Fréttablaðið - 30.07.2012, Page 31

Fréttablaðið - 30.07.2012, Page 31
| FÓLK | 3HEIMILI Allir ættu að kannast við Arne Jacobsen, danska arkitektinn og vöruhönnuðinn sem hannað hefur þekktustu stóla heims. Arne var gyðingur, fæddur árið 1902 í Kaupmannahöfn. Eftir mennta- skóla ætlaði hann sér að verða list- málari en faðir hans hvatti hann til þess að fara í Konunglega danska listaháskólann að læra arkitektúr. Í skólanum skaraði Arne fram úr og vann til nokkurra verðlauna á meðan hann var enn nemandi. Í seinni heimsstyrjöldinni neyddist Arne til þess að flýja Danmörku yfir til Svíþjóðar, þar sem hann var í felum í tvö ár og náði ekkert að hanna á meðan. Eftir það byrjaði Arne að blómstra. Hann hannaði SAS-hótelið í Kaupmannahöfn, danska þjóðarbankann (Danmarks Nationalbank) og margar fleiri byggingar. Þekktastur er hann þó fyrir hönnun sína á húsgögnum en hann hannaði einn frægasta stól veraldar, Eggið. Fleiri frægir stólar eftir hann eru Svanurinn, Sjöan og Gíraffinn. Sjöan er sá stóll sem flestar eftirlíkingar eru til af í öllum heiminum og segir það til um hvað 57 ára gömul hönnun Arne er tímalaus. HÖNNUN SEM STENST TÍMANS TÖNN TÍMALAUS HÖNNUN Arne Jacobsen er einn þekktasti hönnuður allra tíma. Stólarnir hans eru enn í dag frægustu stólar heimsins. ARNE JACOBSEN Einn virtasti arkitekt og hönnuður sem sögur fara af. ■ VINSÆLT Hortensíur hafa verið mikið í tísku undanfarið, jafnt í skreytingum sem til prýði heima við. Hortensíur eru sérstaklega vinsælar í brúð- kaupsskreytingar. Þær lifa utanhúss á sumrin. Hægt er að fá þær í mismun- andi litum en bláar og skær grænar hafa mest verið notaðar í skreyt- ingar. Hortensíur voru stofublóm á ís lenskum heimilum í áratugi. Á undanförnum árum hefur blómarækt í stofum minnkað verulega, en þess meira eru blómin höfð til skrauts á pallinum. Borð íslensk-ameríska hönnuðarins Chucks Mack verður aðalsmerki skrif-stofuhúsgagnalínu Design House Stock- holm fyrir heimili en fyrirtækið sérhæfir sig í norrænni samtímahönnun á húsgögnum, ljósum, fatnaði og borðbúnaði. Leiðir Chucks og Design House Stockholm lágu saman á DesignMatch, sem fer fram ár hvert í tengslun við HönnunarMars. Hönnun hans vakti athygli Anders Färdig, eiganda og forstjóra Design House Stockholm, og Piu Karlsson, framkvæmdastjóra vöruþróunar fyrirtækisins. „Ég hef alltaf tekið þátt í Design- Match en það er vettvangur sem reynist hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri vel. Forsvarsmönnum Design House Stokkholm leist vel á það sem ég var að gera og fannst það passa inn skrifstofuhúsgagnalínu fyrir- tækisins. Mér líkar hugmyndafræði þeirra vel og lít á þetta sem virkilega gott tækifæri,“ segir Chuck. Í haust hefst nánari vöruþróun en borðið kemur opinberlega á markað fyrri hluta árs 2014. Chuck heldur þó réttinum til að gera sérútgáfur á hönnuninni hér heima. Þetta er langt frá því að vera fyrsta rósin í hnappagat Chucks. Hann er hönnuður hins þekkta Giraffi-stóls og árið 2008 hlaut hann hin virtu Red Dot-verðlaun fyrir borðið Table 29. Chuck handsmíðar ætíð frumgerðir verka sinna og sömuleiðis húsgögn eftir pöntun. Samningur hans við Design House Stockholm þykir gott dæmi um ágæti DesignMatch. „Kaupstefna Hönnunarmiðstöðvar og Norræna hússins, DesignMatch, hefur á fáum árum sannað tilveru sína. Þetta módel sem við notum virðist vera nokkuð einstakt og bæði kaupendur og hönnuðir kunna vel við fyrirkomulagið. Þessi samningur er mjög gott dæmi um það og merkilegur fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir hve stórt og áhrifa- mikið Design House Stockholm er í raun,“ segir verkefnastjóri HönnunarMars Greipur Gíslason. ■ vera@365.is VERÐUR AÐALSMERKI SAMNINGUR Í HÖFN Íslensk-ameríski hönnuð- urinn Chuck Mack hefur undirritað samning við sænska fyrirtækið Design House Stockholm um framleiðslu á skrifborðinu Fákar. CHUCK MACK HANDSMÍÐAR ALLAR FRUMGERÐIR Hér má sjá handsmíðaða frum- gerð borðsins TÍSKUBLÓMIÐ Hortensíur eru vinsælar í brúkaup og heima við. Dolmio pastasósan er 100% náttúruleg. Hver krukka inniheldur 10 safaríka tómata og ítölsk krydd. Í Dolmio pastasósum eru engin aukaefni. Hvenær er þinn DOLMIO dagur? PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 2 8 7 7 EINSTAKT „Þetta módel sem við notum virðist vera nokkuð einstakt og bæði kaupendur og hönnuðir kunna vel við fyrirkomulagið.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.