Fréttablaðið - 03.10.2012, Síða 4
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR4
Stígamót taka á móti um það bil 300 nýjum einstaklingum á hverju ári til við-
tala og ráðgjafar. Aflið á Akureyri tekur á móti á bilinu 60 til 80. Alls hafa sam-
tökin tvö tekið á móti 1.382 einstaklingum í viðtöl á árunum 2008 til 2011.
Í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2011 kemur fram að 278 einstaklingar
leituðu til samtakanna í fyrra vegna nýrra mála, þar af voru tæp 12 prósent
karlmenn. Þjóðerni brotaþola var í nær öllum tilvikum íslenskt.
Um 40 prósent brotanna höfðu ekki verið rædd við neinn fagaðila áður en
manneskjan leitaði til Stígamóta. Átta prósent einstaklinganna höfðu leitað til
lögreglu.
„Í þau 22 ár sem liðin eru frá stofnun Stígamóta hafa 5.946 einstaklingar
leitað aðstoðar hjá Stígamótum. Jafnframt er þess að geta að ofbeldismenn-
irnir teljast vera 8.526 en eru væntanlega nokkuð færri þar sem einhverjir
þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi,“ segir í skýrslunni.
Leitað til lögreglu í um 8% tilfella
LANDBÚNAÐUR Meirihluti styrkja
til landbúnaðar á Íslandi er bund-
inn framleiðslumagni og því
markaðstruflandi, að mati Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD). Í nýlegri skýrslu stofn-
unarinnar um stuðning við land-
búnað í aðildarríkjunum segir að
70% af landbúnaðarstyrkjum á
Íslandi séu af þessum toga, þótt
beingreiðslur í sauðfjárbúskap og
kvótakerfið í mjólkurframleiðslu
séu til bóta.
Í skýrslunni segir að íslensk
stjórnvöld verði að draga úr
stuðningi við landbúnaðinn og
jafnframt halda áfram að þróa
„skilvirkari og betur samhang-
andi stefnu“. Sú stefna ætti að
hafa skýr markmið, meðal annars
umhverfisvernd, minni truflanir
á framleiðslu og viðskiptum og
betri varðveislu náttúruauðlinda.
Ken Ash, yfirmaður viðskipta-
og landbúnaðarmála hjá OECD,
segir í skýrslunni að stuðningur
við landbúnað eigi að beinast
í auknum mæli að því að auka
framleiðni og samkeppnishæfni
í greininni og fá meira fyrir
peninga skattgreiðenda. „Ríkis-
stjórnir í fjárþröng, sem eru að
skera niður ýmsa þætti fjár-
laganna, munu neyðast til að
bæta skilvirkni landbúnaðar-
stefnunnar,“ segir Ash. - shá
Meirihluti landbúnaðarstyrkja á Íslandi er markaðstruflandi, segir OECD:
Landbúnaðarstefnan óskilvirk
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA OECD segir
mjólkurkvótakerfið draga úr óskilvirkni.
REYKJAVÍK Starfsemi í ný byggðum
leikskóla í Norðlingaholti í
Reykja vík er hafin en þar eru
fimm deildir sem heyra undir
leikskólann Rauðhól.
Rúmlega 100 börn eru í nýja
húsnæðinu, sem nefnist Ævin-
týri. Það er samtengt Norðlinga-
skóla og er miðað við að töluvert
flæði verði milli skólastiganna.
Leikskólabörnin munu vinna
ýmis verkefni með grunnskóla-
börnunum og leikskólinn sam-
nýtir mötuneyti grunnskólans.
- þj
Ævintýri í Norðlingaholti:
Flæði á milli
skólastiganna
GENGIÐ 02.10.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,7498
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,3 123,88
199,24 200,2
159,26 160,16
21,361 21,485
21,568 21,696
18,654 18,764
1,5775 1,5867
189,87 191,01
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Ferill kynferðisbrotamála
TILKYNNT TIL LÖGREGLU
1.374 MÁL
NIÐURFELLT
109 MÁL
TIL RÍKISSAKSÓKNARA
204 MÁL
ÁKÆRT
71 MÁL
SÝKNAÐ Í HÉRAÐSDÓMI
7 MÁL
SAKFELLT Í HÉRAÐSDÓMI
18 MÁL
ÁFRÝJAÐ
30 MÁL
SAKFELLT Í HÉRAÐSDÓMI
37 MÁL
SÝKNAÐ Í HÉRAÐSDÓMI
29 MÁL
RANNSÓKN HÆTT
1.170 MÁL
HEIMILD: RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
OG RÍKISSAKSÓKNARI
DÓMSMÁL Um 75 prósent kynferðis-
brotamála sem tilkynnt eru til lög-
reglu eru ekki send áfram til Ríkis-
saksóknara til meðferðar.
Af þeim 204 kynferðisbrota-
málum sem embættið hefur fengið
á sitt borð síðan árið 2008 hafa
109 verið látin niður falla, eða um
helmingur.
Fram kemur í óútgefnum tölum
frá Ríkislögreglustjóra að 365 kyn-
ferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu
í fyrra. Sama ár fékk Ríkissak-
sóknari 65 til sín, en 25 þeirra voru
látin niður falla.
Samkvæmt upplýsingum frá
embætti Ríkislögreglustjóra ber
að hafa í huga að þegar tölur emb-
ættanna tveggja eru bornar saman
getur skipt máli ef gögnin eru
ekki tekin út á sama degi og eins
er mikil vægt að þau séu tekin út
frá sömu forsendum. Einnig ber að
taka fram að ef tveir einstak lingar
eru grunaðir eða kærðir fyrir sama
brot, er það talið sem eitt brot í
fjöldatölum frá lögreglu.
„Til dæmis er hægt að taka
út brot bæði út frá dagsetningu
brotsins (það er aðeins brot sem
áttu sér stað árið 2011) eða þau sem
tilkynnt voru árið 2011 en gátu hafa
átt sér stað fyrri ár,“ kemur fram í
upplýsingum frá embættinu.
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um
feril kynferðisbrota hjá embættinu
árið 2008 kemur fram að í um 40
prósentum nauðgunarmála var
ástæða þess að lögregla hætti rann-
sókn sú að máli er ekki fylgt eftir
af brotaþola eða brotaþoli dregur
kæru til baka. Í um 30 prósentum
málanna var ætlaður gerandi ekki
þekktur og í um fimmtungi mála
voru sönnunargögn ekki nægjan-
leg svo að lögregla teldi sig geta
vísað því til ákvörðunar ríkissak-
sóknara.
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, sagði í Fréttablaðinu í
síðustu viku að hún hefði skorað á
stjórnvöld að stofna embætti sér-
staks saksóknara kynferðisbrota-
mála til að takast á við þessa þróun
í lágu hlutfalli dóma.
sunna@frettabladid.is
Minna en 3% kynferðisbrota-
mála enda með sakfellingu
Tæplega 1.400 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2008 til 2011. Þar af fóru 204 mál til Ríkis-
saksóknara, þar sem 35% enduðu í ákæru. Stígamót og Aflið þjónustuðu 1.382 einstaklinga á tímabilinu.
Ranghermt var í umfjöllun um
þýðingu Jóns Arnar Marinóssonar á
barnabókinni Þytur í laufi að það væri
fyrsta íslenska þýðing bókarinnar.
Hið rétta er að Björg Árnadóttir þýddi
bókina fyrir rúmum þrjátíu árum
og las hana í útvarpi undir nafninu
Leikur í laufi. Sú þýðing var hins vegar
aldrei gefin út.
LEIÐRÉTT
VEÐUR Liðsmenn Veðurklúbbsins
á Dalvík funduðu í síðustu viku
til að spá í spilin varðandi veðrið
fram undan.
Að því er kemur fram á vef
Dalvíkurbyggðar var farið yfir
tunglkomur og fyllingar og þá
staðreynd að nýtt tungl kviknar
mánudaginn 15. október.
„Mánudagstungl geta vitað
á mjög góða tíð og eins slæma
þannig að grípa þurfti til annarra
veðurteikna til að ráða fram úr
veðurhorfum í október. Eftir
nokkrar vísbendingar varð niður-
staðan sú að spá því að í byrjun
mánaðar yrði tíð fremur köld
og lítils háttar snjókoma. Eftir
stutt kuldakast er reiknað með
að dragi til suðlægra átta og að
seinni hluti mánaðarins verði
mildur og með þægilegu haust-
veðri,“ segir á Dalvik.is. - gar
Veðurklúbburinn á Dalvík:
Fyrst kuldar og
svo hlýnar á ný
DALVÍK Veðurklúbburinn á elliheimilinu
spáir í framtíðina.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
23°
19°
15°
17°
20°
14°
14°
26°
15°
26°
24°
30°
12°
18°
19°
13°
Á MORGUN
5-10 m/s.
FÖSTUDAGUR
3-8 m/s.
5
5
5
5
5 8
7
7
0
3
3
8
7
11
15
15
14
8
13
7
7
6
4
6
6
8
10
6
6
8
8
7
LÉTTIR TIL Það
dregur úr úrkomu á
norðanverðu land-
inu á morgun og
birtir smám saman
til. Á föstudag snýst
í suðvestanátt og
þykknar aðeins
upp vestantil en
bjartviðri víða
annars staðar.
Hitinn breytist ekki
mikið.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður