Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 34

Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 34
8 • LÍFIÐ 5. OKTÓBER 2012 líka búin að fá ómetanlega aðstoð frá starfsmönnum Neyðarlínunnar, er orðin eins og húsköttur hjá þeim í Skógarhlíðinni. Ég spurði þá um daginn hvort þeir myndu ekki halda veislu þegar þeir yrðu lausir við mig en þeir þorðu nú ekki að viðurkenna það. Nú varstu valin besta fjölmiðla- kona landsins á dögunum – hvern- ig var sú tilfinning og hverju viltu þakka það? Ég verð að viðurkenna að mér þótti mjög vænt um það. Ekki að svona lagað breyti neinu til eða frá, en það er góð tilhugsun að maður þyki ekki ómögulegur. Þakka það? Hundaheppni með hóp álits- gjafa held ég bara, haha. Nei, ég veit það ekki. Ég hef alltaf reynt að vanda mig við það sem ég geri og það gleður mig ef fólk tekur eftir því. Langir vinnudagar Þú býrð á Akranesi, keyrir á milli og átt lítinn fallegan dreng. Koma aldrei erfiðir dagar sem reyna á mömmuhjartað? Ó, jú! Ég fékk sím- tal frá leikskólanum um daginn, var sagt að hann hefði dottið og þyrfti að fara til læknis. Mér fannst hræði- legt að komast ekki sjálf að sækja hann. Svo er hann mikið í pössun hjá ömmum og öfum þegar við for- eldrarnir erum að vinna langa vinnu- daga. En hann er kátur og glað- ur, það er það eina sem skiptir mig máli. Ég verð líka síðust til að van- meta þann fjársjóð sem felst í að fá að vera mikið hjá afa og ömmu. Ég var sjálf með annan fótinn hjá for- eldrum mömmu öll mín æskuár og er afskaplega þakklát fyrir það. Eru fleiri spennandi verkefni á dagskrá hjá þér? Já, heldur betur. Ég var líka að leggja lokahönd á bók sem heitir Gleðigjafar og var send í prentun í gær. Þetta er bók sem ég hef unnið ásamt vinkonu minni, Thelmu Þorbergsdóttur, en ég kynnt- ist henni þegar ég tók við hana við- tal fyrir Ísland í dag á síðasta ári. Til- efni viðtalsins var að Thelma á son sem er með Downs-heilkenni. Hún talaði við mig stuttu eftir viðtalið og bar undir mig hugmynd að bók sem hún hafði gengið með í maganum frá því sonur hennar fæddist. Bók sem innihéldi frásagnir foreldra sem hefðu eignast börn þar sem hlutirnir hefðu ekki verið „eftir bókinni“, þar sem foreldrar myndu segja frá bæði sorg- inni og gleðinni sem fylgir því að eiga einstök börn. Síðan hafa allar okkar frístundir farið í vinnslu bókarinnar sem inniheldur sögur tæplega 30 barna og foreldra þeirra. Sögurnar eru jafn misjafnar og þær eru margar enda var foreldrunum í sjálfsvald sett hvernig þeir settu þær upp. En það er áberandi samhljómur í bókinni allri og hann er sá að öll börn eru gleði- gjafar. Ég er afskaplega stolt af þess- ari bók og þykir mjög vænt um hana. Eitthvað að lokum? Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það felist sannleikskorn í því að maður hafi rétt fyrir sér hvort sem maður er sann- færður um að maður geti eitthvað eða ekki. 07.20 Vekjaraklukkan hringir. 08.20  Barnið komið í leikskólann og ég upp í bíl á leið til Reykja víkur. Yfirleitt með morgunmatinn með mér og maskara á öðru „aug- anu“ (ef það er svo gott). 09.00  Vinnudagur-inn hefst. Þessa dagana er ég á öðru hundr- aðinu að leggja lokahönd á Neyðarlínuþættina. 11.30  Ég er alltaf orðin svöng um ellefu- leytið og fer í hádegismat klukkan hálftólf. Það vill svo skemmtilega til að ég á þetta sameiginlegt með öllu mínu nánasta samstarfsfólki. 17.20  Keyri heim til Akraness. 18.00  Sæki Orra litla sem er yfirleitt í pössun hjá annarri hvorri ömm- unni eða afa. 19.00  Ég vildi óska þess að ég gæti sagst elda kvöldmat, en ég man ekki hvenær ég gerði það síðast. Er ekki einu sinni viss um að það hafi verið á þessu ári. Býð fjölskyldunni upp á hrökkbrauð með osti og gulrót. 21.00  Sonurinn sofn-aður. Síðast liðið ár hef ég eytt öllum kvöldum í tölvunni vegna Neyðarlínunnar og bókar sem heitir Gleðigjafar og er á leið í prentun. 01.30  Fer í háttinn og lofa sjálfri mér því að fara fyrr að sofa á morgun. Sigrúnar Óskar FRAMHALD AF SÍÐU 7 Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á fólki, sérstak- lega fólki sem er að gera eitt- hvað óvenjulegt, er skapandi eða hefur frá miklu að segja. Þessi vinna er alls ekki gallalaus en ég held að það sé leitun að skemmti- legri og fjölbreytt- ari vinnu. MYND/VALLI Laugavegi 101. Sími 552 1260. Opið frá 10 – 18. Útsala Útsalan byrjar í dag föstudag. Öll efni á 1000-1500 krónur. Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.