Fréttablaðið - 03.10.2012, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 3. október 2012 13
Óskin er faðir hugsunarinnar. Mér datt þess forni vísdómur
í hug þegar ég las viðbrögð Björns
Bjarnasonar (Fréttablaðið 1. okt.
sl.) við stuttri athugasemd sem
áður hafði birst í sama blaði. BB
segir þar að þótt evran hafi vissu-
lega haldið gildi sínu, hafi hún engu
að síður fallið á prófinu. Hann færir
engin rök fyrir þessu prófdómara-
mati sínu önnur en tíðar fundaset-
ur evrulandaráðherra í Brussel.
Þá getur hann þess, að nú eigi að
bæta galla Maastricht-sáttmálans,
sem hann réttilega segir að illa hafi
verið staðið að á sínum tíma, með
ríkisfjármálasamningi. Þetta á að
sanna að evran hafi falllið á prófinu.
Þetta er í besta falli vandræðaleg
málsvörn fyrir slæmum málstað.
Vandi Evrópu er þrískiptur;
skuldavandi, bankakreppa og hag-
sveifluvandi. Gengi og staða evr-
unnar er óhaggað þrátt fyrir þessa
utanaðkomandi erfiðleika. Frá árinu
2002, þegar evran var sett á flot,
hefur saga hennar verið sigurganga.
Hún hefur fært saman sundurleita
markaði og fólk á landsvæðum með
landamærum þar sem skipta þurfti
í viðkomandi þjóðargjaldmynt. Við-
skipti hafa stóraukist á
sameiginlega markaðin-
um. Jafnframt hafa utan-
ríkisviðskipti bæði orðið
ódýrari, auðveldari og
ábatasamari vegna sam-
eiginlegs, stöðugs alþjóð-
legs gjaldmiðils. Þá hefur
afkoma almennings farið
batnandi, þótt hagvöxtur
hafi ekki alls staðar verið
til fyrirmyndar. Stöðug-
leiki verðlags og lágir
vextir í kjölfar evrunnar
hafa leitt af sér betri og
stöðugri samfélög.
Sá tími þegar öll Suð-
ur-Evrópulöndin voru í
eins konar kapphlaupi
um að fella gengi gjald-
miðla sinna til að ná tímabundnu
samkeppnisforskoti á nágranna sína
er liðinn. Hagspeki þeirra var sömu
ættar og okkar, að velta mistökum
hagstjórnarinnar yfir á almenning.
Það er vegna þessa mikla árangurs
evrunnar, sem löndin hafa tekið þátt
í um tíu ára skeið, sem er ástæða
þess að enginn vill fara út úr evru-
samstarfinu, ekki grunnhyggin
glefsa Björns í bitnu gjafahöndina.
Gengi gjaldmiðils er afleiðing af
stöðu ríkisfjármála, hagstjórnar
og markaðsspámennsku.
Þótt skuldavandi nokk-
urra evrulanda sé skelfi-
legur, og alltof margir
bankar á svæðinu þurfi
á aðstoð að halda, er ekki
gjaldmiðlinum um að
kenna. Skuldir Banda-
ríkjanna eru hærri en
evrulandanna. Þeir eiga
eftir að bíta úr nálinni
með þær. Það er held-
ur ekki dollaranum um
að kenna, heldur þessu
vestræna skuldasukki
sem þjóðþingin hafa lagt
blessun yfir um langan
aldur. Evran knýr stjórn-
málamenn í Evrópu til
að haga sér öðruvísi.
Þeir verða að tileinka sér ráðdeild
og aðhald í ríkisrekstri. Munum:
Aðeins skuldlítil þjóð er sjálfstæð.
Ef BB vill láta taka sig alvarlega,
út fyrir Nei-hirðir Ásmundar Daða-
sonar og Jóns Bjarnasonar, þá verð-
ur hann að gera betur.
Ritstjóri Fréttablaðsins fagn-ar tillögu sjálfstæðismanna
til breytinga á lögum um ramma-
áætlun. Leggst hann þar á árar
með þeim sem fullyrða að vegna
þrýstings frá Vinstri grænum
hafi verið vikið í „veigamiklum
atriðum“ frá þeirri forgangsröð-
un sem verkefnisstjórn lagði til.
Það er ljóst af leiðara ritstjórans
að honum er ekki ferlið kunnugt
né heldur tekur hann afstöðu til
veigamikilla breytinga sem lagð-
ar eru til í frumvarpi sjálfstæðis-
manna.
