Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 23
GOTT RÁÐ Gott ráð til að fjölskyldan borði meira af græn- meti og ávöxtum er að skera allt niður á bakka og hafa á borðum. Gulrætur, agúrkur, blómkál eða annað grænmeti og svo ýmsir niðursneiddir ávextir. Hægt er að gera ídýfu úr hreinni jógúrt og hunangi til að hafa með. Helgu Haraldsdóttur hefur sjaldan á ævinni liðið jafn vel og henni líður nú eftir tveggja vikna dvöl í sumar á Heilsuhóteli Íslands. „Þetta var eins og besti happdrættisvinningur að fara þangað. Dvölin var hreint út sagt yndisleg. Starfsfólkið, húsið og herberg- in, þetta var frábært. Allt við staðinn lét mér finnast ég vera velkomin.“ Hópurinn sem dvaldi á hótelinu á sama tíma og Helga náði sérstaklega vel saman. Hann hefur haldið sambandi eftir dvölina og ætlar að fara saman í gönguferðir. Í kjölfar dvalarinnar á Heilsuhótelinu gistu tvær norskar kon- ur hjá Helgu. „Þær voru í vandræðum með gistingu þannig að ég bauð þeim bara að vera hjá mér og við áttum góðar stundir saman hér heima,“ segir Helga og hlær. Á Heilsuhótelinu kynntist Helga nýju mataræði sem hún hefur haldið eftir að hún kom heim. „Ég tók út hvítan sykur og hvítt hveiti. Kílóin fuku af mér og hafa haldið áfram að fara eftir dvölina. Mataræðið er hreinsandi og löngun í bæði kaffi og sætindi hefur alveg horfið. Við fórum út að ganga á hverjum degi og yfirleitt tvisvar á dag. Hreyfingin var skemmtun en ekki kvöð af því að hópurinn var svo virkur. Svo fór ég í nudd sem var alveg dásamlegt og fór á fyrirlestra og skemmtikvöld. Fyrirlestrarnir þarna skiluðu mjög miklu og voru gagnlegir og fróðlegir. Það sem stendur hins vegar upp úr hjá mér er saltskrúbburinn sem ég fór í á Heilsulindinni á hótelinu. Ég varð alveg ný manneskja eftir hann.“ „Ég setti mér ákveðin markmið á hótelinu sem ég ætlaði að ná fyrir desemberbyrjun en ég er búin að ná þeim nú þegar þannig að ég er alveg í skýjunum með dvölina á hótelinu. Ég er endurnærð bæði á sál og líkama. Full af nýrri lífsorku og glöð í hjarta og ætla svo sannarlega að fara aftur á Heilsuhótelið.“ FULL AF LÍFSORKU HEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Fyrir Helgu Haraldsdóttur var það eins og fyrsti vinningur í happdrætti að dvelja á Heilsuhóteli Íslands í Reykjanesbæ. Næstu námskeið 7.-21. september 5.-19. október Upplýsingar í síma 5128040 www.heilsuhotel.is TVEGGJA VIKNA MEÐFERÐ Dagskrá Heilsuhótelsins er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, hreyfingu, nuddi, gufuböðum, hvíld og slökun. KYNNTIST FÓLKI Helga er ánægð með dvölina á Heilsuhóteli Íslands. Þar kynntist hún hópi fólks sem ætlar að fara í göngur saman. MYND/GVA teg 4500 - saumlaus skál í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.880,- Minimizerinn sívinsæli - nýkominn aftur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 1 –1 . Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fætur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.