Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 42
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR38 sport@frettabladid.is WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON var í gær rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Leiknis. Willum tók við Leiknisliðinu fyrir sumarið og var mikils vænst af hans störfum enda Willum afar sigursæll þjálfari. Leiknisliðinu hefur þó ekki gengið vel undir hans stjórn og er í fallsæti eftir 19 leiki og fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. 1-0 Atli Guðnason (70.), 2-0 Magnús Þór Magnússon, sjm (75.), 3-0 Viktor Örn Guð- mundsson (88.). Skot (á mark): 13-5 (6-1) Varin skot: Gunnleifur 1 - Ómar 2. FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Guðjón Árni Antoníusson 6, Guðmann Þórisson 7, Freyr Bjarnason 7, Danny Justin Thomas 6 (65., Viktor Örn Guðmundsson 8*) - Bjarki Bergmann Gunn- laugsson 5, Einar Karl Ingvarsson 6 (65., Kristján Gauti Emilsson 6), Björn Daníel Sverrisson 6 - Hólmar Örn Rúnarsson 5, Atli Guðnason 7, Albert Brynjar Ingason 4 (86., Kristján Flóki Finn- bogason -). KEFLAVÍK (4-5-1): Kefl avík (4-5-1): Ómar Jó- hannsson 5 - Sigurbergur Elísson 4 (86., Bojan Stefán Ljubicic -), Magnús Þór Magnússon 5, Haraldur Freyr Guðmundsson 4, Jóhann Ragnar Benediktsson 5 - Einar Orri Einarsson 6, Denis Selimovic 4, Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (79., Rafn Markús Vilbergsson -), Frans Elvarsson 6, Jóhann Birnir Guðmundsson 4 - Guðmundur Steinarsson 5 (46., Hörður Sveinsson 3). * MAÐUR LEIKSINS Kaplakrikav., áhorf.: 1.030 Vilhjálmur A. Þórarins. (6) 3-0 0-1 Arnar Már Björgvinsson (11.), 0-2 Krist- inn Jónsson (25.), 0-3 Tómas Óli Garðarsson (32.), 0-4 Rafn Andri Haraldsson (34.), 1-4 Óli Baldur Bjarnason (56.), 2-4 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (90.) Skot (á mark): 8-14 (2-8) Varin skot: Óskar 4 - Ingvar 0. GRINDAVÍK (4-4-2): Óskar Pétursson 5 - Ray Ant- hony Jónsson 3, Loic Mbang Ondo 3, Ólafur Örn Bjarnason 4, Matthías Örn Friðriksson 3 - Scott Mckenna Ramsay 4 (73. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6), Marki Valdimar Stefánsson 4, Iain James Willi- amsson 5, Óli Baldur Bjarnason 5 (73. Magnús Björgvinsson 5) - Pape Mamadou Faye 4(87. Daníel Leó Grétarsson -), Tomi Ameobi 4. BREIÐABLIK (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 - Gísli Páll Helgason 6, Sverrir Ingi Ingason 6, Renee Troost 6, Kristinn Jónsson 8* - Andri Rafn Yeoman 7 (70. Sindri Snær Magnússon 5), Finnur Orri Margeirs- son 7, Rafn Andri Haraldsson 8 - Tómas Óli Garðarsson 7 (62. Haukur Baldvinsson 5), Arnar Már Björgvinsson 7(85. Adam Örn Arnarson -), Nicklas Rohde 7 * MAÐUR LEIKSINS Grindavíkurv., áhorf.: 243 Valgeir Valgeirsson (7) 2-4 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (45.+1), 2-0 Kristinn Ingi Halldórsson (58.), 3-0 Sam Tillen (62.), 4-0 Almarr Ormarsson (68.). Skot (á mark): 9-3 (7-1) Varin skot: Ögmundur 1 - Bjarni 2. FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 7 - Alan Lowing 6, Kristján Hauksson 7, Hlynur Atli Magn- ússon 6, Daði Guðmundsson 7 (83. Hólmbert Aron Friðjónsson-) - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 (62. Jón Gunnar Eysteinsson 5), Halldór Hermann Jónsson 6, Samuel Hewson 6 - Almarr Ormarsson 7 (69. Sveinbjörn Jónasson 5), Sam Tillen 5, Krist- inn Ingi Halldórsson 8*. FYLKIR (4-3-3): B Bjarni Þórður Halldórsson 4 - Magnús Þórir Matthíasson 5 (69. Emil Ásmunds- son 5), David Elebert 4 (76. Þórir Hannesson -), Davíð Þór Ásbjörnsson 5, Ásgeir Eyþórsson 5 - Ás- geir Börkur Ásgeirsson 4, Finnur Ólafsson 6, Árni Freyr Guðnason 6 - Ingimundur Níels Óskarsson 4, Elís Rafn Björnsson 5 - Björgólfur Hideaki Take- fusa 4 (69. Styrmir Erlendsson 5). * MAÐUR LEIKSINS