Fréttablaðið - 03.10.2012, Page 8

Fréttablaðið - 03.10.2012, Page 8
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR8 DÓMSMÁL Verjandi Gunnars And- ersen, fyrrverandi forstjóra Fjár- málaeftirlitsins (FME), krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að máli á hendur Gunnari fyrir brot á þagnarskyldu yrði vísað frá vegna vanhæfis Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissak- sóknara. Röksemd Guðjóns Ólafs Jóns- sonar, verjanda Gunnars, fyrir van- hæfinu er sú að Helgi Magnús hafi verið meðal nítján umsækjenda um forstjórastöðuna hjá FME í febrúar 2009 þegar Gunnar var ráðinn. Gunnar sætir ákæru, ásamt fyrr- verandi starfsmanni Landsbank- ans, fyrir að hafa látið DV í té upp- lýsingar um fjármál þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Í máli Guðjóns Ólafs kom fram að Helgi Magnús hefði lotið í lægra haldi fyrir Gunnari í samkeppni um opinbert embætti og að það hlyti að hafa verið honum mikið persónulegt áfall. Af þeim sökum hlyti hann að teljast vera vanhæfur sem saksóknari í máli gegn honum. Guðjón Ólafur sagði að ef Helgi Magnús væri langrækinn og hefni- gjarn maður – „sem ég er alls ekki að segja hann sé,“ skaut hann inn í – þá væri þetta dómsmál kjörað- stæður fyrir saksóknarann að ná sér niður á Gunnari fyrir að hafa haft hann undir. Helgi Magnús brosti reglulega í kampinn undir ræðu Guðjóns Ólafs, ekki síst þegar talið barst að því hversu miður sín hann hlyti að hafa verið eftir tapið fyrir Gunnari í samkeppninni um starfið. „Sækjandi biðst afsökunar ef hann hefur verið of nálægt því að hlæja undir þessum málflutningi,“ sagði Helgi Magnús þegar hann hóf ræðu sína. Hann kvaðst aldrei hafa lýst neinni skoðun á þeirri niðurstöðu að Gunnar hefði verið valinn fram yfir hann eða vanlíðan vegna hennar. Staðreyndin væri sú að honum hefði þótt Gunnar „einstak- lega hæfur til að gegna þessu starfi eins og dæmin hafa sýnt“. Helgi benti á að á litla Íslandi lægju leiðir manna saman og ef krafan yrði tekin til greina væru sennilega allir vanhæfir í samfé- laginu. „Á það að leiða til vanhæfis að saksóknari hafi spilað fótbolta með dómaranum fyrir tíu, fimm- tán árum – og sennilega tapað?“ spurði hann með vísan til sjálfs sín og Símonar Sigvaldasonar dómara. Helgi taldi svo ekki vera. Hann sagði kröfuna tilbún- ing verjanda til að „þyrla upp reykskýi“ og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Að þessu sögðu held ég að sækjandi nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta.“ stigur@frettabladid.is Hélt aftur af hlátri undir vanhæfisræðu Vararíkissaksóknari brosti að málflutningi verjanda Gunnars Andersen í héraðs- dómi í gær. Þar var tekist á um hvort saksóknarinn væri vanhæfur í málinu vegna þess að Gunnar hefði haft hann undir í slagnum um stöðu forstjóra FME. Í framhjáhlaupi gagnrýndi Guðjón Ólafur, verjandi Gunnars, ákæru ríkissak- sóknara. Hann kallaði hana „hrákasmíð“ og „bastarð“ og sagði hana bæði óskýra og óglögga. Helgi Magnús gaf lítið fyrir þessi ummæli í ræðu sinni, sagði þau „hliðar- skæting“ settan fram í þeim eina tilgangi að „þjóna lund verjandans“. Ef dómarinn teldi ákæruna gallaða þá yrði það tekið fyrir við annað tækifæri. Kallaði ákæruna hrákasmíð og bastarð GUNNAR Þ. ANDERSEN HELGI MAGNÚS GUNNARSSON Minningarsjóður Kjartans B. Kjartanssonar auglýsir NÁMSSTYRK Tilgangur sjóðsins er að veita námsstyrki til þeirra, sem leggja í framhaldsnám vegna geðverndarstarfa eða meðferðar geðsjúkra, svo sem lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki. Umsóknum skal skila til Geðverndarfélags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, fyrir 15. janúar 2013. Úthlutun fer fram á aðalfundi Geðverndarfélags Íslands í mars 2013 Stjórn Minningarsjóðs Kjartans B. Kjartanssonar Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf k ostar ða eins frá 3.390.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. Minningarsjóður Ólafíu Jónsdóttur auglýsir STYRKI TIL RANNSÓKNA á sviði geðverndar. Umsóknum skal skila til Geðverndarfélags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, fyrir 15. janúar 2013. Úthlutun fer fram á aðalfundi Geðverndarfélags Íslands í mars 2013. Stjórn Minningarsjóðs Ólafíu Jónsdóttur STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag SAMFÉLAGSMÁL „Þessi aðgerð ríkis- stjórnarinnar er mjög jákvætt skref í rétta átt en við hefðum viljað sjá enn meiri hækkun,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, for- maður BSRB, um fyrir hugaðar breytingar á barnabótakerfinu. Fjármálaráðherra kynnti hækkun á bótunum og tekjuskerðingar- mörkum í fyrradag. „Vissulega er það fagnaðarefni að verið sé að hækka upphæðir og draga úr tekjuskerðingu barna- bóta. Barnabætur og tekjuskerð- ingarmörk hafa staðið í stað frá árinu 2009 og BSRB hefur lengi bent á að mikil nauðsyn sé á að styðja betur við barnafjöl- skyldur. Mér sýnist þet ta koma best við þá sem eiga mörg börn og eru tekjulágir svo það er jákvætt,“ segir Elín Björg á heimasíðu BSRB. Elín Björg segir einnig að þótt krónutala barnabóta muni hækka á næsta ári muni það ekki nægja til að bæta barnafólki upp kaup- máttarskerðinguna sem orðið hefur á bótunum frá árinu 2008. „Ef við tökum dæmi af sam- búðar fólki með tvö börn hefur kaupmáttur barnabóta þeirra rýrnað um nærri 30 prósent frá 2008 til 2012. Samkvæmt okkar út reikningum munu barnabætur eftir þessa fyrirhuguðu breytingu fyrir árið 2013 samt hafa rýrnað um 7,6 prósent fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu og 2,8 prósent hjá sambýlisfólki.“ - þeb Þrátt fyrir hækkanir á næsta ári er kaupmáttur barnabóta enn minni en 2008: Hækkunin jákvæð en ekki nóg ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.