Fréttablaðið - 30.07.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 30.07.2012, Síða 46
30. júlí 2012 MÁNUDAGUR30 „Ég lærði húsasmíði á sínum tíma og hef í raun aldrei titlað mig hönnuð – ég bara framkvæmi,“ segir Leifur Welding sem er í dag einn vinsælasti innanhús- hönnuður landsins. Leifur hefur komið að útlitshönnun um tuttugu veitingastaða á landinu og verður ekki uppiskroppa með verkefni í bráð. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og með námi vann ég hjá fyrir- tæki sem hét A. Karls- son. Ég vann í hús- gagnadeildinni sem seldi aðallega til veit- ingastaða og hótela. Viðskipta vinirnir spurðu mig ráða varðandi hitt og þetta og svo vatt þetta upp á sig og allt í einu var ég farinn að hanna heilu kaffihúsin,“ rifjar Leifur upp. Hann hóf síðar nám við Háskólann á Bifröst og á sama tíma stofnaði hann hönnunar- verslunina Saltfélagið ásamt öðrum. Hann seldi hlut sinn í versluninni árið 2007 og hefur síðan þá helgað sig hönnunar- starfinu. Inntur eftir því hvað þurfi til að veitingastaður virki segir Leifur staðina standa og falla með hug- myndinni á bak við þá. „Ég sest niður með eigendunum og saman vinnum við að grunnhug- mynd, svo er hannað utan um hana. Maður hannar í raun utan um reksturinn,“ út- skýrir Leifur og bætir við að umhverfi veitinga- staða skipti gesti nú næstum jafn miklu máli og maturinn sjálfur. Að hans sögn hefur mikil breyt- ing orðið á veitingarekstri hér á landi síðustu sjö árin og leggi fólk mikinn metnað í innviði staðanna. „Samkeppnin er orðin svo mikil og þess vegna verða menn að hafa staðina einstaka, bæði í mat og umhverfi.“ Þegar Leifur er að lokum spurður að því hvort hann verði aldrei uppiskroppa með hug- myndir er hann fljótur til svars: „Ég hef í það minnsta ekki orðið uppiskroppa ennþá,“ segir hann hlæjandi. „Ég lifi og hrærist í þessu og þetta er það skemmti- legasta sem ég geri. Ég reyni líka að ferðast mikið til að fá inn- blástur og til að safna upplifun- um.“ sara@frettabladid.is GOTT Á GRILLIÐ LEIFUR WELDING: ÉG HEF ALDREI TITLAÐ MIG HÖNNUÐ Útlitið skiptir nánast jafn miklu máli og maturinn VINSÆLL HÖNN- UÐUR Leifur Welding er einn vinsælasti innanhúshönn- uður landsins í dag. Hann hefur hannað útlit yfir fimmtán veitingastaða. Meðal þeirra staða sem Leifur hefur hannað eru Fiskfélagið, Sjávarkjallarinn, Grillmarkaðurinn, UNO, SushiSamba, Roadhouse, Lifandi markaður, Geysir Hauka- dal, Sushigryfjan, Kaffi Atlanta og hinn nýuppgerði Fjalaköttur. Hann hannaði einnig Steikhúsið við Tryggvagötu sem opnar bráðlega. VINSÆLIR STAÐIR SEM LEIFUR HANNAR Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fata- hönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistara- nám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Fursten- berg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjöl- miðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftíma- ritið Afflante birti umfjöll- un og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dag- skrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í mynda- tökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftar nemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,“ segir hún. - hþt Fetar í fótspor Alexanders McQueen „Mér finnst best að grilla heimatilbúna hamborgara. Ég set meðal annars jalapeno-ost, chilli-pipar og beikonkex í hakkið til að gera þá sterka og góða. Svo hef ég kartöflur í ofni með.“ Ólafur Halldór Ólafsson, ritstjóri tónlistar- síðunnar Straum.is. ANÍTA hefur vakið nokkra athygli fyrir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins og fengið inn- göngu í meistaranám skólans. Heilsueldhúsið Við berum út sögur af frægu fólki Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag „Það er mjög skemmtilegt að takast á við þá ábyrgð að vera fyrsta kona stjórnarinnar. Í flestum löndum eru kvikmynda- tökumenn karlkyns en með hverju árinu eykst fjöldi kvenna, það er kvikmyndatökukvenna, í þessu skemmtilega starfi,“ segir kvikmyndatöku konan Birgit Guð- jónsdóttir sem braut blað í sögu Sambands evrópskra kvikmynda- tökumanna í febrúar þegar hún var kjörin fyrst kvenna í stjórn félagsins frá upphafi. Sambandið ber heitið European Federation of Cinematographers og er skammstafað IMAGO. Birgit var kjörin fyrir BVK, félag kvik- myndatökumanna í Þýskalandi. Hún er einnig meðlimur IKS, félags íslenskra kvikmyndatöku- stjóra. Birgit fæddist á Íslandi og ólst hér upp til 7 ára aldurs. Þá fór hún á flakk en leitaði til Íslands á ung- lingsárunum. Fljótt fór hún aftur á vit ævintýranna sem leiddu til alþjóðlegra starfa við kvik- myndatöku. Nú hefur hún búið í rúman áratug í Berlín og kennir við helstu kvikmyndaskóla Þýska- lands. Hún hefur kvikmyndað bæði kvikmyndir og heimilda- mynd og unnið að stórmyndum á borð við Goodbye Lenin og The Bourne Supremacy. Þá kvik- myndaði hún nokkra þætti Lög- regluhundsins Rex og hlaut Gullna túlípanann á kvikmyndahátíðinni í Istanbúl í Tyrklandi í fyrra fyrir kvikmyndatöku á þarlendu kvik- myndinni Our Grand Depair. -hþt Fyrst kvenna í stjórn IMAGO KVIKMYNDATÖKUKONA Birgit hefur látið til sín taka á sviði kvikmyndatöku undan- farin ár og myndað fjölda kvikmynda og heimildamynda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.