Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 1
veðrið í dag
skattrannsóknarstjóra hafa snert.
Embættið telur að í stærstu
málunum hafi ekki verið greidd-
ur skattur af milljörðum króna.
„Þetta er frá því að vera tiltölulega
lágar fjárhæðir upp í milljarða. Í
flestum tilvikum er um að ræða
aðila sem hafa fjárhagslega burði
til að geyma fé í skattaskjólum og
stofna félög þar. Slíkt kostar tals-
vert,“ segir Bryndís.
Rannsókn er lokið í rúmlega
þrjátíu málum. Tæplega þrjátíu
önnur eru til rannsóknar og er
rannsókn sumra þeirra langt á veg
komin. Til viðbótar bíða tíu til tutt-
ugu mál rannsóknar.
Skattrannsóknarstjóri fær ekki
upplýsingar frá Lúxemborg en
Bryndís vonast til að það breytist
með viðbótum við tvísköttunar-
samninginn. Auk upplýsingaskorts
hefur skortur á starfsfólki einnig
tafið fyrir rannsókn. - ibs / sjá síðu 6
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
skoðun 16
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
veðrið í dag
4. september 2012
207. tölublað 12. árgangur
GOTT RÁÐ
Gott ráð til að fjölskyldan borði meira af græn-
meti og ávöxtum er að skera allt niður á bakka
og hafa á borðum. Gulrætur, agúrkur, blómkál
eða annað grænmeti og svo ýmsir niðursneiddir
ávextir. Hægt er að gera ídýfu úr hreinni jógúrt
og hunangi til að hafa með.
H elgu Haraldsdóttur hefur sjaldan á ævinni liðið jafn vel og henni líður nú eftir tveggja vikna dvöl í sumar á Heilsuhóteli Íslands. „Þetta var eins og besti happdrættisvin ifara þ
af því að hópurinn var svo virkur. Svo
fór ég í nudd sem var alveg dásamlegt
og fór á fyrirlestra og skemmtikvöldFyrirlestra i
FULL AF LÍFSORKUHEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Fyrir Helgu Haraldsdóttur var það eins og
fyrsti vinningur í happdrætti að dvelja á Heilsuhóteli Íslands í Reykjanesbæ.
KYNNTIST FÓLKIHelga er ánægð meðd öli
teg 4500 - saumlaus skál í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.880,-
Minimizerinn sívinsæli - nýkominn aftur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Verð: 44.950 kr.Blóðrásarörvun fyrir fætur
SKATTUR Yfir sjötíu skattaskjóls-
mál í tíu skattaskjólum hafa bor-
ist skattrannsóknarstjóra frá
hruni. Langflest málanna tengj-
ast Lúxemborg, að sögn Bryndís-
ar Kristjánsdóttur skattrannsókn-
arstjóra. „Það hefur mikið farið í
gegnum skattaskjólsfélög stofnuð
þar eða í gegnum bankana þar þótt
félögin tengist til dæmis Tortóla
eða öðrum skattaskjólum,“ segir
Bryndís.
Auk Lúxemborgar og Tortóla,
stærstu eyju Bresku Jómfrúareyja,
eru Panama, Mön, Jersey, Liecht-
enstein, Kýpur, Belís, Marshall-
eyjar og Delaware í Bandaríkjun-
um þau skattaskjól sem rannsóknir
Rannsaka tugi mála
varðandi skattaskjól
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft yfir 70 mál er tengjast skattaskjól-
um til rannsóknar frá hruni. Grunur um vangreiddan skatt af milljörðum
króna. Málin tengjast tíu skattaskjólum. Rannsókn lokið í rúmlega 30 málum.
Þetta
er frá
því að vera til-
tölulega lágar
fjárhæðir upp
í milljarða.
BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
RIGNINGARSUDDI Þessir bresku ferðamenn fengu svo sannarlega að finna fyrir íslensku rigning-
unni í gær. Spáð var snjókomu eða slyddu til fjalla í nótt en létta á til í dag. Mildast á veðrið að vera sunnan-
lands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING Leitinni að höfundi
Njálu er lokið að sögn Einars
Kárasonar rithöfundar. Hann
segir nánast hafið yfir vafa að
Sturla Þórðarson, sem er aðal-
persónan í Skáldi, lokabindi
þrílógíu hans um Sturlungaöld,
hafi varið síðustu æviárunum í
skriftir á þessari frægustu bók
Íslandssögunnar.
„Sturla skrifaði, eins og við
vitum, Íslendingasögu og þegar
að er gáð virðist Njálssaga
byggja á henni að miklu leyti,
vera nokkurs konar bókmennta-
leg aðlögun af þeirri bók,“ segir
Einar og færir fleiri rök fyrir
kenningunni um að Sturla sé
höfundur Njálu.
Fyrri bækurnar í þrílógíunni,
Óvinafagnaður og Ofsi, nutu
mikilla vinsælda og hlaut Einar
jafnframt Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2008 fyrir Ofsa. Nýja
bókin, Skáld, kemur á markað
um miðjan október.
- fsb / sjá síðu 34
Sturlungaaldarþrílógía Einars:
Höfundur Njálu
er aðalpersónan
Eitt, tvö, þrjú
og það varst þú...
Umhverfis Ísland
á 83 dögum
Pjetur Sigurðsson myndaði
Ísland í 3.500 feta hæð.
tímamót 26
Spá brúðkaupafjöld 7.9.13
Prestar eru þegar teknir að
bóka brúðkaup
7. september 2013.
popp 42
LÉTTIR TIL Í dag lægir og léttir
smám saman til, fyrst sunnan og
vestan til. Austanlands má búast
við strekkingi eða hvössum vindi
fram eftir degi, þar rignir í morguns-
árið en styttir upp er líður á daginn.
VEÐUR 4
9
9
6
5
9
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra minnist þess
ekki að Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra hafi óskað eftir sér-
stakri bókun í ríkis stjórn varðandi
fyrirvara sína gagnvart samnings-
markmiðum Íslendinga í viðræð-
um við Evrópusambandið (ESB).
Ögmundur segist hins vegar
hafa óskað eftir bókun. „Það
fór fram umræða við ríkis-
stjórnarborðið þar sem ég gagn-
rýndi samningsmarkmiðin og
setti skýra fyrirvara. Ég tók málið
síðan aftur upp í ríkisstjórn í ágúst
og óskaði eftir sérstakri bókun
þar,“ segir Ögmundur.
Össur segir vel skiljanlegt að
Ögmundur orði þetta með þess-
um hætti, hvað bókun varðar, því
ríkisstjórnarfundurinn hafi verið
hávaðasamur vegna deilna hans
og Ögmundar um þrennt; afnám
gjaldeyrishafta, gjaldeyrissam-
starf og upptöku evru.
„Ég minnist þess ekki að nokkur
hafi á þessum ríkisstjórnarfundi
bókað formlega fyrirvara, þrátt
fyrir þau sterku orð sem látin voru
falla,“ segir Össur. - kóp / sjá síðu 4
Utanríkisráðherra segir deilur hafa verið um samningsmarkmið en ekkert bókað:
Ósammála um hvort bókað var
DÝRALÍF Slökkviliðsmenn í
Cumbria á Englandi urðu harla
undrandi þegar þeim barst beiðni
um að bjarga kálfi niður úr tré.
Þar var kálfurinn engu að síður
þegar komið var á staðinn. Hann
hafði reyndar ekki klifrað upp,
heldur datt hann niður bratta
hlíð, hafnaði í trénu og komst
hvergi.
Björgunarstarfið tók fjórar
klukku-
stundir.
Byrja
þurfti á
að svæfa
kálfinn, en
síðan notuðu
slökkviliðs-
menn tæki sín til að
koma honum niður á jörðina.
Hann slapp að mestu ómeiddur,
en var óskaplega þreyttur eftir
þessa raun. - gb
Björgunarstarf á Englandi:
Kálfi bjargað
niður úr tréFormsatriði hjá FH
FH er svo gott sem búið
að tryggja sér Íslands-
meistaratitilinn í fótbolta.
sport 38