Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 29
Hringir þetta
einhverjum
bjöllum?
Spennandi húsnæði til sölu eða leigu
Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð
Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997
og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega
rammbyggt, hefur eins metra þykka
steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru
til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og
slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar
því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti,
hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg.
Skotheld bygging
Húsnæði með 100 íbúðum er til sölu eða
leigu. Húsið er 3.359 m2 á þremur hæðum.
Það var byggt árið 1976 og er í mjög góðu
ástandi. Baðherbergi og eldhús er í öllum
íbúðum og húsnæðið gæti því hentað
vel undir stúdentagarða, lýðheilsuskóla,
ráðstefnur o.fl. Húsið er staðsett í heilsu-
þorpinu á Ásbrú.
Lýðháskóli
Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver
í flugskýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher.
Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi,
með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage)
þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er
þjónustuaðstaða með búningsherbergjum,
skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin
Reykjavík Whale Watching Massacre var
meðal annars tekin upp í verinu.
Atlantic Studios
Kirkjubyggingin á Ásbrú er nú til sölu eða leigu. Kapella ljóssins þjónaði áður varnarliðinu og var síðar nýtt
sem skólabygging Keilis. Kirkjubyggingin er 981 m2 og var byggð árið 1985. Töluverðar breytingar voru
gerðar á húsnæðinu árið 2007 og var rafmagn m.a. endurnýjað. Húsnæðið getur hentað undir margvíslega
starfsemi, s.s. skrifstofur, veitingastað, gallerí, samkomuhús o.fl.
Hið sögufræga Andrews-leikhús er til sölu
eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningar-
salur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið
2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er
100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er
til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar
undir leik- eða kvikmyndasýningar, tónleika
eða ráðstefnur.
Andrews-leikhúsið
Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til
sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir
á www.asbru.is/fasteignir.
Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er
um breytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.
Á Ásbrú er stór háskólagarður,
spenn andi nám í boði hjá Keili,
kvik myndaver, heilsuþorp í
fararbroddi heilsu ferða mennsku,
tækniþorp þar sem alþjóðlegt
gagnaver er að rísa og fjöldi
áhugaverðra sprota fyrirtækja.
Mikil upp bygg ing er á svæðinu
og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla,
verslun og veitingastað.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-S
ÍA
Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar