Fréttablaðið - 05.10.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 05.10.2012, Síða 50
5. október 2012 FÖSTUDAGUR30 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 5. október 2012 ➜ Fundir 12.00 Michael T. Corgan, dósent við Boston-háskóla, ræðir bandarísku forsetakosningarnar og veltir fyrir sér ýmsum nýjum og sérkennilegum ein- kennum á þeim í ár. Fundurinn er boði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og fer fram í Odda, stofu 201. ➜ Hátíðir 12.00 Reykjavík International Film Festival er fullu fjöri í Reykjavík. Dagskrá má nálgast á heimasíðunni http://riff. is/schedule. ➜ Tónlist 12.00 Árni Heiðar,organisti í Víðistaða- kirkju, Emil Friðfinnsson hornleikari og Örn Magnússon orgelleikari leika á tón- leikum í Víðistaðakirkju. Á efnisskrá eru Hornkonsert í D-dúr eftir Telemann, og Andante eftir Mendelssohn, bæði fyrir horn og með orgelmeðleik. Að lokum munu þeir flytja Villanelle fyrir horn og píanó eftir Dukas. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 12.30 Óperuprakkarinn Jón Svavar Jósefsson og djasshundarnir úr kvartett- inum Ferlíki halda hádegistónleika í Háteigskirkju föstudaginn 5. október. Miðaverð er kr. 1.000. 19.30 Opnar klezmer-æfingar í Fríkirkj- unni undir stjórn Polinu Shepherd, einn- ar skærustu stjörnu heims í sunginni klezmer-tónlist. Shepherd er heiðurs- gestur klezmer-veislu sem Söngfjelagið býður til í Fríkirkjunni í Reykjavík dagana 5.-6. október. Æfingarnar eru opnar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera með og eru vanir að syngja í kór. Skrán- ing á klezmerveizla@gmail.com. 20.00 Tónleikaröðin Ef lífið væri söng- leikur hefst í Salnum í Kópavogi. Leik- og söngvararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson munu flytja lög úr klassískum söngleikjum, rokk- óperum, poppsöngleikjum og söng- perlur stóru söngleikjaskáldanna. Miðar á staka tónleika er kr. 3.400. 21.00 Halli Reynis leikur ásamt hljóm- sveit á Café Rosenberg. 22.00 Hljómsveitin Todmobile leikur á Græna hattinum á Akureyri. Forsöluverð kr.3.000. 23.00 Rokksveit Jonna Ólafs leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Dr. Lára Magnúsardóttir, for- stöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, flytur í sal Reykjavíkurakademíunnar hádegis- fyrirlesturinn „Náttúran í eigin rétti: Stjórnarskrá á mannamáli.” Af sjónarhóli er ný röð hádegisfyrirlestra Reykjavíkur- Akademíunnar þar sem vísinda- og fræðimenn taka fyrir málefni líðandi stundar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 20.00 Halldór Haraldsson flytur erindið Að hlusta á tónlist í húsi Lífspekifélags- ins að Ingólfsstræti 22. Í fyrirlestrinum notast Halldór meðal annars við tón- dæmi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Það var magnað að fylgjast með því hversu mikið jöklarnir eru að rýrna,“ segir Svavar Jónatansson ljósmyndari, sem hefur undanfarin ár verið aðstoðar- maður ljósmyndarans James Balog hér landi. Balog hefur myndað jökla og ísbreiður víða um heim undanfarin ár og það verk er efniviður heimildar- myndarinnar Á eftir ísnum eða Chasing Ice. Myndin, sem sýnd er á RIFF, er verk Jeff Orlowski. „Ég fylgdi Balog þegar hann var hér að mynda jökla árið 2005. Svo settum við upp myndavélar sem tóku myndir á klukku- stundar fresti,“ segir Svavar, sem meðal annars hefur haft það hlutverk að skipta um myndavélakort í vélunum nokkrum sinnum á ári. „Vélarnar eru í sérstökum kössum, skotheldum, og eru myndirnar teknar gegnum gler.“ Að sögn Svavars hafa tökurnar að mestu gengið vel fyrir sig. „Við þurftum að vísu að skipta úr plexí gleri yfir í gler, öskufok og veðrátt- an hafa aðeins verið að stríða okkur, en ekki alvarlega.“ Balog var áður en hann hóf verkið ekki sannfærður um að hlýn- un jarðar ætti við rök að styðjast en er í dag eldheitur baráttumaður gegn henni. „Heimildarmyndin er hvorki upphaf né endir á hans verki, hann er enn að mynda náttúruna,“ segir Svavar. Myndin verður sýnd á laugardag klukk- Mynduðu jökla á klukkustundar fresti SÓLHEIMAJÖKULL ÁRIÐ 2009SÓLHEIMAJÖKULL ÁRIÐ 2006

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.