Fréttablaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 3. október 2012 27
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
Bækur ★★★★ ★
Jesúsa
Elena Ponitowska. María
Rán Guðjónsdóttir þýddi
JPV-útgáfa
„Ég er ekki ástrík, mér
líkar ekki við fólk. Ég
hef alltaf verið þurr
á manninn, hef aldrei
orðið náin neinum. Ég
er mikill pilsvargur og tala mjög
hátt.“ Þannig lýsir Jesúsa Pal-
ancares, söguhetjan í bók Elenu
Poniatowska, sjálfri sér. Sagan
er stílfærð ævisaga
hennar byggð á við-
tölum sem Poniatowska
tók við hana á efri árum.
Rödd Jesúsu er sú eina
sem heyrist í bókinni,
hún er öll í beinni ræðu
og vaðið úr einu í annað
eins og fólk gerir í munn-
legri frásögn. Lífið hefur
vissulega hert hana og
gert hana bitra en í gegn
skín ótrúleg þrautseigja,
einurð og baráttuvilji
sem hrífur lesandann með sér
og kveikir ást hans á þessari 150
sentímetra háu indíánakonu úr
annarri heimsálfu.
Jesúsa er fædd árið 1900 og
saga hennar er um leið saga tutt-
ugustu aldarinnar í Mexíkó. Tíu
ára gömul er hún farin að fylgja
föður sínum sem er hermaður í
mexíkósku byltingunni, giftist
síðan öðrum hermanni og heldur
áfram að fylgja herdeild hans þar
til hún verður ekkja, átján ára
gömul. Hún hefur engan skilning
á því um hvað þessi bylting snerist
enda fullyrðir hún að sama rass-
gatið hafi verið undir öllum for-
kólfum hennar og að hermennirnir
hafi skipt um lið um leið og þeirra
lið fór að láta í minni pokann.
Eftir að eiginmaðurinn deyr er
Jesúsa ein á báti og óháð, vinnur
fyrir sér með hverri skítavinnunni
af annarri, drekkur og dansar og
böðlast áfram. Þegar hún kynnist
andatrú og fer að trúa því að hún
sé miðill hættir hún drykkju og
dansi en lífsbaráttan minnkar ekk-
ert og hún vinnur erfiðisvinnu til
85 ára aldurs. Annað er ekki í boði.
Heimur Jesúsu er ansi ólíkur
þeim vestræna velferðarheimi
sem við þekkjum, en hún á þó sam-
eigin legt með íslenskum kjarna-
konum fyrri tíma að gefast aldrei
upp, bogna stundum en brotna
aldrei. Ferðalagið í gegnum líf
hennar er engin lystireisa, en engu
að síður verður lesandinn heltek-
inn af þessum heimi og þessari
konu og kvíðir því einu að sagan
taki enda. Þessi gallharði töff-
ari sem vílar ekki fyrir sér að
slást við karla jafnt sem konur
með hnúum og hnefum, orðum og
öskrum er karakter sem enginn
ætti að missa af að kynnast.
Þýðing Maríu Ránar Guðjóns-
dóttur rennur lipurlega og án þess
að hafa tök á að bera hana saman
við spænskan frumtextann finnst
manni að nákvæmlega svona hljóti
rödd Jesúsu að hljóma.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Stórkostleg ævisaga konu
sem endurspeglar það versta og besta
í okkur öllum. Mannbætandi lestur.
Alein með sálinni sinni í hörðum heimi
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 03. október 2012
➜ Hátíðir
15.15 Reykjavík International Film
Festival er fullu fjöri í Reykjavík. Dagskrá
má nálgast á heimasíðunni http://riff.
is/schedule.
➜ Dans
20.30 Gömlu dansarnir verða dans-
aðir hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,
Álfabakka 14 A. Allir velkomnir.
➜ Handverkskaffi
20.00 Handverkskaffi í Gerðubergi.
Ólöf Einarsdóttir myndlistarkona kynnir
hið forna handverk spjaldvefnað. Stiklað
verður á sögulegum þáttum spjaldvefn-
aðar og kynntar nokkrar aðferðir.
Gestum gefst tækifæri á að prófa að
vefa. Ókeypis aðgangur.
➜ Tónlist
12.30 Tómas R. Einarsson kontra-
bassaleikari og Ómar Guðjónsson
gítarleikari spila latínu og sveiflu á
Háskólatorgi. Um er að ræða fyrstu
Háskólatónleika skólaársins. Enginn
aðgangseyrir og allir velkomnir.
20.00 Damo Suzuki heldur kvikmynda-
tónleika í Gamla bíói. Tónleikarnir eru
hluti af dagskrá Reykjavík International
Film Festival.
21.00 Hljómsveitin Tvöföld vandræði
heldur Stevie Ray Vaughan „tribute”-
tónleika á Café Rosenberg.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
hefur tilnefnt Hrafnkel Sigurðs-
son til alþjóðlegu ljósmyndaverð-
launanna Deutsche Börse í ár
fyrir sýninguna Hafnarborgin
sem stóð yfir í Hafnarborg í vor.
Hafnarborg Hrafnkels saman-
stóð af ljósmyndum af slipp-
svæðinu í Reykjavík, mynd-
bands uppsetningu og vegg- og
textíl verkum þar sem hann
notaði meðal annars vinnutuskur
sem hann dró upp úr drullunni í
slippnum og saumaði saman.
Deutsche Börse-verð launin
voru fyrst veitt árið 1996 í
London í þeim tilgangi að kynna
það besta sem væri að gerast í
alþjóðlegri samtímaljós myndun
hverju sinni. Deutsche Börse
hefur verið helsti bakhjarl verð-
launanna síðan 2005.
Hrafnkell til-
nefndur til
verðlauna
ÚR HAFNARBORG Ljósmyndir Hrafnkels
af skipsskrokkum minna á málverk
Marks Rothko.