Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 22
22 4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnar- starfsins við Bandaríkin eftir brott- för varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnar- málum. Í kjölfar brottfarar varnar liðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norður löndin, og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megin tilgangur loftrýmis- gæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildar ríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalags- ins að halda. Að endingu er svo til- gangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrr- verandi utanríkisráðherra Nor- egs, utanríkisráðherrum Norður- landanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán til- lögur sem miða að því að efla nor- rænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stol- tenbergs er norrænt loftrýmiseftir- lit yfir Íslandi. Tillagan um samnor- rænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upp- hafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varð- andi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finn- lands, Carl Haglund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlut- laus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norð- lægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atl- antshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nán- ara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brott- hvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóð- um. Um það er rætt að sameina beri nýju framboðin til þess að þau nái frekar inn á þing. Vissulega þarf styrk til þess, en spurningin er um hvað þau ættu að sameinast og hvort það sé eina leiðin til þess að ná framförum? Ég hef lesið stefnuskrá þess- ara framboða. Án þess að fara út í smáatriði, þá sýnist mér að þar sé margt gott og fallegt, sem hægt er að vera sammála um. Gallinn er sá að yfirleitt er um almenn atriði að ræða, að leita skuli að hinu og þessu, að stefnt sé að o.s.frv. Sjaldnast er hins vegar nefnt eitthvað áþreifan- legt eða það útfært hvernig beri að ráða fram úr verkefnunum. Á þessu er ein undantekning, en það er Hægri grænir, flokkur fólksins, sem er með ýtarlegar og vel skilgreindar lausnir á vanda- málunum byggðar á hugsjónum frelsis, heiðarleika, lágra skatta og öflugs atvinnulífs. Einkum er þar um að ræða jarðbundið raunsæi og almenna skynsemi, sem auðvelt er að skilja og vilja. Afl án sundrungar Það er rétt að það þarf styrk kjós- enda til þess að ná fram stefnu- málum flokksins og ég hvet alla hugsandi menn, fólk eins og eldri borgara, þá sem eru í skulda- kreppu, atvinnulausir eða hafa flúið land og alla þá sem vilja og þrá réttlátara samfélag að fylkja sér um eitt stöðugt afl án sundrungar fjölframboðs margra ólíkra flokka með mismunandi hugsjónir og framagirni. Ef Hægri grænir, flokkur fólksins, nær þeim styrk sem til þarf þá mun ekki bara eitthvað gerast heldur munu þá aðgerðir í þágu fólksins hefjast. Nú er til kynningar hjá Reykja-víkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. sept- ember nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félags- menn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgar- svæðinu eru einnig margir reið- skólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuð- borgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélag- anna í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæði undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hesta- mannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reið höllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reið túrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reið- leiðir séu fyrir hendi og eðli máls- ins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkur- svæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipu- lagstillögunni en í henni er ekk- ert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem ára- tuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhuga- mál. Reiðgötur eru úti- vistar- og íþróttavett- vangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipu- lagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstil- laga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hesta- mannafélagið Fákur, reiðveganefnd Lands- sambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hesta- menn eru samkvæmt tillögunni úti- lokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hesta- manna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkur- borgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um til- löguna eða önnur samskipti höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hesta- mannafélagið Fákur hélt nýlega var fundar- mönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harð- orð ályktun gegn deili- skipulagstillögunni og breytinga krafist. Lík- legt er að önnur hesta- mannafélög á höfuð- borgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félags- svæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkur- svæðinu. Það munu einn- ig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því til- lagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skiln- ingur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýt- ingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hags- munaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt? Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Þess er krafist að fundað verði með hesta- mönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing … Ef Hægri grænir, flokkur fólksins, nær þeim styrk sem til þarf þá mun ekki bara eitthvað gerast heldur munu þá aðgerðir í þágu fólksins hefjast. Hestamenn hunsaðir Aukið öryggi á norðlægum slóðum Sameining nýju framboðanna? Skipulagsmál Brynjar Kvaran lögfræðingur og hestamaður Stjórnmál Kjartan Örn Kjartansson fullveldissinni og stuðn- ings maður lausna og almennrar skynsemi Varnarmál Gunnar Alexander Ólafsson stjórnmálafræðingur Elvar Örn Arason stjórnmálafræðingur REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR INTEL PENTIUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.