Fréttablaðið - 30.07.2012, Side 14

Fréttablaðið - 30.07.2012, Side 14
14 30. júlí 2012 MÁNUDAGUR Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæsta- réttar hvort ógilda bæri nýaf- staðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðu- neytisins á kosningalögunum. Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 28. júní síðast liðinn áður en forsetakosningin fór fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki verið breytt og beðist á því afsökunar. Jafnframt hét ég því afdráttarlaust að ég myndi beita mér fyrir breyt- ingu á lögum þegar í haust. Það loforð er hér með áréttað. Mun ég leita samráðs við Öryrkjabandalag Íslands við smíði frumvarpsins. Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið um þetta efni birti ég hér að neðan yfirlýsinguna sem ég sendi frá mér í júní: „Fyrir kosningar til stjórnlaga- þings 27. nóvember 2010 kom fram krafa af hálfu Blindrafélagsins um að einstaklingar sem þyrftu að stoðar við í kjörklefanum gætu fengið aðstoðarmann að eigin vali sér til hjálpar í stað þess að fá aðstoð í einrúmi frá fulltrúa kjörstjórnar sem bundinn væri þagnarheiti eins og kveðið er á um í lögum. Var þessi krafa m.a. gerð með skírskotun til þess hve þessar kosningar væru frá- brugðnar hefðbundnum kosningum. Á þessum tíma var ég ábyrgur fyrir framkvæmd kosningarinnar sem ráðherra dómsmála á sama hátt og ég er nú gagnvart framkvæmd for- setakosninganna sem innanríkis- ráðherra. Niðurstaða mín varð sú fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings að ráðuneytið, með skírskotun til 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sendi frá sér tilkynningu tíu dögum fyrir kjör- dag til kjörstjóra vegna atkvæða- greiðslu utan kjörfundar um að blindir kjósendur mættu koma með aðstoðarmann að sínu vali til þess að fylla út kjörseðilinn. Jafnframt sendi ráðuneytið frá sér aðra til- kynningu daginn fyrir kjördag um að blindum, sjónskertum og þeim sem ekki gætu fyllt út kjörseðil með eigin hendi væri heimilt að hafa með sér aðstoðar mann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðar- maðurinn mundi undirrita sérstakt heiti hjá kjörstjóra og því væri ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar væri einnig viðstaddur í kjörklefanum. Rökin fyrir þessum tilkynningum ráðuneytisins voru þau að um gjör- ólíka kosningu væri að ræða miðað við hefðbundnar kosningar hér á landi t.d. hvað varðar fyrirkomu- lag, mikinn fjölda frambjóðenda og flókins kjörseðils. Þessi niðurstaða þótti ásættan- leg af hálfu flestra hlutaðeigandi og leit ég svo á að þessi tilhögun gæti haldist áfram. Þetta skýrir and- varaleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax til að nálgast þau markmið sem Blindrafélagið og fleiri vildu ná og ég fyrir mitt leyti er sammála. Eins og kunnugt er ógilti Hæsti- réttur kosningarnar til stjórn- lagaþings með ákvörðun sinni 25. janúar 2011 en þar kom skýrt fram að það væri ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd kosninga. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er kveðið á um að ákvæði laga um kosningar til Alþingis gildi við forsetakosningar. Í síðarnefndu lögunum er kveðið á um hvernig veita megi fötluðum aðstoð í forseta- kosningum. Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim laga- ákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum. Í haust mun ég þegar í þingbyrjun leggja fram frumvarp þessu til breytingar og hafa til hliðsjónar breytingar sem Danir og Svíar hafa gert á sínum kosningalögum til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þeir einir Norðurlandaþjóðanna hafa fullgilt samninginn. Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.“ AF NETINU Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim lagaákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Ögmundur Jónasson innanríkis-ráðherra vill að Vatns mýrin verði notuð undir flugvöll til fram- búðar, frekar en að þar verði blönd- uð byggð. Honum er auð vitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipu- lagsvald á svæðinu og hún „taki því ákvörðun um það sjálf“ hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni mál- efnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra ber skylda til að standa vörð um sjálfsákvörðunar- rétt sveitarfélaga sem kveðið er á um í stjórnarskránni, sveitar- stjórnar lögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Í gildi er aðalskipulag Reykja- víkur sem samþykkt var fyrir áratug. Þar kemur skýrt fram að í Vatnsmýrinni skuli rísa blönduð byggð íbúða, þjónustu- og atvinnu- húsnæðis. Fyrri flugbrautin á að víkja árið 2016, en þá verða komin 14 ár síðan aðalskipulagið var samþykkt. Á þeim tíma sagði þá- verandi borgarstjóri: „Við munum ekki hrófla við flugvellinum fyrr en eftir 2016. Eftir það förum við í að undirbúa svæðið fyrir frekari uppbyggingu. Við gerum það í sam- ráði við samgönguyfirvöld en við fram seljum ekki skipulagsvaldið til þeirra. Við gerum ráð fyrir að samgönguyfirvöld hafi þá mótað sér stefnu varðandi framtíð innan- landsflugs fyrir þetta svæði. Til þess hafa þau nokkuð góðan tíma.“ Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldið hefur ekki nýtt sér- lega vel þann tíma sem liðinn er frá því Reykjavík kynnti áform sín og skipulagið fékk staðfestingu umhverfisráðherra. Það er því ekki seinna vænna að ríkisvaldið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, fari að huga að nýrri staðsetningu. Ljóst er að sveitarfélögin um hverfis Reykjavík eru misáhugasöm um að bjóða land undir flugvöll. Hjá Reykjavíkurborg hefur hins vegar alltaf komið skýrt fram að finni flugvallasérfræðingar ríkisins stað innan Reykjavíkur sem ekki stangast á við uppbyggingaráform borgarinnar, muni málið leysast greiðlega. Andstæðingar byggðar í Vatnsmýrinni hafa iðulega talað um að málefni flugvallarins séu í óvissu, en óvissan liggur aðeins hjá ríkinu. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavík, eins og innanríkisráð- herra hefur ítrekað í ræðu og riti, og borgin hefur tekið af skarið um skipulag Vatnsmýrarinnar. Framtíð Vatnsmýrarinnar er umdeild í öllum flokkum. En það er rétt að árétta að ástæða þess að stærstur hluti borgarstjórnar vill byggja í Vatnsmýri er ekki sú að við hötumst við flugvöllinn. Þvert á móti vilja allir borgarfull trúar tryggja góðar samgöngur allra landsmanna við Reykjavík. En verk- efni borgarstjórnar er að skipu- leggja byggð fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar og blönduð byggð fyrir 15-20 þúsund manns í Vatns- mýri býður upp á kosti sem engir aðrir staðir innan borgarmarkanna gera. Þaðan eru vegalengdir stuttar í háskólana tvo austan og vestan- megin, að Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, og fjölda ann- arra fyrirtækja sem hafa valið sér höfuðstöðvar vestarlega í borginni. Með byggð í Vatnsmýri geta borgar- yfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmti- lega borg sem laðar til sín hæfi- leikafólk og býður upp á lífsgæði á heimsmælikvarða. Innanríkisráð- herra mætti gjarnan svara því hvar annars staðar það byggingarland er sem býður upp á þessa kosti. Framtíðarbyggð í Vatnsmýri Gróðurþekju landsins var eytt með ofbeit og rányrkju svo að moldin varð laus undan vindinum eins og Halldór Laxness segir í frægu erindi sem hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og hann flutti í útvarpinu fyrir u.