Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 4
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 03.09.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
214,2809
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,08 122,66
194,04 194,98
153,42 154,28
20,588 20,708
21,016 21,14
18,246 18,352
1,558 1,5672
185,79 186,89
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Sími: 580 5600 - plastprent.is
Til afgreiðslu strax
Sérfræðingar í umbúðalausnum
Lyftigeta: 2500 kg.
VANDAÐIR
STERKAR - EINFALDAR - ÞÆGILEGAR
Bretta-
strekkivélar
Pallettutjakkar
FRÉTTASKÝRING
Hvað þýða fyrirvarar innanríkisráð-
herra varðandi ESB?
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, þekkir engin
dæmi þess að ráðherrar tjái sig
um innihald fundargerða ríkis-
stjórna, líkt og Ögmundur Jónas-
son innanríkisráðherra hefur gert
undanfarið. Ögmundur hefur sagt
frá fyrirvörum sem hann gerði við
samningsmarkmið varðandi ESB.
Gunnar segir fundargerðir
ríkis stjórnar vera trúnaðarmál og
venjan sé að tjá sig ekki um það
sem í þeim er.
„Ég kannast bara ekki við dæmi
um svona lagað. Vandinn við að
segja frá því hvað er í fundargerð-
um ríkisstjórna er sá að það getur
enginn skoðað þær. Ég hugsa að
flestir ráðherrar myndu telja það
óeðlilegt að þeir færu að fjalla um
það opinberlega sem í fundargerð-
unum hugsanlega væri.“
Gunnar Helgi segir að í raun
geti Ögmundur sagt hvað sem er
um fyrirvarana, enginn geti flett
því upp í fundargerðunum nema
aðrir ráðherrar.
Ögmundur segir að hann hafi
gert fyrirvara við samningsmark-
miðin við ríkisstjórnarborðið í júlí.
„Ég tók málið aftur upp á ríkis-
stjórnarfundi í ágúst og óskaði
eftir sérstakri bókun.“
Gunnar Helgi segir að slík
bókun hafi í sjálfu sér lítið vægi
út á við. Hins vegar sé óheppilegt
að ráðherra bóki gegn stefnu ríkis-
stjórnarinnar.
„Í flestum löndum mundi það
Fáheyrt að ráðherra segi frá
fundargerðum ríkisstjórnar
Stjórnmálafræðingur segir að ráðherra sem út á við setur sig gegn stefnu ríkisstjórnar hefði sagt af sér í
öðrum löndum. Segir að bókanir einstakra ráðherra í fundargerðum hafi lítið gildi út fyrir stjórnina.
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
SKIPULAGSMÁL Stjórn Fáks blæs
nú til sóknar gegn fyrirhuguðum
breytingum á deiliskipulagi Heið-
merkur. „Þar eru hestamenn settir
til hliðar og ekki virt áratuga hefð
hestamanna um notkun svæðisins
til útivistar,“ segir stjórn Fáks í
ákalli til félagsmanna.
„Hestamenn eru útilokaðir frá
stórum hluta svæðisins í skipulag-
inu, eina heildstæða leiðin í núver-
andi drögum er um 20 kílómetr-
ar og því ljóst að skipulagsdrögin
eru ekki að mæta almennri notkun
hestamanna,“ útskýrir stjórnin sem
kveðst skora á alla sem eru ekki
sammála þessu deiliskipulagi að
mótmæla því hjá Reykjavíkurborg.
Sérstakt staðlað mótmælabréf er
hægt að nálgast á heimasíðu Fáks.
Auk þess hafa verið lagðir fram
undirskriftalistar í öllum hesta-
vörubúðum á höfuðborgarsvæðinu
og í Reiðhöllinni í Víðidal.
Málið var einnig tekið fyrir á
félagsfundi hjá Fáki sem harmaði
að ekki væri tekið tillit til ýtar-
legra athugasemda hestamanna.
„Útivistar hópum, sem nýta Heið-
mörk, er stórlega mismunað í þess-
um tillögum þar sem aðgengi hesta-
manna er verulega skert þrátt fyrir
áratuga hefð fyrir notkun svæðis-
ins til útivistar,“ sagði félagsfundur
Fáks. - gar
Félagsmenn í Fáki álykta og safna undirskriftum og liði gegn nýju skipulagi:
Ósáttir við breytingar í Heiðmörk
HESTAMENN Í VÍÐIDAL Fáksfélagar
segjast sendir út í jaðar útivistarsvæðis-
ins í Heiðmörk með nýju skipulagi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gunnar segir mjög sjaldgæft að ráðherrar lýsi opinberlega ágreiningi við
stefnu ríkisstjórna sinna og yfirleitt sé, í öðrum löndum, svo litið á að þá
skilji leiðir. Ráðherra sé ekki sætt í ríkisstjórn sem hann er í andstöðu við.
„Á Íslandi virðist hins vegar ríkja meira umburðarlyndi gagnvart þessu,
bæði almennt séð og reyndar alveg sérstaklega í þessari ríkisstjórn.“
Íslendingar umburðarlyndari
SAMÞYKKT 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi með 33 atkvæðum gegn 28 að sækja
um aðild að Evrópusambandinu. Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrirvara ein-
stakra ráðherra ekki hafa áhrif á þá umsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
gilda að ráðherra sem væri ekki
tilbúinn að styðja við stefnu ríkis-
stjórnarinnar ætti bara einn val-
kost; að segja af sér. Inn á við gæti
hann bókað einhver mótmæli, sem
væru fyrir söguna og ef einhver
einstök málaferli hefðu risið upp,
eitthvað sem varðaði hina lögform-
legu ábyrgð hans. Að öðru leyti er
erfitt að sjá hvaða gildi þetta ætti
að hafa.“
En hafa slíkir fyrirvarar þá
engin áhrif á stefnu stjórnarinnar
gagnvart ESB?
„Nei, ég get ekki séð það. Til að
breyta einhverju um slíkt hefði
þurft ríkisstjórnarsamþykkt fyrir
því.“ kolbeinn@frettabladid.is
DÝRALÍF Bandarísk yfirvöld ætla
að taka úlfa af lista yfir dýr í
útrýmingarhættu í ríkinu Wyom-
ing. Fyrir vikið verður leyfilegt
að skjóta úlfa á færi á flestum
svæðum í ríkinu.
Úlfarnir hafa verið á þessum
lista síðustu tuttugu ár. Dýra-
verndunarsinnar hafa mótmælt
ákvörðuninni. Eitt sinn voru
ríflega tvær milljónir gráúlfa
í Norður-Ameríku en þeim var
næstum útrýmt af veiðimönnum
á fjórða áratug síðustu aldar sem
seldu feldinn hæstbjóðendum. - fb
Úlfar ekki í útrýmingarhættu:
Mega skjóta
úlfa á færi
NOREGUR Ungur þingmaður í
Noregi er í vanda eftir að hann
viðurkenndi að hann hefði
neytt kannabisefna þar til fyrir
þremur vikum.
Thor Erik Forsberg situr á
þingi fyrir Verkamannaflokkinn.
Hann sagði í nýlegu viðtali að
hann hefði reykt kannabis vegna
lækningaáhrifa þess, hann hefði
notað það í stað þunglyndislyfja.
Hann hefði þjáðst af kvíða og átt
erfitt með svefn og hefði brotnað
niður í þingferð til Bandaríkj-
anna í febrúar. Nú gengi hann til
sálfræðings og hefði ekki notað
eiturlyf í þrjár vikur.
Ummælin hafa valdið því að
Forsberg var tekinn af lista
frambjóðenda Verkamanna-
flokksins fyrir næstu þing-
kosningar. Hann situr þó enn á
þinginu. - þeb
Viðurkenndi neyslu í viðtali:
Þingmaður í
kannabisvanda
DANMÖRK Ungliðahreyfing Rót-
tæka flokksins í Danmörku,
Radikal Ungdom, vill að tvíkvæni
eða fjölkvæni verði leyft.
Ditte Søndergaard, formaður
ungliðahreyfingarinnar, segir
að lögleiðing tvíkvænis hefði til
dæmis hjálpað íraska túlkinum
sem árið 2008 kom til Danmerkur
með tvær eiginkonur. Hann vildi
ekki skilja við aðra þeirra og varð
þess vegna að snúa aftur heim.
Ungliðahreyfing Venstre hefur
einnig mælt með fjölkvæni.
Á vef Kristilega Dagblaðsins
er haft eftir lagaprófessornum
Ingrid Lund-Andersen að óhugs-
andi sé að sett verði lög í Dan-
mörku sem heimili karli að eiga
fleiri en eina konu án þess að kona
geti átt fleiri en einn karl. - ibs
Tillaga danskra ungliða:
Fjölkvæni
í Danmörku
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
28°
23°
21°
25°
22°
21°
21°
27°
24°
24°
26°
31°
21°
26°
20°
19°Á MORGUN
5-13 m/s
Hvassast V-til.
FIMMTUDAGUR
5-10 m/s en
hvassara A-til.
9
10
9
8
6
7
5
9
9
10
2
4
3
4
5
7
11
12
13
7
10
7
10
6 5
7
912
10 11
13
7
SKIN OG SKÚRIR
Haustlægðirnar
halda áfram að
gleðja landsmenn
með vindi og vætu.
Í dag léttir smám
saman til á landinu
en á morgun kem-
ur önnur lægð upp
að landinu og þá
þykknar upp með
rigningu. Á fi mmtu-
daginn léttir síðan
til á nýjan leik er
líður á daginn.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður