Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 10
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
VIÐSKIPTI Arion banki segir fráleitt
að til sé listi yfir lífvænleg fyrir-
tæki sem bankinn hafi ákveðið
að taka af eigendum þeirra til að
laga ójöfnuð milli nýja bankans
og þrotabús gamla Kaupþings.
Jón Ásgeir Jóhannesson athafna-
maður hélt því fram í innsendri
grein í Fréttablaðinu á laugardag
að slíkur listi væri til. Áður hafði
Víglundur Þorsteinsson, fyrrver-
andi eigandi BM Vallár, haldið
hinu sama fram.
Í svari Haraldar Guðna Eiðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Arion
banka, við fyrirspurn Fréttablaðs-
ins um málið segir að eini list-
inn, sem til er, sé sá sem útbúinn
var við stofnun Arion banka árið
2008 og nær yfir fjörutíu stærstu
skuldunauta hans.
„Þessi fjörutíu fyrirtækjalán
voru allt frá því að vera mjög góð
lán, sem innheimtast að fullu, til
lána þar sem líkur á endurheimt-
um voru takmarkaðar. Hugsan-
lega er verið að vísa til þess lista.
En þessi fyrirtæki voru í engu
meðhöndluð með öðrum hætti en
önnur. [ … ]Í einhverjum tilvikum
var staða fyrirtækja með þeim
hætti að ekki var hjá því komist að
bankinn tæki félag yfir eða gengi
að sínum veðum. Að baki slík-
um ákvörðunum lá ávallt ýtarleg
greining á stöðu fyrirtækjanna og
lífvænleika þeirra.“
Jón Ásgeir og fjölskylda hans
voru einn eigenda 1998 ehf. sem
skuldaði Arion banka á sjötta tug
milljarða króna í árslok 2010. Eina
eign félagsins var 95,7 prósenta
eign í smásölurisanum Högum.
Arion banki ákvað að ganga ekki
að endurskipulagningartilboði
Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans
heldur ganga að veðum sínum
og selja Haga til nýrra eigenda.
Félagið var síðan skráð á markað
í desember 2011.
Ingibjörg Pálmadóttir, eigin-
kona Jóns Ásgeirs, er aðaleigandi
365 ehf. sem gefur út Fréttablaðið.
- þsj
Arion banki hafnar ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar:
Fráleitt að til sé „dauðalisti“
ARION BANKI Bæði Jón Ásgeir Jóhannesson og Víglundur Þorsteinsson fullyrða að
bankinn hafi útbúið svokallaðan dauðalista. Upplýsingafulltrúi bankans þvertekur
fyrir það. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
HÖFÐI Tvær sýningar eru í húsinu,
önnur um byggingu hússins og hin um
leiðtogafundinn 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
REYKJAVÍK Stefnt verður að því
að hafa Höfða opinn almenningi
næsta sumar, líkt og gert var nú
í sumar.
Höfði var opinn almenningi
milli 11 og 16 alla virka daga frá
5. júní og fram í síðustu viku.
Hægt var að skoða húsið frítt
en tekið hefur verið við frjáls-
um framlögum á staðnum. Tvær
sýningar eru í húsinu, önnur um
leiðtogafundinn 1986 og hin um
byggingu Höfða og sögu norskra
húsa á Íslandi.
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar fjallaði um
opnun hússins á fundi í síðustu
viku og segir opnun hússins hafa
gengið afar vel. - þeb
Höfði fyrir almenning:
Aftur opinn
næsta sumar
Hrafnistuvín enn í kerfinu
Tillaga Sjálfstæðisflokksins, sem
borgarráð samþykkti, um breytingu
á málsmeðferðarreglum borgarráðs
um veitingastaði og gististaði vegna
öldrunarheimila er nú til umsagnar
hjá lögfræði- og stjórnsýslu skipulags-
sviðs og verkefnisstjóra aðalskipulags.
Breytingunni er ætlað að gera kleift
að heimila vínveitingar á Hrafnistu.
SKIPULAGSMÁL
NEYTENDUR Netnotkun Íslendinga
á ferðalögum erlendis í gegnum
farsíma hefur aukist gríðarlega
á síðustu misserum.
Ódýrari þjónusta og mikil
fjölgun snjallsíma eru helstu afl-
vakar aukningarinnar en nýverið
varð mikil lækkun á verði á net-
þjónustu í símum á EES-svæð-
inu.
Netnotkun í símum íslenskra
viðskiptavina Símans á ferða-
lögum erlendis hefur ríflega
tvöfaldast á tveimur árum. Jókst
hún um 36 prósent á milli áranna
2010 og 2011 og svo aftur um 68
prósent á milli 2011 og ársins í
ár sé miðað við fyrstu sjö mán-
uði ársins.
Telja má líklegt að þessi þróun
haldi áfram á næstu mánuðum
því 1. júlí síðastliðinn tók gildi
ný reglugerð Evrópusambands-
ins um lækkun á reikiverði fyrir
gagnaflutning, símtöl og SMS
innan EES-svæðisins.
Mest var lækkunin á reiki-
verði gagnaflutninga sem nam
um fimmtíu prósentum.
Danskir fjölmiðlar hafa greint
frá því að netnotkun Dana á
ferðalögum um EES-svæðið hafi
aukist merkjanlega í kjölfar gild-
istöku reglugerðarinnar.
Ef marka má tölur frá Síman-
um og Vodafone á Íslandi hafa
íslenskir ferðalangar ekki brugð-
ist jafn skjótt við verðbreyt-
ingunum þar sem netnotkun í
símum Íslendinga á ferðalögum
erlendis jókst ekki merkjanlega í
mánuðinum miðað við mánuðinn
á undan. Langtímaþróunin er þó
skýr og hefur netnotkun í símum
Íslendinga erlendis einungis einu
sinni verið meiri en í júlí og var
það í mánuðinum á undan.
- mþl
Mun ódýrara að nota síma á ferðalögum um Evrópu en áður:
Farsímar meira notaðir í útlöndum
SNJALLSÍMI Sífellt meiri útbreiðsla
snjallsíma er ein helsta ástæða þess
að netnotkun í símum Íslendinga hefur
aukist mikið á síðustu misserum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SUÐUR-AFRÍKA Fjórir námuverkamenn í Suður-
Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti
bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra
er alvarlega særður.
Hinir særðu voru í hópi námuverkamanna,
sem reknir höfðu verið úr vinnu, en reyndu að
hindra aðra verkamenn í að mæta til starfa.
Þetta gerðist við námuna Aurora, sem er að
hluta í eigu náskyldra ættingja bæði Jacobs
Zuma, forseta landsins, og Nelsons Mandela,
fyrrverandi forseta.
Óróinn náði hámarki þann 16. ágúst þegar
34 námuverkamenn létust af völdum byssu-
skota frá lögreglumönnum við aðra námu
skammt frá bænum Marikana. Alls urðu 112
námuverkamenn fyrir skotum lögreglu þann
dag.
Lögreglan heldur því fram að hún hafi grip-
ið til skotvopna í sjálfsvarnarskyni, þar sem
námuverkamennirnir hafi fyrst skotið á lög-
regluna. Námuverkamennirnir voru vopnaðir
sveðjum og bareflum, en lögreglan segir að
nokkrar skammbyssur hafi einnig fundist á
vettvangi.
Hörð viðbrögð urðu fyrir helgi við því að
ríkissaksóknari ákvað að ákæra 270 námu-
verkamenn fyrir morð í tengslum við lát
mannanna 34 sem lögreglan skaut.
Um helgina sagðist saksóknarinn hafa fallið
frá morðákærum, en tók jafnframt fram að
hann teldi ekkert hafa verið óeðlilegt við þá
málsmeðferð.
Morðákærurnar voru byggðar á lögum frá
tímum aðskilnaðarstefnunnar, en fjöldamorð-
unum í Marikana hefur verið líkt við fjölda-
morðin í Sharpville í Suður-Afríku árið 1960
þegar hvítir lögreglumenn hófu skothríð á
þeldökka mótmælendur og 69 þeirra létu lífið.
Viðbrögð svarta meirihlutans í landinu urðu
hörð, en hvíti minnihlutinn setti í beinu fram-
haldi neyðarlög og hélt landinu í heljargreip-
um lögregluvalds næstu áratugina.
Búist er við því að ólgan í verkamönnum við
platínunámur landsins haldi áfram á meðan
kjör þeirra breytast ekkert. Þeir búa flestir í
afar lélegu húsnæði sem hróflað hefur verið
upp í kringum námurnar á meðan eigendur
þeirra græða á tá og fingri, enda hefur verð á
platínu margfaldast á síðustu árum.
Námuverkamennirnir saka bæði sín eigin
verkalýðsfélög og Afríska þjóðarráðið, sem
fer með völd í landinu, um linkind gagnvart
námueigendum.
Hinn umdeildi Julius Malema, fyrrverandi
leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðaráðs-
ins, hefur látið til sín taka í þessum deilum og
gagnrýnir fyrrverandi félaga sína harðlega.
Hann hefur ávarpað námuverkamenn og
hvatt þá til þess að gera platínunámur lands-
ins óstarfhæfar þangað til lausn hefur fengist
á málum þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fleiri námuverkamenn
urðu fyrir skotum lögreglu
Ekkert lát er á óróleikanum í námuverkamönnum í Suður-Afríku. Þeir krefjast betri kjara en mæta hörku
af hálfu bæði eigenda og lögreglu. Fjórir námuverkamenn særðust í gær við námu, sem er að hluta í eigu
náfrænda Zuma, forseta landsins. Frændi Nelsons Mandela er einnig á meðal eigenda námunnar.
JULIUS MALEMA Fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins hefur kvatt sér hljóðs í deilunum.
NORDICPHOTOS/AFP
MEÐ MÁLUÐ ANDLIT Þessir krakkar
tóku þátt í mótmælum gegn Pena
Nieto, sem dómstóll í Mexíkó hefur
nú staðfest að er réttkjörinn forseti.
NORDICPHOTOS/AFP