. Heimili fasteignasala kynnir: Hraunteigur – vel skipulögð sérhæð ásamt bílskúr. Frábær staðsetning við Laugardalinn. Töluvert endurnýjuð eign. E ignin skiptist í 131,8 fm íbúð á hæðinni, 4,2 fm geymslu í kjallara og 19,7 fm bílskúr. Heildarstærð eignarinnar er 155,7 fm. Komið er inn í anddyri með flísum. Þá tekur við bjart hol með parketi á gólfi. Barnaherbergi með parketi. Rúmgott barnaherbergi með parketi og skápum. Rúmgott bjart hjónaherbergi með parketi og skápum. Eldhús með parketi á gólfi, vönduð eikarinnrétting, Siemens -tæki, borðkrókur. Baðher-bergi flísalagt í hólf og gólf, bað-kar með sturtu yfir, innrétting.Stór borðstofa með parketi, gengið út á svalir í suður. Björt rúmgóð stofa með parketi, opið er á milli stofanna. Í kjallaranum er sérgeymsla með hillum og sameiginlegt þvotta- hús. Innfelldur bílskúr með sér-bílastæði fyrir framan fylgir.Íbúðin var mikið endurnýjuð árið 2003, meðal annars eldhúsið, baðherbergið og gólfefni. Að sögn seljanda hefur rafmagn og dren einnig verið endurnýjað.Mjög góð staðsetning í grónu hverfi þar sem stutt er í skóla, Laugardalinn og alla þjónustu.Nánari upplýsingar eru veittar hjá Heimili, fasteignasölu sími 530-6500. Hæð á góðum stað við Laugardalinn Húsið stendur við Hraunteig og er vel skipulagt. Borðstofan er rúmgóð. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is Viltu selja?Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni. Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteignasalan.is KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Lækjartún - 270 Mosfellsbær Mjög fallegt 235,2 m2 einbýlis-hús á tveimur hæðum meðbílskúr ið Álfhólsvegur 200 Save the Children á Íslandi SÆKIR INNBLÁSTUR HVERT SEM HÚN FERALLTAF AÐ LÆRA Þórey Magnúsdóttir, myndlistakona opnaði sýningu áSóloni á dögunum Á h i ili h HEIMARÆKTAÐAR KRYDDJURTIRRæktun kryddjurta er skemmtileg og um leið bragð-góð leið til að lífga upp á eldhúsgluggann sem og matreiðsluna. Úrval kryddjurta sem hægt er að rækta er mjög fjölbreytt og er basilíka þar á meðal. HUGGULEGT Þóreyju finnst best að byrja daginn í fallega hvíta sófanum með útsýnið fyrir framan sig.MYND/ERNIR NÝ BÓK FRÁ HUGLEIKI Húsavíkurjógúrt á tilboði Aðdáendur gráta Samband Kristen Stewart og Roberts Pattinson hangir á bláþræði. popp 22 VÆTA V-TIL Í dag verður dálítil rigning eða súld V-til en styttir upp síðdegis. Stöku skúr S- og A-til en bjartara N-lands. A eða SA 3-8 m/s en að 10 m/s NA-til. Hiti 10-20 stig. VEÐUR 4 13 14 16 13 13 Forstjóri Útlendingastofnunar segir málshraða ekki munu aukast undir eins: Ná markinu í fyrsta lagi í lok 2013 Við þurfum að þjálfa fólk upp þannig að ég sé ekki fyrir að þetta verði komið í samt lag fyrr en síðla árs 2013, jafnvel 2014. KRISTÍN VÖLUNDARDÓTTIR FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR LÍF OG FJÖR Í LUNDÚNUM Það er óhætt að segja að það sé góð stemning í Lundúnaborg þessa dagana enda standa Ólympíuleikarnir sem hæst. Þessir Ástralir gerðu sér í það minnsta dagamun í mið- borginni í gær. Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona hefur leik á leikunum í dag og þá keppir Eygló Ósk Gústafs- dóttir í 200 metra fjórsundi. Sjá síðu 24. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haraldur og Valdís unnu Mikil dramatík var á Íslandsmótinu í höggleik. sport 26 DÝRALÍF Kanadískur maður var heppinn að komast lífs af þegar skot hljóp úr riffli hans þegar hann var að eltast við mús. Dale Whitmell, fjörutíu ára gamall fjölskyldufaðir, reyndi að kremja mús með skeftinu á riffli sínum þegar hann gisti í tjaldi á Wawa-svæðinu í Ontario. Hann hafði hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að byssan var hlaðin og varð því heldur brugðið þegar skot hljóp úr byssunni og straukst við enni hans. Að sögn lögreglunnar á Wawa- svæðinu slapp Whitmell með skrekkinn. Hann var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús en var útskrifaður stuttu síðar enda bara með skrámur á enninu. Hann á yfir höfði sér kæru fyrir gáleysis- lega meðferð á skotvopni. „Hann var mjög heppinn,“ var haft eftir talsmanni lögreglunnar. Ekki er vitað um afdrif músar- innar. Kanadabúi slapp ómeiddur: Fékk í sig skot á músaveiðum STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur áform um að lengja fæðingar orlof og hækka barnabætur á fjár lögum næsta árs. Jóhanna Sigurðar dóttir forsætisráðherra segir það hafa verið til umræðu í ríkisstjórn hvernig nýta eigi hugsanlegt svig- rúm í ríkisfjármálum á næsta fjárlagaári. „Það er þrennt sem við erum með augun á: barnabæturnar, fæðingar- orlofið og vaxtabætur fyrir þá sem eru í verstri stöðu að því er varðar greiðsluvanda,“ segir Jóhanna. Hún segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að barnafjölskyldur fái forgang þegar færi gefst. Hún bendir jafnframt á að stefnt sé að því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014. „Við höfum reynt að hlífa velferðarmálunum eins og kostur er í gegnum þessar þrengingar og náð mjög miklum árangri. Við sjáum fram á að það muni skýrast á næst- unni hvort við getum gert eitthvað í barnabótum og fæðingarorlofi.“ Barnabætur og fæðingarorlof hafa lækkað í kjölfar kreppunnar. Til marks um það höfðu hámarks- greiðslur Fæðingaorlofssjóðs lækkað um 235 þúsund krónur frá því í lok árs 2008 þar til í upphafi árs 2010 þegar greiðslurnar námu 300 þúsund krónum. Guðbjartur Hannesson sagði í apríl á þessu ári að hann byggist við því að kynntar yrðu breytingar á fæðingarorlofinu samhliða fjár- lagafrumvarpi í haust. Spurð hvort formleg vinna sé hafin við þessar breytingar segir Jóhanna: „Jú jú, hún hefur verið í undirbúningi og það er farið að leggja línur í því sem ég hef nefnt. Ég geri ráð fyrir því að við sjáum þessu stað í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram í september.“ „Þá yrðu settir auknir fjár munir í barnabætur og líka í hækkun á greiðslum í fæðingarorlofi. Ég er að vona að við getum stigið skref áfram í þessu máli.“ Jóhanna segir ástæður þess að barnafjölskyldur fái forgang vera að þær eigi í mestum vand ræðum. „Mesti vandinn er hjá stórum barnafjölskyldum og það er frekar greiðsluvandi heldur en skulda- vandi sem hrjáir þær.“ - bþh / sjá síðu 13 Barnabætur og fæðingar- orlofsgreiðslur hækkaðar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir vinnu hafna við að finna hærri barnabótum og fæðingaror- lofsgreiðslum stað í nýjum fjárlögum. Barnafjölskyldur fá forgang þegar færi gefst til frekari útgjalda. Upplifa vonleysi Sólveig Jónsdóttir rannsakaði hörmungarnar í Bosníu og Hersegóvínu. viðtal 10 þúsund krónur er upphæðin sem hámarksgreiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði hafa lækkað um frá lokum árs 2008. 235 Einn af mið- punktum sýningar Studio Granda tekur þátt í sýningunni New Nordic. fólk 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.