Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 10
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Láttu hjartað ráða „Hrískökurnar mínar eru glútenlausar og góðar með ýmsu áleggi. Þær eru hollar og henta því vel á milli mála.“ Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is LANDSDÓMUR Þingmaður kristi- legra demókrata í Hollandi gagn- rýnir harðlega dóminn yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, í minnisblaði sem hann sendi til laganefndar Evrópuráðs- þingsins í gær. Þingmaðurinn, Pieter Omtzigt, segir í minnisblaðinu að tilraun- in til að láta sakfella Geir fyrir Landsdómi sé dæmi um þá eitrun sem verði í andrúmslofti stjórn- mála þegar pólitískar aðgerðir eru gerðar að glæpsamlegu athæfi án þess að hafa réttlætið til hliðsjónar. Omtzigt er fulltrúi Hollands í nefndinni og vinnur nú að ítarlegri skýrslu um nauðsyn þess að halda pólitískum skyldum stjórnmála- manna aðskildum frá glæpsam- legu athæfi. Hann áætlar að skila skýrslunni á næsta ári. Þingmaðurinn segir í minnis- blaði sínu um Landsdóm að málið hafi greinilega haft slæm áhrif á íslenska stjórnmálastétt og skilið eftir „vont eftirbragð“. Omtzigt kom til Íslands í maí og ræddi við Geir og verjanda hans, Andra Árnason. Þá stendur til að hann fari til Úkraínu á næstunni til að kynna sér málið gegn Júlíu Tymoshenko og fleiri í hennar ríkis stjórn, er fram kemur á vef Evrópuráðsins. - sv Þingmaður kristilegra demókrata í Hollandi gagnrýnir Landsdómsmálið: Málið hafði slæm áhrif á Ísland LANDSDÓMUR Þingmaður í laganefnd Evrópuráðsins vinnur nú að skýrslu þar sem Landsdómsmálið verður tekið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA Bæjaryfirvöld í Hafnar firði hafa innleitt nýjar reglur um birtingu gagna með fundargerðum til að auka gagnsæi í stjórnsýslu bæjarins. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðar- bæ er haft eftir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra að reglunum sé ætlað að tryggja að birting gagna sé byggð á mál- efnalegum forsendum í samræmi við upplýsinga- lög, stjórnsýslulög og lög um persónuvernd. „Nú munu fundar gerðir bæjarins ekki aðeins innihalda upplýsingar um hvaða mál voru á dagskrá og hvaða afgreiðslu þau hafa hlotið, líkt og lög kveða á um að þær geri, heldur munu þær innihalda greiða leið fyrir bæjarbúa og aðra að þeim upp- lýsingum sem lagðar eru form- lega fram á fundum og skýrt geta ákvarðanir viðkomandi nefnda og ráða í einstökum málum,“ segir í tilkynningunni. „Birting gagna með fundar- gerðum er í samræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar í upplýsingar- málum þar sem áhersla er lögð á að bæjarbúar, starfsmenn, fyrir- tæki og fjölmiðlar séu almennt upplýstir um málefni og starf- semi bæjarfélagsins. Einnig að upplýsingar séu aðgengilegar og settar fram með skýrum og einföldum hætti.“ - gar Aukið gegnsæi í stjórnsýslu Hafnarfjarðar: Birta gögn af fundum GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐ- MUNDSDÓTTIR Bæjar- stjórinn í Hafnarfirði segir nýjum reglum ætlað að tryggja birt- ingu gagna á málefna- legum forsendum. 1. Hvað heitir utanríkisráðherra Sýrlands? 2. Hver er eigandi veitingahússins Sjávarbarinn? 3. Hvað heitir byggðamálastjóri Evrópusambandsins? SVÖR PRÓFKJÖR Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og félagsráðgjafi ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti í væntanlegu prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík vegna alþingiskosninga. Björk hefur setið í borgarstjórn í tíu ár og verið í forsvari velferð- armála stærstan hluta þess tíma. Björk segist ekki sætta sig við að ungt fólk sé án vinnu og utan skóla. Hún ætlar að beita sér fyrir breyttri félagsmálalöggjöf. Hún vill beita sér fyrir breyttum húsnæðismarkaði, umhverfis- málum og nýrri stjórnarskrá. - þeb Borgarfulltrúi vill á þing: Björk gefur kost á sér í prófkjöri 1. Walid al Moallem. 2. Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður. 3. Johannes Hahn VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.