Sjálfstæðismenn samþykktu
verklag rammaáætlunar án and-
stöðu á síðasta ári. Undanfarið
hefur flokkurinn hins vegar leit-
ast við að þyrla upp moldviðri,
kynda undir tortryggni og haft
uppi hótanir um að öllu ferlinu
verði varpað fyrir róða komist
flokkurinn til valda.
Breytingarnar sem við ráð-
herrarnir gerðum voru faglegar,
byggðar á lögformlegu umsagn-
arferli og eru kirfilega rökstudd-
ar í þingsályktunartillögunni.
Þær snúast um upplýsingaöflun
og nánari skoðun í ljósi gagna og
alvarlegra athugasemda. Hinn
svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálf-
stæðisflokksins snýst um að
hverfa frá þessu verklagi.
Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæð-
isflokkurinn til að fellt sé brott
ákvæði um að þau svæði sem njóti
verndar falli utan rammaáætlun-
arinnar. Það þýðir að sjálfstæðis-
menn vilja að landsvæði sem núna
njóta friðlýsingar, friðlýst svæði
og svæði innan þjóðgarða, komi öll
til álita sem virkjunarsvæði!
Í öðru lagi er gert ráð fyrir að
ákafar megi ganga á svæði í bið-
flokki í rannsóknarskyni og enn
fremur að víðtækar rannsóknir
megi stunda á svæðum sem ekki
hafa verið tekin til faglegrar
umfjöllunar innan rammaáætlun-
ar – en slík svæði falla samkvæmt
gildandi lögum undir sömu reglur
og biðflokkur.
Loks gerir flokkurinn tillögu
um að verkefnisstjórn ramma-
áætlunar skili endanlegri flokkun
virkjanakostanna, bæði án mikil-
vægrar aðkomu almennings í opnu
umsagnarferli og án þess að ráð-
herra taki ábyrgð á jafn afdrifa-
ríku máli og rammaáætlun er í
reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálf-
sögðu á lýðræðislegu umboði og
faglegum grunni.
Allar breytingarnar í frum-
varpi sjálfstæðismanna eru lagðar
á vogarskálar nýtingar á kostnað
náttúruverndar og á vogarskál-
ar þröngra ráðagerða á kostnað
gagnsæis og samráðs við almenn-
ing. Það veldur vonbrigðum að
ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft
hefur sýnt á sér betri hliðar, legg-
ist á þá sveif.
Náttúruverndarsjónarmið virð-
ast ekki eiga sér málsvara meðal
kjörinna fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Þingflokkurinn er
herskár og afturhaldssinnaður í
málaflokknum. Samkvæmt minni
reynslu endurspeglar þetta alls
ekki kjósendur flokksins. Leiðara-
höfundur skipar sér í þrönga sveit
með félögum sínum á þingi þegar
nær væri að kynna fyrir lesendum
vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð
um rammaáætlun.
Evran knýr
stjórn-
málamenn
í Evrópu til
að haga sér
öðruvísi.
Þeir verða að
tileinka sér
ráðdeild …
Náttúruverndar-
sjónarmið virðast
ekki eiga sér málsvara
meðal kjörinna fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
g agnúsdóttir Reynir Björnsson o Dóra M
eru ánægð í Boðaþinginu.
Í þágu nýtingar og
þröngra ráðagerða
Rammaáætlun
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfisráðherra
Af Evru-horni BB. Taka tvö
Gjaldmiðlar
Þröstur
Ólafsson
hagfræðingur
AF NETINU
Hvað er verið að selja?
Ekki hefur verið upplýst hverjir
verði væntanlega stærstu hlut-
hafar bankanna, þó talið sé að
stórir vogunarsjóðir séu í þeim
hópi. Enginn veit hvað þeir hafa
hugsað sér um framtíð bankanna
sem þeir munu formlega eignast
að loknum nauðasamningum á
næsta ári. Samt er ætlunin að
selja eignarhlut ríkisins.
Setjum okkur í spor þeirra sem
ætla að kaupa. Vilja þeir ekki fá
svör við þessum spurningum?
Vilja þeir ekki að minnsta kosti fá
að vita hvað þeir eru í rauninni
að kaupa? Mun það því ekki hafa
áhrif á söluverðmæti bréfanna?
http://www.ekg.is/
Einar K. Guðfi nnsson