þ.b. 40 árum. Enn þann dag í dag erum við stöðugt að láta sauðfé og hesta ráfa stjórnlaust um landið og naga niður allt sem þeir girnast hvort sem er á ofnýttum landsvæðum til mikils skaða eða á annarra manna löndum, því þeir geta ekki varið lönd sín, til mikils ama. Á meðan löngu úrelt lausaganga búfjár er stunduð á landinu er auðvitað ekki hægt að stýra beitinni. Hvers eigum við hin að gjalda, sem eigum líka landið og þurfum með ærnum kostnaði að girða okkur af frá sauðkindinni hvar sem við viljum rækta blóm eða tré, og verðum að láta okkur nægja niðurnöguð blómlaus beitilönd sem vistland þegar við viljum njóta nátt- úrunnar í ferðum um landið? Er það ekki virðingarleysi við landið og okkur skattborgarana að láta okkur borga sauðfjárbændum 4,2 milljarða á ári fyrir að fram- leiða allt of margar skepnur sem stöðugt skaða landið? Svo borgum við Landgræðslunni milljarða fyrir að gera við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar sl. 1000 ár, án þess að sannanlegur árangur gróðuraukn- ingar hafi náðst, segir landgræðslu- stjóri í viðtali. Hann bendir svo á að líklega sé sú litla gróðuraukning sem sjáist meira hnattrænni hlýnun að þakka frekar en máttlausri við- spyrnu okkar. Jarð vegurinn, moldin, er dýrasta auðlind okkar. Hún er fokin á haf út í tonna tali og gerir enn á stórum svæðum svo líflaus klungur og nakin grjóturð er ein eftir þar sem áður var gróið land sem skýldi jarðveginum. Þetta ástand mun halda svona áfram eins og hingað til ef við stöðvum ekki gróðureyðinguna og ræktum upp landið, en það tekst aðeins með því að stöðva lausa- beitina svo landið fái frið til að græða sárin. Jóhann Þórðarson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, var meðal fyrir lesara á málþingi sem efnt var til nýlega undir yfirskriftinni „Ástand lands, moldrok eða grænar hlíðar”. Hann segir að „langan tíma þurfi til að bæta skaða sem hlýst af uppblæstri, við erum að tala um árþúsund í því samhengi“. Aðal- fyrir lesari var Jeffrey Henrick sem er sérfræðingur í ástandi úthaga. Hann talaði um þá áhættu sem fylgir því að stunda ekki sjálfbæra landnýtingu. Afleiðingarnar geti verið grafalvarlegar, við verðum að axla ábyrgð í þessum málum. Allt of lengi höfum við stundað rányrkju og ofbeit á landinu svo nú erum við þekkt fyrir það að vera með verst farna land af búsetu í Evrópu og með stærstu manngerðu eyðimerkurnar. Það þarf að leita til Norður-Afríku til samjafnaðar. Því- lík skömm. Er ekki kominn tími til að vakna af aldardoðanum og forn- eskjuháttum og horfast í augu við nútímann þar sem krafan er sjálf- bær og vistvæn nýting lands? Við verðum að sýna umheiminum að við getum búið í þessu fallega landi okkar, án þess að rýra stöðugt gæði þess fyrir afkomendum okkar. Ofbeit og rányrkjaKosningalögum verður breytt Stjórnsýsla Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Verndun lands Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fv. formaður Lífs og Lands Skipulagsmál Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi PI PA R\ TB W A S ÍA 1 21 81 6 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Villandi tölur um tekjur á Íslandi Nú er sá tími árs er tímaritið Frjáls verslun og dagblöð birta tölur um tekjur Íslendinga, upp úr skattskrám. Margir hafa áhuga á þessu enda sjálfsagt í lýðræðis- þjóðfélagi að fyrir liggi upplýsingar um slíkt sem og um skattgreiðslur. Hitt er verra að þær tölur sem birtar eru og kynntar sem upplýsingar um „tekjur“ Íslendinga í ólíkum starfs- greinum eru vægast sagt villandi. Það sem birt er eru vísbendingar (út frá útsvarsálagn- ingu) um „launatekjur fyrir skatta“, sem er bara hluti af „tekjum“ fólks. Það sem helst vantar eru fjármagnstekjur. Ef þær væru meðtaldar myndu tölurnar fara nærri því að sýna „heildartekjur fyrir skatt“. Skiptir það máli? Jú það skiptir verulegu máli, einkum fyrir upplýsingarnar um tekjur hátekjufólks, sem er með langmestar fjármagnstekjur. Þær tölur sem birtar eru vanmeta því stórlega hærri tekjurnar í samfélaginu, einkum hjá hærri stjórnendum í einkageira. Frávikið er svo mikið að tölur Frjálsar verslunar og dagblaða um tekjur hærri stjórnenda og stóreignafólks eru nær marklausar. blog.pressan.is/stefano Stefán Ólafsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.