Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 2
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR2 VEÐUR Síðasti mánuður var úrkomusamasti september víða á Norðurlandi síðan mælingar hófust. Fádæma úrkomu- samt var víða um landið norðanvert og úrkoma var vel ofan meðallags á flestum stöðvum, er fram kemur í sam- antekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari septembermánaðar. Á Akureyri var meira en þreföld meðalúrkoma, en meira hefur einungis mælst einu sinni í september og var það árið 1946. Óvenjumikið hríðarveður og fannfergi gerði á Norður- landi dagana 9. til 11. september. Raflínur slitnuðu, þús- undir fjár týndust í snjónum og rafmagn fór af í fleiri sólarhringa á sumum svæðum. Enginn bóndi í Þing- eyjasýslum sem Fréttablaðið hefur rætt við man eftir slíku tíðarfari áður. Mikil ísing fylgdi veðrinu sem gerði aðstæður óvenjuslæmar. Úrkoma í Reykjavík var rúmlega helmingi meiri en í meðalári, en hún mældist síðast meiri árið 2008. Fyrstu níu mánuðir ársins voru einnig óvenjuhlýir. Í Reykjavík hefur meðalhiti tímabilsins aðeins sex sinnum verið hærri en í ár. Þá hefur einungis tvisvar sinnum orðið hlýrra í Stykkishólmi frá 1845 og var það 2003 og 2010. Á Akureyri hefur fimm sinnum orðið hlýrra, síðast 2004. - sv Óvenju öfgafullt tíðarfar hefur verið á landinu með miklum hita og hríðum: Fádæma úrkomusöm haustbyrjun MIKIÐ TJÓN Rafmagnslínur á Norðurlandi slitnuðu í sept- ember vegna ísingar og rafmagn fór af í kjölfarið á stóru svæði. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON SVÍÞJÓÐ Hætta er á alvarlegu kjarnorkuslysi í Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu græn- friðunga sem segja öryggis- vandamálin í sænskum kjarn- orkuverum svo alvarleg að hætta ætti rekstri þeirra allra. Á vef Kristilega dagblaðsins í Danmörku er greint frá því að grænfriðungar hafi beðið alþjóð- lega vísindaráðgjafa að greina próf á sænskum kjarnorkuverum sem Evrópusambandið fyrirskip- aði í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan 2011. Sænsku kjarnorkuverin voru byggð á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. - ibs Ný skýrsla grænfriðunga: Kjarnorkuslys ógnar Svíþjóð EGYPTALAND, AP Mannréttinda- samtökin Amnesty International skora á Mohammed Morsi, forseta Egyptalands, að láta rannsaka það ofbeldi sem öryggissveitir landsins beittu almenn- ing, einkum þó mótmælendur, eftir að Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma síðasta árs. Sam tökin gagnrýna Morsi fyrir að hafa ekki tekið þennan vanda nógu alvarlegum tökum og skora á hann að draga her landsins til ábyrgðar fyrir morð, pyntingar og kynferðisbrot sem framin voru þá 18 mánuði sem bráðabirgðastjórn hersins var við völd. - gb Amnesty skorar á Morsi: Misþyrmingar verði kannaðar MOHAMMED MORSI FJÁRMÁL Það er alltaf dýrt að vera í vanskilum, segir tollstjóri, sem ráðleggur engum að gera sam- komulag um greiðsluáætlun við embættið ef hann getur á annað borð staðið skil á skattgreiðslum – sérstaklega vörslusköttum. Fréttablaðið sagði frá því í síð- ustu viku að DV hefði í sumar skuldað 76 milljónir í vörsluskatta en hefði gert samkomulag við toll- stjóra um greiðsluáætlun fram undir áramót. Þetta hefur vakið upp spurningar um það hvernig farið sé með þessi mál hjá toll- stjóra og hvort allir skuldarar njóti þar jafnræðis. Snorri Olsen tollstjóri segir greiðsluáætlanirnar fyrst og fremst hafa þau áhrif að fresta fjárnámi. Það eina sem vaki hins vegar fyrir embættinu sé að fá kröfu sína greidda að eins miklu leyti og unnt er. „Okkar mark- mið er ekki að selja eignir eða að vörslusvipta bíla. Ef viðkom- andi sýnir greiðsluvilja og krafan lækkar þá erum við þokkalega róleg á meðan,“ segir hann. Greiðsluáætlun hjálpar einnig tollstjóraembættinu að því leyti að með því rofnar fresturinn fram að fyrningu kröfunnar. „Þar með er skuldarinn að viðurkenna kröfuna og við þurfum ekki að fara í aðgerðir til að rjúfa fyrningu.“ Þetta úrræði stendur öllum jafnt til boða að sögn Snorra og yfir sex þúsund einstaklingar og fyrir- tæki nýta sér það á ári. Greiðslu- áætlun af þessu tagi standa aðeins til boða í sex mánuði í senn og að þeim tíma loknum taka við nýjar viðræður um framhald. „Yfirleitt þarftu að borga mán- aðarlega þannig að það líður ekki mjög langur tími þangað til það kemur í ljós hvort þú getur staðið við þetta,“ segir Snorri. Þá komi aftur til skoðunar að gera fjár- Dýrt að skulda skatt Tollstjóri segir öllum standa til boða að gera greiðsluáætlun um skattaskuldir. Hann ráðleggur hins vegar engum að gera það sem á annað borð geta borgað. Fyrir embættinu vaki aðeins að innheimta sem stærstan hluta krafna sinna. Skafti Harðarson, formaður félags sem kall- ast Samtök skattgreiðenda, hefur kært DV til sérstaks saksóknara fyrir að standa ekki skil á vörsluskatti. Þetta kom fram í Morgun- blaðinu í gær. Haft var eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV ehf., að honum þætti einkennilegt að kæra DV frekar en önnur fyrirtæki í sömu sporum. Kærir DV til sérstaks