Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 4

Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 4
5. október 2012 FÖSTUDAGUR4 Ranghermt var í frétt blaðsins í gær að Háskóli Íslands væri í 176. sæti á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Hið rétta er að Háskóli Íslands er í 271. sæti á listanum. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT GENGIÐ 04.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,2046 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,43 123,01 197,28 198,24 158,45 159,33 21,25 21,374 21,334 21,46 18,399 18,507 1,5575 1,5667 188,5 189,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Friðjón vill 4. sæti í SV Friðjón R. Friðjónsson ráðgjafi sækist eftir fjórða sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Friðjón hefur starfað fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og var um tíma aðstoðar maður Bjarna Benediktssonar formanns. Áslaug stefnir á 4. sæti Áslaug María Friðriksdóttir borgar- fulltrúi ætlar að gefa kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áslaug sat í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá 2007 til 2011 og var formaður Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna, frá 2006 til 2011. Teitur býður sig fram í 5. sæti í Reykjavík Teitur Björn Einarsson lögmaður gefur kost á sér í fimmta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hann er 32 ára og starfar hjá OPUS lögmönnum í Reykjavík. Hann er formaður í utan- ríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Magnús fer fram í Suðurkjördæmi Magnús Jóhannesson framkvæmda- stjóri hyggst bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Magnús hefur starfað innan flokksins lengi. Hann hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri hjá America Renewables í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Skúli býður sig fram á ný Skúli Helgason þingmaður sækist eftir öðru til þriðja sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavík. Skúli var formaður iðnaðarnefndar Alþingis árið 2010, for- maður menntamálanefndar þingsins 2010 til 2011 og vara formaður alls- herjar- og menntamálanefndar 2011 til 2012. PRÓFKJÖR F ÍT O N F ÍT O N ÍT O N / S ÍA S ÍA / S 4 3 22 I0 4 3 F I0 F 5 999999 5 9 5 99 568 8000 | borgarleikhus.is Leikh úshó pur s tráka nna í Hag askól a 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r VÍSINDI Nýleg frönsk rannsókn, sem bendir til þess að ákveðinn erfða- breyttur maís og illgresiseyðirinn Roundup valdi æxlismyndun, er ekki byggð á nægilega sterkum vísinda- legum grunni til þess að ástæða sé til endurskoðunar á Evrópulöggjöf. Þetta kemur fram í frumniður- stöðum Matvælastofnunar Evrópu (EFSA), sem tók málið fyrir að ósk framkvæmdastjórnar ESB, eftir útkomu rannsóknarinnar. EFSA sagði aðferðafræðina á bak við rannsóknina ekki vera í samræmi við vísindaleg vinnu- brögð. Hún sé svo gölluð að ekki sé hægt að leggja hana til grundvallar aðgerðum að svo stöddu. Áður en lokagerð úttektarinnar verður gefin út gefst aðstandendum rannsóknarinnar, sameindalíffræð- ingnum Gilles-Eric Séralini og sam- starfsfólki hans, tækifæri til að færa nánari rök fyrir niðurstöðum sínum. Enn sem komið er mun EFSA því ekki leggja til breytingar á öryggis- mati á umræddri maísafurð og ekki breyta yfirstandandi rannsókn á Roundup-illgresiseyðinum. Rannsóknin varð tilefni mikillar umræðu um erfðabreyttar lífverur í matvælaiðnaði, en vísindamenn um allan heim, þar á meðal á Íslandi, gagnrýndu aðferðafræði Séralinis harðlega. - þj Matvælastofnun Evrópu lagði mat á grein um skaðsemi erfðabreyttra matvæla: Segir rannsóknina ómarktæka UMDEILDUR Niðurstöður sameinda- líffræðingsins Gilles-Eric Séralini eru umdeildar. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSTÓLAR 30,1 milljónar króna kröfu ítalska verktakafyrirtækis- ins Impregilo á hendur Samskip- um var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Impregilo vann að gerð Kára- hnjúkavirkjunar og taldi sig hafa ofgreitt reikninga vegna flutninga sem Samskip hefðu með réttu átt að beina til annars fyrirtækis. Nokkuð hafði verið um leiðrétt- ingar og bakfærslur í viðskiptum fyrirtækjanna og taldi dómurinn að ekki hefði verið gerð nægileg grein fyrir kröfum Impregilo. - óká Impregilo rukkar Samskip: Þrjátíu milljóna kröfu vísað frá DÓMSMÁL Dómararnir þrír sem upp- haflega dæmdu í Exeter-máli sér- staks saksóknara hafa beðist undan því að taka að sér þann anga máls- ins sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað í sumar. Nýr dómari hefur verið skipaður, en það kallar á að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar á nýjan leik. Hæstiréttur sneri í júní sýknu- dómi yfir Ragnari Z. Guðjónssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrr- verandi yfirmönnum Byrs spari- sjóðs, og dæmdi þá báða í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þætti þriðja sakborningsins, Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var hins vegar vísað aftur heim í hérað. Ástæða heimvísunarinnar var sú að meirihluti héraðsdómsins, dóms- formaðurinn Arngrímur Ísberg og sérfræðingurinn Einar Ingimundar- son, tóku enga efnislega afstöðu til þáttar Styrmis. Styrmir var ákærður fyrir hlut- deild í brotum hinna tveggja en úr því að þeir voru ekki taldir hafa gerst sekir um nokkurt brot kom aldrei til þess að kannað væri hvort Styrmir hefði átt hlutdeild í því sem ekkert var, að mati dómar- anna. Þegar þessar aðstæður koma upp væri alla jafna eðlilegast að sami dómur dæmdi málið aftur. Þá þyrfti bara málflutn- ing sækjanda og verjenda en engar skýrslutökur eða vitnaleiðslur. Í þessu máli háttaði þó svo óvenju- lega til að einn héraðsdómaranna, Ragnheiður Bragadóttir, skilaði sér- atkvæði, vildi sakfella Ragnar og Jón Þorstein en sýkna Styrmi. Einn dómaranna þriggja hafði því þegar tekið afstöðu til þáttar Styrmis. Niðurstaðan varð að dómurinn vék og Guðjón St. Marteinsson er nýr dómsformaður. Hann mun einn- ig ætla að hafa tvo meðdómara. Björn Þorvaldsson saksóknari segist ekki telja að dómaraskiptin muni hafa mjög mikil áhrif á lengd réttarhaldanna. „Maður hefði alltaf viljað taka nýja skýrslu af Styrmi og það verð- ur að segjast eins og er að það eru ekki svo mörg vitni sem verða köll- uð fyrir varðandi þennan anga. Það er búið að sakfella hina tvo og það þarf ekki að kalla fyrir vitni um það sem gerðist inni í Byr.“ Hann segir að aðalmeðferðin ætti ekki að þurfa að taka meira en einn dag, með mál- flutningi. Fyrirtaka í málinu er á mánudag- inn. „Ég reikna með að það verði ákveðinn tími fyrir aðalmeðferð þá,“ segir Björn. - sh Skipt um dómara í Exeter-máli Styrmis Rétta þarf upp á nýtt yfir Styrmi Þór Bragasyni í Exeter-máli sérstaks saksókn- ara eftir að skipt var um dómara. Fyrra dómaratríóið baðst undan verkefninu. Dómaraskiptin ættu ekki að tefja réttarhöldin mikið, að mati saksóknara. ANNAR SEKUR EN ÓRÁÐIÐ MEÐ HINN Hæstiréttur vísaði þætti Styrmis Þórs, til vinstri, aftur heim í hérað. Jón Þorsteinn Jónsson, til hægri, var hins vegar dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi eins og Ragnar Z. Guðjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BJÖRN ÞORVALDSSON FÉLAGSMÁL Kolbrún Stefáns- dóttir hefur verið ráðin nýr fram- kvæmdastjóri MS-félagsins í stað Berglindar Óskarsdóttur. Berglind hverf- ur til annarra starfa. Kolbrún hefur þó nokkra reynslu af fram- kvæmd félags- mála. Áður starfaði hún meðal annars sem framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í fimm ár. MS-félagið starfrækir meðal annars setur í Fossvogi sem er dagvistar- og endurhæfingar- miðstöð. - bþh Nýr framkvæmdastjóri: Kolbrún ráðin til MS-félagsins KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR SÁDI-ARABÍA, AP Dregið verður úr völdum trúarlögreglunnar í Sádi-Arabíu, sem hefur meðal annars það hlutverk að passa að konur umgangist ekki óskylda karlmenn, auk þess sem hún hefur passað að konur klæði sig sómasamlega og karlar sæki bænastundir í moskum. Trúarlögreglan missir meðal annars heimildir til þess að gera húsleit, handtaka fólk og rann- saka mál. Lögreglu landsins verða þess í stað falin þessi verk- efni. Abdul-Latif al Sheikh, yfir- maður trúarlögreglunnar, stað- festi þetta í viðtali við sádi-arab- íska dagblaðið Al-Hayat. Hann viðurkenndi jafnframt að kvart- anir hefðu borist vegna fram- ferðis trúarlögreglunnar. - gb Umbætur í Sádi-Arabíu: Trúarlögreglan fær minni völd VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 21° 16° 10° 17° 22° 11° 11° 26° 16° 28° 25° 31° 12° 18° 17° 11°Á MORGUN Strekkingur með SV- ströndinni annars hægari. SUNNUDAGUR Strekkingur allra vestast og með S-strönd annars hægari. 7 6 6 44 8 7 6 65 8 8 9 9 6 6 6 6 5 7 2 3 4 5 3 3 2 2 3 2 5 2 GRÍPTU DAGINN því í dag verður bjart og fallegt veður víða á landinu og tilvalið til útiveru. Í kvöld svo fer að rigna allra vestast og um helgina verða skúrir sunnan- og vestanlands en áfram þurrt og nokkuð bjart norð- austan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.