Laugardalsv., áhorf.: 627 Guðmundur Guðmunds. (7) 4-0 STAÐAN: FH 18 13 2 3 43-17 41 KR 18 9 4 5 32-23 31 Stjarnan 18 7 8 3 37-31 31 ÍBV 18 8 4 6 28-16 28 ÍA 18 8 4 6 27-31 28 Breiðablik 18 7 5 6 22-24 26 Valur 18 8 0 10 28-27 24 Keflavík 18 7 3 8 27-30 24 Fylkir 18 6 5 7 22-34 23 Fram 18 6 2 10 27-29 20 Selfoss 18 5 3 10 25-34 18 Grindavík 18 2 4 12 25-47 10 NÆSTU LEIKIR: Sun. 16. sep: ÍBV - Grindavík Sun. 16. sep: ÍA - Valur Sun. 16. sep: Keflavík - Fram Sun. 16. sep: Fylkir - Selfoss Sun. 16. sep: KR - Breiðablik Sun. 16. sep: Stjarnan - FH PEPSI-DEILDIN FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við stærsta félag Danmerkur, FCK. Hjá félaginu hittir Rúrik fyrir tvo félaga sína í landsliðinu, þá Sölva Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson. Þetta er mikil viður- kenning fyrir Rúrik enda hefur þetta félag haft talsverða yfir- burði í danska boltanum undan- farin ár. Aðeins degi fyrir söluna frá OB bjargaði Rúrik liði OB með stigi í leik gegn FCK. Hann skoraði þá lokamark leiksins í 2-2 jafntefli. Það var hans kveðjugjöf til OB. „Þetta er rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef alltaf stefnt að því að bæta mig á hverju ári. FCK er félag sem allir vilja spila fyrir hér í landi. Ég er stoltur og ánægður með að vera orðinn leik- maður félagsins,“ segir Rúrik á heimasíðu FCK. „Ég er líka þakklátur OB fyrir að virða mínar óskir og leyfa mér að komast til FCK. Ég vænti þess að FCK keppi um alla titla á hverju ári og ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að félagið verði sigursælt.“ Rúrik hélt síðan heim til Íslands en hann er að sjálf- sögðu í leikmannahópi Íslands sem mætir Noregi á föstudag og Kýpur á þriðjudag. Það verða fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM 2014 og fyrstu alvöruleikir liðsins undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. - hbg Rúrik söðlaði um í gær: Keyptur til stórliðs FCK RÚRIK Er orðinn leikmaður stærsta félags Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI FH náði tíu stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-0 sigri á Keflavík á heimavelli sínum í gær. Öll mörkin komu á tuttugu síðustu mínútunum en Keflavík var manni færri í rúman hálftíma. FH fékk mýmörg færi í leiknum en átti í stökustu vandræðum upp við markið allt þar til Viktor Örn Guðmundsson kom inn á þegar 25. mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var basl í byrjun en þetta kom þegar kallinn kom inn á,“ sagði glettinn Viktor Örn í leikslok. „Heimir sagði mér að koma inn og breyta gangi leiksins. Ég náði að leggja upp mark og skora gull- fallegt mark líka,“ sagði Viktor og ýkir töluvert því Ómar Jóhannsson missti boltann undir sig í marki Viktors. „Hann missti hann bara enda vel blautt. Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega þegar þú ert bakvörður.“ FH er komið í mjög vænlega stöðu á toppi deildarinnar. Liðið er með tíu stiga forskot á KR þegar fjórir leikir eru eftir og þurfa því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Þetta er ekki komið, við megum ekki segja það, en við erum komn- ir í mjög góða stöðu með þessum sigri. Við missum þetta ekki niður.“ „Við höfum átt í erfiðleikum með að klára færin í sumar en stíflan brást þegar ég kom inn á,“ sagði Viktor sposkur. Þrátt fyrir að það hefði verið markalaust þegar Jóhann Birn- ir Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald á 57. mínútu þá hafði FH haft tögl og hagldir í leiknum og fengið mörg færi. Einum færri áttu Keflvíkingar aldrei möguleika og þá sérstaklega eftir að Heimir gerði tvöfalda breytingu á liði sínu og Viktor sendi á kollinn á Atla Guðnasyni sem skoraði 10. mark sitt á tímabilinu. Jóhann Birnir var allt annað en sáttur við rauða spjaldið og benti þrálátlega á Guðjón Árna Antoníus- son sem féll í jörðina þegar fyrrum félögunum í Keflavík lenti saman. Jóhann fékk sitt annað gula spjald fyrir hrindinguna og vildi lítið segja um atvikið. „Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann er jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður,“ sagði reiður Jóhann og var ekki hættur. „Hann byrjaði á að skalla mig og ég er greinilega ekki jafn óheiðar- legur og hann, henda mér niður eins og einhver pussudúkka. Ég átta mig engan veginn á þessu. Ég efast um að ég bjóði honum í afmælið mitt,“ sagði Jóhann um fyrrum samherja sinn. „Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði FH. Við áttum erfitt upp- dráttar, sérstaklega í fyrri hálfleik en það var 0-0 og við vorum enn þá inni í þessu,“ sagði Jóhann. Útlitið dökkt hjá Grindavík Fátt annað en fall virðist blasa við Grindvíkingum eftir stórtap á heimavelli gegn Blikum í gær. Blik- ar gerðu út um leikinn á rúmum hálftíma með fjórum mörkum en Blikar hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni. „Það liggur fyrir eftir þennan leik að líkurnar á því að Grinda- vík verði áfram í Pepsi-deildinni fara minnkandi. Síðustu töp hafa verið slæm og útlitið er vægast sagt dökkt,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari Grindavíkur, þungur á brún. „Ef menn hafa ekki trú á því að þeir geti unnið þá munu þeir ekki vinna neina leiki. Það er alveg ljóst.“ - gmi, shf Bikarinn á leið í Fjörðinn FH er komið með tíu stiga forskot í Pepsi-deild karla og þarf klúður aldarinnar til að liðið verði ekki Íslandsmeistari enda aðeins fjórir leikir eftir af deildinni. Að sama skapi blasir ekkert annað en fall við Grindavík eftir enn eitt tapið. TILÞRIF FH-ingurinn Björn Daníel og Keflvíkingurinn Einar Orri eru hér í harðri baráttu í Krikanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Framarar unnu frábær- an sigur á Fylki, 4-0, á Laugar- dalsvellinum í Pepsi-deild karla í gærkvöldi en sigurinn verður að teljast einn sá allra mikilvægasti fyrir Safamýrapilta á tímabilinu. Liðið kom sér úr fallsætinu með sigrinum. Kristinn Ingi Halldórs- son fór á kostum í Fram-liðinu og var maðurinn á bak við sigurinn. Framarar léku frábærlega í síð- ari hálfleiknum og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Fylkismenn misstu Ásgeir Börk Ásgeirsson út af með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiksins og það hafði vissulega mikið að segja. Ásgeir Börkur sló til Almarrs Ormarssonar og fékk réttilega beint rautt spjald. „Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálf- ari Fram, eftir sigurinn í gær. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við náum að halda góðu tempói og leikur okkar hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Hlut- irnir voru að detta með okkur í kvöld og það gerist ekki á hverj- um degi. Þetta er hvergi nærri komið hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram okkar striki og ná í eins mörg stig og við getum.“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var daufur. „Ég er miður mín eftir þennan leik og með það hvernig mínir menn léku í kvöld,“ sagði Ásmundur. „Við vorum virki- lega slakir í kvöld og áttum ekk- ert skilið út úr þessum leik. Liðið var á eftir Fram í öllum aðgerðum og frammistaða okkar í kvöld var hrein hörmung. Það vantaði alla grimmd í mitt lið í kvöld og við leyfðum þeim að spila sinn leik alveg frá fyrstu mínútu. Núna verðum við að skoða okkar mál og það blasir bara við okkur hörð botnbarátta.“ - sáp Framarar eru komnir úr fallsæti eftir stórsigur á Fylkismönnum á Laugardalsvelli í gær: Fylkismenn réðu ekkert við Kristin Inga ERUÐ ÞIÐ EKKI Í SAMA LIÐI? Fylkismenn bítast um boltann í Dalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.