saksóknara TOLLSTJÓRI Markmiðið er að innheimta sem mest af kröfum, ekki að selja ofan af fólki eða fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR nám hjá viðkomandi, hvort sem það yrði árangurslaust eða bæri árangur. Lengi vel voru ekki gerðar greiðsluáætlanir fyrir vörslu- skattaskuldir á borð við þær sem hvíla á DV nema til örfárra mán- aða í senn. Í kjölfar hrunsins voru teknar upp aðrar vinnureglur og hætt að setja fyrirtæki á svokall- aðan lokunarlista, sem getur leitt til tímabundinnar vinnustöðvunar. Áður fóru mörg hundruð fyrir- tæki á slíkan lista árlega, þótt sárafáum væri á endanum lokað, en árin 2009 til 2011 var ekki eitt einasta sett á listann. „Við erum farin að herða þessa innheimtu aftur,“ segir Snorri. Hann bendir á að það sé mjög dýrt að trassa að skila vörslu- sköttum, jafnvel þótt gerð sé greiðsluáætlun. Þá leggist á dráttar vextir og tíu prósenta álag að auki fyrstu tíu dagana. „Svo að sá sem getur borgað er alltaf betur settur,“ segir Snorri Olsen tollstjóri. stigur@frettabladid.is BORGARMÁL Borgarstjórn hefur ákveðið að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á Netinu. Þetta var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í gær. Starfs- hópur verður settur í málið og á hann að skila tillögum um hvernig staðið verði að þessu fyrir 15. mars næst- komandi. Tillaga um þetta er komin frá Sjálfstæðisflokknum, sem segir í greinargerð að skattgreiðendur eigi rétt á því að vita hvernig fé þeirra er ráðstafað. „Við erum mjög ánægð með að það hafi náðst svona góð samstaða í borgar stjórn um þetta mál,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Erlendis hafa upplýsingagáttir af þessu tagi víða verið settar upp fyrir borgir og sveitarfélög, jafnvel heilu ríkin. Hanna Birna segir misjafnt hve langt sé gengið. Sums staðar geti íbúar til dæmis flett upp í færslum einstakra skóla og jafnvel skoðað nótur fyrir hverja færslu. „Það á eftir að koma í ljós hvað henta þykir best hér, en þetta verður mjög öflugt tæki fyrir almenning sem með auknum upplýsingum getur haft aukin áhrif á hvernig farið er með fjármuni borgarinnar.“ - gb Borgarstjórn samþykkir tillögu Sjálfstæðisflokksins um gagnsæisgátt: Meðferð fjár verði gerð opinber HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Segist ánægð með hve vel borgarstjórn tók í hugmyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKOÐANAKÖNNUN Ríkisstjórnar- flokkarnir tapa fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálf- stæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn. Enginn flokkanna sem bjóða fram í fyrsta skipti ná manni inn á þing en lítið vantar upp á hjá Bjartri framtíð. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV sagði frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 37,1 prósents fylgi og bætir við sig frá síðustu könnun. Ríkis- stjórnarflokkarnir tapa hins vegar fylgi, Samfylkingin mælist með 19,4 prósent en Vinstri grænir með 12,4 prósent. Framsóknarflokkur- inn mælist nú með 14,2 prósenta fylgi. Könnunin var gerð dagana 30. ágúst til 27. september. 5.591 var í úrtakinu en svarhlutfallið var rétt rúm sextíu prósent. - jhh Sjálfstæðisflokkur með 37%: Stjórnarflokk- arnir tapa fylgi STJÓRNMÁL Íslenskir stjórnmála- flokkar hafa tekið sig á í skilum ársreikninga sinna til Ríkisend- urskoðunar. Í gær sendi Ríkis- endurskoðun frá sér tilkynn- ingu um að tíu stjórnmálasamtök hefðu skilað ársreikningum fyrir árið 2011 áður en skilafrestur rann út nú um mánaðamótin. Þetta eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Hreyf- ingin, Hægri grænir, Samfylk- ingin, Samtök fullveldissinna, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri- hreyfingin – grænt framboð, Þinghópur Hreyfingarinnar og Þinglistinn, sem er framboð óháðra í Norðurþingi. Þetta er mun betri frammi- staða en undanfarin ár. Á síð- asta ári áttu sex flokkar eftir að skila reikningum ársins 2010 þegar fresturinn rann út þann 1. október 2011. Trassarnir þá voru Samfylkingin, Samtök full- veldissinna, Besti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Íslands- hreyfingin. - gb Ársreikningar flokkanna: Tíu skiluðu á réttum tíma SPURNING DAGSINS Sölvi, lætur þú sölumenn- ina alltaf plata þig upp úr skónum? „Nei, það geri ég ekki. Níutíu prósent af skónum sem ég hef keypt voru með afslætti.“ Sölvi Tryggvason, sjónvarpsmaður með meiru, kveðst vera skófíkill og eiga fimm- tíu pör af skóm. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært 34 ára Hafnfirðing fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum er gefið að sök að hafa veist að lögreglumönnum sem voru að handtaka hann á heimili hans. Samkvæmt ákærunni greip hann í fingur annars þeirra, hélt fast og rykkti hendinni ítrekað til með þeim afleiðingum að lög- regluþjónninn tognaði. Þá er hann sagður hafa hótað honum líkamsmeiðingum með orðunum: „Ég ætla að kæra þig, svo ætla ég að berja þig.“ - sh Ákærður fyrir árás og hótun: Teygði á fingri lögreglumanns

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.