Fréttablaðið - 04.09.2012, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 4. september 2012 23
www.buslodageymsla.is
Búslóðageymsla Olivers 150 kr. á dag
hvert bretti. Starfað í yfir 25 ár. S. 567
4046 & 892 0808.
Geymsluhúsnæðið
Auðnum II, 190 Vogar.
Tjaldvagnar, fellihýsi, bílar, bátar,
mótorhjól ofl. Uppl. í s. 864 3176.
Geymslur.com
Frá kr. 3990 hjá Ikea í Garðabæ og
Fiskislóð í Reykjavík. S. 555 3464
ATVINNA
Atvinna í boði
Bæjarbakarí í Hafnarfirði óskar
eftir að ráða fólk í fullt starf í
afgreiðslu. Íslenskukunnátta skilyrði.
Umsóknareyðublöð á bakari.is Uppl. í
s. 555 0480, Sigurður.
Wilson’s pizza leitar af
starfsfólki í eftirfarandi
stöður.
Pizzabakara - Sendla. Um er
að ræða hentugan vinnutíma í
fullt/hlutastarf. 20 ára og eldri.
Góð laun fyrir rétta fólkið.
Umsóknir sendist á
atvinna@wilsons.is
Leita að fjölskyldum og einstaklingum
á öllum aldri í auglýsingu. Áhugasamir
vinsamlegast sendið nafn, aldur,
símanúmer og mynd á snjocast@gmail.
com
Hagabakarí - Hagamel
Óskum eftir að ráða starfskraft
til afgreiðslustarfa. Um er að ræða
vaktavinnu. Uppl. í s. 897 8101 eða
868 6102.
Beitingafólk vantar á sunnanverðum
Vestfjörðum í haust/ vetur. Nánari uppl.
í s. 845 3480.
Óskum eftir starfsmanni í fullt starf í
sal. 18 ára aldurstakmark. Áhugasamir
sendið ferilskrá á rubytuesdayice@
gmail.com Ruby Tuesday Höfðabakka
& Skipholti.
TILKYNNINGAR
Einkamál
Norræna Atlantssamstarfið (NORA)
vill efla samstarf á Norður-Atlants-
svæðinu.
Ein leiðanna að þessu markmiði er
veiting styrkja tvisvar á ári til sam-
starfs verkefna með þátttöku að lág-
marki tveggja af fjórum aðildar löndum
NORA (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum
og sjávar byggðum Noregs).
NORA óskar því eftir verkefnahug-
myndum og styrkumsóknum með um-
sóknarfrest þann 1. október 2012.
NORA hefur nú kynnt nýja fimm
ára skipulagsáætlun sem finna má á
heima síðunni, www.nora.fo, þar sem
bent er á meginviðfangsefni á svæðinu
og hvar áherslur liggja varðandi verk-
efnastuðning á tímabilinu 2012–2016:
– Að styrkja sterku hliðarnar enn
frekar með stuðningi við sjálfbæra
þróun efnahagslega mikilvægustu at-
vinnugreina svæðisins. Það verður gert
með því að styrkja nýsköpunarverk-
efni á sviði sjávarútvegs og auðlinda
hafsins. Það geta til að mynda verið
verkefni sem snerta aukaafurðir og
vannýttar auðlindir.
– Að skapa ný tækifæri og efla fjöl-
breytni svæðisbundinna hagkerfa með
því að styðja þróun nýrra atvinnutæki-
færa, framleiðslu, framleiðsluaðferða
og markaðssetningar, t.d. verkefni í
ferðaþjónustu, landbúnaði eða verkefni
sem varða endurnýjanlegra orkugjafa.
– Að sigrast á fjarlægðum, sem
er eitt stærsta viðfangsefni á NORA-
svæðinu og því verður mætt með því
að styrkja verkefni á sviði fjarskipta,
samgangna og flutninga og athafna-
miðaðra greininga. Verkefnin geta t.d.
varðað þróun upplýsingatækni sem
henta sérstökum aðstæðum á Norður-
Atlantssvæðinu eða eru til þess fallin
að fjölga störfum í fámennum byggðar-
lögum eða á jaðarsvæðum.
Auk þessa hefur NORA áhuga á að efla
samstarf við nágranna norðurslóða
til vesturs. Þess vegna vill NORA
gjarnan styrkja verkefni þar sem um
samstarf NORA-landanna við Kanada
og skosku eyjarnar er að ræða.
NORA veitir styrki að hámarki 500.000
danskar krónur á ári og mest til þriggja
ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k.
tveimur NORA-löndum.
Á heimasíðu NORA, www.nora.fo er
að finna leiðbeiningar um umsóknar-
ferilinn undir valtakkanum „Guide til
projektstøtte“. Þá er umsækjendum
velkomið að leita til skrifstofu NORA
um nánari upplýsingar og ráðgjöf.
Tengiliður á Íslandi er:
Sigríður K. Þorgrímsdóttir
Byggðastofnun
S. 455 5400
Sigga@byggdastofnun.is
Umsóknareyðublaðið er að finna á
heimasíðu NORA og senda á umsókn-
ina rafrænt (á word-formi) til NORA og
sömuleiðis útprentaða og undirritaða
umsókn með pósti. Fylgigögn, eins og
verklýsing og annað ítarefni, sendist
rafrænt (á word, excel eða pdf-formi).
NORA styrkir
samstarf á Norður-
Atlants svæðinu
VER
K EFN
AST
UÐN
INGU
R
Nordisk Atlantsamarbejde
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um
verkefni sem hvetja til virkni atvinnuleitenda sem fá
fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Velferðarsviði.
Verkefnin sem sótt er um styrk til þurfa að vera
hvetjandi og þau þurfa að styrkja, virkja og efla
hæfni þátttakenda til að takast á við breyttar
aðstæður á vinnumarkaði.
Umsóknarfrestur er til 30. september 2012.
• Við úthlutun fjármagns er tekið mið af því að
verkefnin nýtist sem flestum, að þau séu fjölbreytt
og leiði til aukinnar velferðar.
• Skilyrði fyrir styrkveitingu er að námskeiðin/
úrræðin sem samþykkt verða standi til boða þvert
á þjónustumiðstöðvar.
• Námskeiðin/úrræðin skulu haldin á dagvinnutíma
Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/virkniverkefni
Styrkir til verkefna sem hvetja til
virkni atvinnuleitenda
www.rumfatalagerinn.is
AÐSTOÐARVERSLUNARSTJÓR I
Rúmfatalagerinn óskar eftir aðstoðarverslunarstjóra í fullt starf.
Mikil vinna í boði á líflegum og skemmtilegum vinnustað.
Miklir möguleikar á að vaxa í starfi.
Umsóknir sendist á rfl@rfl.is eða á Rúmfatalagerinn, Blikastaðavegi 2,
112 Reykjavík merkt „Atvinna“. Umsóknarfrestur er til 08.09.12
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Hæfniskröfur:
• Metnaður og áhugi
• Samviskusemi
• Stundvísi
• Þjónustulund
• Sjálfstæður í starfi
• Heiðarleiki
Verksvið:
• Pöntun á vörum
• Sala á vörum
• Framsetning á vörum
• Almenn verslunarstörf
• Stjórnun og skipulagning
• Önnur tilfallandi verkefni
Atvinna
Styrkir
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS