Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
SKIPULAGSMÁL Dagsektir eru nú
lagðar á sex hús í Reykjavík sam-
kvæmt yfirliti sem byggingar-
fulltrúinn í Reykjavík gerði fyrir
skipulagsráð borgarinnar og var
kynnt ráðinu á fundi á mánudag.
Ákvörðun hefur verið tekin um
beitingu dagsekta vegna þriggja
húsa til viðbótar.
Dagsektirnar nema í dag tæp-
lega 32 milljónum króna, sam-
kvæmt útreikningi Fréttablaðsins
miðað við upplýsingar úr yfirliti
byggingarfulltrúans.
Páll Hjaltason, formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkur, segir dag-
sektafyrirkomulagið hafa skilað
tilætluðum árangri, þrátt fyrir að
borgaryfirvöld hafi ekki gengið
hart fram við innheimtu skulda.
Hann tekur undir það að tölurnar
séu háar og heildar talan hafi
komið á óvart. Það sé hins vegar
einfaldlega vegna þess að ástandið
sé verra en það hefur löngum
verið.
Páll segir að umburðarlyndi
gagnvart húseignum í niðurníðslu
hafi verið ríkjandi eftir hrun, eðli-
lega. Hin hliðin á peningnum séu
almannahagsmunir; niðurnídd hús
skemmi út frá sér og geti einfald-
lega verið hættuleg, eins og dæmin
sanni.
Eitt húsanna sem um ræðir er
gamla borgarbókasafnið, Esjuberg,
sem stendur við Þingholtsstræti
29a. Félagið Inn fjárfesting, sem
er í eigu Ingunnar Wernersdóttur,
á húsið og lóðina. Framkvæmdir
þar hafa legið niðri í nokkur ár og
var því ákveðið að leggja á dag-
sektir sem nú nema rúmum átta
milljónum króna. Ingunn, lögfræð-
ingur hennar og byggingarstjóri
framkvæmdanna funduðu í ágúst
síðastliðnum með byggingarfull-
trúa borgarinnar og kom þar fram
að framkvæmdir ættu að hefjast á
ný á næstunni. Lögð verður fram
tímaáætlun um framkvæmdirnar
og verða dagsektirnar látnar falla
niður þegar framkvæmdum lýkur.
Næstmestu sektirnar hafa verið
lagðar á húsið við Skólavörðu-
stíg 40, tæpar sjö milljónir króna.
Framkvæmdir eru hins vegar
hafnar þar og hefur húsið verið
rifið, en til stendur að byggja þar
nýtt og stærra hús.
Sektir voru lagðar á tvær lóðir
við Langholtsveg í vor þar sem
byggingarframkvæmdir hafa ekki
verið kláraðar, en í báðum tilvikum
var framkvæmdum hætt í október
2008. Samtals nema sektirnar nú
6,5 milljónum króna. Þá eru dag-
sektir á fjölbýlishúsi við Lindarvað
vegna frágangs 1,4 milljónir króna.
Þá eru dagsektir á húsi við Ból-
staðarhlíð rúmar 8,8 milljónir
króna, en það er vegna óleyfðra
breytinga sem gerðar voru.
- þeb / shá
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
skoðun 12
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
3. október 2012
232. tölublað 12. árgangur
ÓDÝRARI BISNESS-MATURMáltíðir bisness-manna í New York hafa breyst mikið frá hruni. Engu að síður eru hádegisverðir þeirra einn mesti drifkrafturinn í rekstri fínna veitingahúsa í borginni.
Á hugi Guðna á hellum kviknaði um níu ára aldur í Vestmannaeyjum. Þar leitaði hann eftir hellum og sprungum til að skríða ofan í og fljótlega breyttist áhuginn yfir í ástríðu. „Í fyrstu var það spennan sem dró mig áfram. Það var heillandi að fara ofan í jörðina og sjá aðra veröld sem var ný og öðruvísi. Þegar ég var ellefu ára fékk ég bókina Hraunhellar á Íslandi eftir Björn Hróarsson sem breytti mjög miklu. Ég las bókina, skoðaði myndirnar og varð alveg heltekinn. Síðan þá hefur áhuginn verið til staðar og aldrei dvínað, hann hefur þróast frá spennunni yfir í fræðilega þekkingu og áhuga á könnun og verndun hella. Í dag er ég svo að læra jarðfræði í HÍ sem er nú partur af þessari bakteríu,“ segir Guðni hlæjandi.Eitt af mörgum hlutverkum Hellarann-sóknafélagsins er að varðveita þá hella sem eru á Íslandi. „Þegar ágangur verður mikill þá skemmast hellar oft, drop-steinar og aðrar hraunmyndanir eiga það til að brotna og hverfa úr hellunum, en þær myndast bara einu sinni og koma ekki aftur. Oft er það óviljandi þar sem fólk er með lélega lýsingu. Svo vill safn-ast rusl í þá, troðningur verður mikill og þess háttar. En það er mjög mikilvægt að ganga vel um náttúruna.“ Annað hlut-verk félagsins er að skrá niður og kort-leggja þá hella sem vitað er um og leita nýrra. „Við förum reglulega í ferðir þar sem einn hellir er fullkannaður og í leið-inni er leitað nýrra hella á svæðinu. Við skoðum stundum loftmyndir af svæðinu áður en við förum og vitum því nákvæm-lega hvar við ætlum að leita.“Guðni segir að íslenskir hellar séu ein-stakir á heimsvísu. „Á Íslandi er mikillfjöldi hraunhell
dæmis Raufarhólshellir í Þrengslunum sem er að jafnaði með um 10 metra loft-
hæð og um kílómetri á lengd og ótrúlega
heillandi.“
HELLAÁSTRÍÐA Á HÁU STIGI Í IÐRUM JARÐAR Guðni Gunnarsson er formaður Hellarannsóknafélags Ís-lands. Ungur að árum heillaðist hann af spennunni sem fylgdi því að kanna hraunhella og þeirri töfrandi veröld sem er að finna djúpt í iðrum jarðar.
TÖFRAVERÖLDÁ Íslandi er mikinnfjöld
Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Vandaðir þýskir herraskór úr leðri í úrvali
Til dæmis: Teg: 305302/241 - Litur: svart - Stærðir: 40 - 47 Verð: 15.885.-
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14.
Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is
TILBOÐ-TILBOÐ-TILBOÐAÐHALDSSAMFELLUR Verð nú 9.900 kr. skálastærðir: B-C-D-DD-E-Flitir: svart og húðlitur.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 W
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum boðumtil
%10 afsláttur
Það er hefð fyrir því
að sektin er látin falla
niður ef fólk bregst við.
PÁLL HJALTASON
FORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS
Tugmilljóna sektir
vegna trassaskapar
Dagsektir vegna sex húsa í borginni eru komnar upp í tæpar 32 milljónir króna.
Oft samið um að fella niður sektir ef framkvæmdir fara af stað. Framkvæmdum
er lofað á næstunni við gamla borgarbókasafnið við Þingholtsstræti 29a.
Meðan þú sprettir úr spori þá sprettur
svitinn fram. Taktu hressilega á því án
þess að hafa áhyggjur. Maður verður
að ná andanum.
Skelltu þér í áskrift!
568 8000 | borgarleikhus.is
NÝ
KILJA
Bíðum þess að fá kallið
Heimildarmynd verður
gerð um handaágræðslu
Guðmundar Felix
Grétarssonar.
fólk 34
TÓNLIST „Ég hef alltaf staðið í því
að yrkja, þetta er ekkert nýtt,“
segir Einar Georg Einarsson
íslenskukennari sem komist hefur
í sviðsljósið
undanfarið
vegna texta-
gerðar á plötum
sona sinna,
nýstirnisins
Ásgeirs Trausta
og Þorsteins
í Hjálmum.
Fyrsta plata
þess fyrrnefnda
hefur slegið
rækilega í gegn.
Spurður hvort synirnir hafi
tónlistargáfuna frá pabba sínum
telur Einar Georg aldrei gott að
segja hvaðan fólk hafi hæfileika.
„Ég hef auðvitað sungið eigið
efni þegar ég hef verið veislu-
stjóri og samið nokkur lög fyrir
kóra, þannig að kannski á ég ein-
hvern þátt í því hvaða braut þeir
fetuðu.“ - fsb / sjá síðu 34
Yrkir inn á metsöluplötur:
Semur texta
fyrir synina
EINAR GEORG
EINARSSON
Dúndurstuð á Októberfest
Nokkrir starfsmenn Garðabæjar
lentu í skemmtilegri uppákomu þegar
þeir tóku sér frístund í Stuttgart og
fóru á Októberfest.
Vill betri hag dýra
Árni Stefán Árnason segir
mörgu ábótavant í meðferð
dýra hér á landi.
tímamót 18
HÉÐINSREITIR Ekki hafa verið lagðar dagsektir á lóðina við Vesturgötu 64 og Seljaveg 2 vegna þess að úrbótum var lofað á fundi
í vor. Eigandi Seljavegar hefur staðið við framkvæmdir en ekki eigandi Vesturgötu, og stendur því til að setja dagsektarferli í gang.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tíu ár í verðlaunasæti
Freyr Bjarnason átti stóran
þátt í Íslandsmeistaratitli
FH-inga í sumar.
sport 30
ÚRKOMUSAMT N-TIL Í dag verða
norðan 8-15 m/s hvassast NV-til.
Úrkoma N-til en bjart syðra. Hiti
3-10 stig.
VEÐUR 4
3
5
7
5
3
DANMÖRK Útlit er fyrir að rottu-
plága muni ríða yfir Danmörku
þetta haustið, en blaðið metroX-
press hefur eftir meindýraeyðum
að ástandið sé sérstaklega slæmt
miðað við venjulegt árferði.
Formaður landssambands
meindýraeyða segir dýrin þegar
vera farin að láta á sér kræla, en
hámarkið komi með næturkulinu
þegar dýrin fari að leita inn í hús.
Veðrið er sagt eiga þátt í fjölg-
uninni í haust, enda hafi ekki
verið mikill þurrkur, sem þýði að
rotturnar hafi nóg að éta.
Íbúar stærstu borga eru hvattir
til að setja rottu-
lása í
klóak rör
til að halda
rottunum
utandyra.
- þj
Váleg tíðindi frá Danmörku:
Segja rottufár
í uppsiglingu