Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 6
5. október 2012 FÖSTUDAGUR6 LOKSIN S FÁANLE GAR Á NÝ! Viðamiklar aðgerðir lögreglu 80 LÖGREGLUMENN 3 LEITARHUNDAR 20 LÖGREGLUBÍLAR 16 HANDTEKNIR H öfu ð b o rgarsvæ ðið Eyrarbakki Mosfellsbær HafnarfjörðurVogar Reykjanesbær Lögregla handtók sextán manns í rassíunni. Þremur var sleppt fljótlega á eftir en þrettán var haldið yfir nótt, tveimur konum og ellefu körlum. SKÓLAMÁL Tálknafjarðarhreppur telur að farið hafi verið að lögum þegar gengið var til samstarfs við Hjallastefnuna um stjórn Tálkna- fjarðarskóla. Það er skoðun hrepps- ins að samningur við Hjalla- stefnuna hafi verið gerður með vitund mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, enda leitaði hreppur- inn eftir leiðsögn þess vegna breyt- inganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Eyrún Ingibjörg Sigþórs dóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, er skrifuð fyrir og var send fjölmiðlum í gær vegna umræðna um málefni grunnskóladeildar Tálknafjarðar- skóla. Ráðuneytið hefur sett sig upp á móti því að Hjallastefnan reki eina grunnskólann á staðnum. Jafnframt segir í yfirlýsing- unni að breytingarnar á starfsemi Tálknafjarðarskóla hafi verið gerð- ar í góðri trú og í góðu samstarfi við foreldra. Markmið breytinganna sé að bæta skólastarfið með hagsmuni nemenda grunnskólans og sam- félagsins að leiðarljósi. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að Tálknafjarðarhreppi hafi í júní verið bent á að ráðherra gæti einn veitt heimild til að Hjallastefn- an, sem hóf sitt starf í haust, gæti tekið við rekstri skólans. Ráðu- neytið hefur vísað málinu áfram til innanríkis ráðuneytisins. - shá Tálknfirðingar töldu samning við Hjallastefnuna ljósan menntamálaráðuneytinu: Telja löglega staðið að samstarfi FRÁ TÁLKNAFIRÐI Hjallastefnan tók við rekstri grunnskólans á staðnum í haust. MYND/EGILL AÐALSTEINSSON MENNTAMÁL Alls sóttu 84 um skólavist í Lögregluskóla ríkis- ins fyrir lok umsóknarfrests 23. september. Í hópnum voru 62 karlar og 22 konur, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Að lokinni yfirferð valnefndar voru átta umsækjendur metnir óhæfir vegna ungs aldurs, mennt- unarskorts eða brotaferils. Þá dró einn umsókn sína til baka. Því hafa 75 manns, 54 karlar og 21 kona, fengið boð um að mæta í inntökupróf sem haldin verða eftir rúma viku. - óká Átta voru taldir óhæfir: 75 í inntöku- próf lögreglu Borðar þú fisk í hverri viku? JÁ 75,5% NEI 24,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú áhuga á tísku? Segðu skoðun þína á Vísir.is LÖGREGLUMÁL Fjórir meðlimir og áhangendur vélhjólasamtakanna Outlaws voru leiddir fyrir dóm- ara í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru handteknir í risavaxinni lögregluaðgerð í fyrrakvöld sem teygði sig yfir nokkur sveitarfélög. Farið var fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir þremur körl- um og einni konu. Þeirra á meðal er Víðir Þorgeirsson, leiðtogi samtak- anna, sem kallaður er Tarfur. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir að smygla hingað rúm- lega 5.000 e-töflum. Dómari tók sér frest til dagsins í dag í máli Víðis en féllst á kröfuna í málum hinna. Málið hófst með rassíu á mið- vikudagskvöld. Þá réðst gríðarlega fjölmennt lögreglulið til inngöngu á sjö stöðum; í félagsheimili Out- laws við Hvaleyrarbraut í Hafn- arfirði, í heimahús í Mosfellsbæ, á Eyrarbakka og í Reykjanesbæ, á heimili Víðis í Vogum og á tveimur stöðum til viðbótar á höfuðborgar- svæðinu. Sextán voru handteknir, lang- flestir í félagsheimilinu þar sem fundur samtakanna stóð yfir. Þrír voru látnir lausir fljótlega en þrettán, ellefu karlar og tvær konur, gistu fangageymslur og sættu stífum yfirheyrslum í gær. Flest er fólkið meðlimir í Out- laws eða stuðningsklúbbum sam- takanna og flest hefur það komið við sögu lögreglu áður. Nokkr- ir hinna handteknu voru á meðal þeirra sem voru handteknir í ann- arri rassíu fyrir tveimur vikum sem beindist gegn Outlaws. Þá voru sjö handteknir og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við leit lögreglu á þessum sjö stöðum var lagt hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkni- efnum, stera, bruggtæki, landa og gambra, þýfi og margs konar egg- vopn. Að undanskilinni aðgerðinni í svonefndu Papeyjarmáli sem kom upp á Djúpavogi vorið 2009, sem um hundrað manns tóku þátt í, og ýmsum fjöldastjórnunaraðgerðum, svo sem við mótmæli, er aðgerð- in í fyrrakvöld sú umfangsmesta sem íslensk lögregla hefur nokkru sinni ráðist í. Rétt tæplega áttatíu lögreglu- menn tóku þátt í henni, meðal ann- ars vopnaðir liðsmenn sérsveit- ar Ríkislögreglustjóra. Þá voru starfsmenn tollgæslunnar með í för með sérþjálfaða leitarhunda og auk þess sprengjuleitarhundur Ríkislögreglustjóra. stigur@frettabladid.is Ein stærsta lögreglu- aðgerð fyrr og síðar Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru hand- teknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins. Í JÁRNUM Fernt var fært fyrir dómarann í gærkvöldi en hann tók sér frest til að úrskurða um varðhaldið. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.