Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 5. október 2012 31 Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við sam- kynhneigð til muna. Í framhald- inu gæti lífstíðarfangelsi og jafn- vel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólög- unum og fyrir almennum réttind- um samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinn- ingar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sann- arlega lygilegri en skáld skapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir for- dómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi „hetjunum“, vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæð- ingur aktívistanna, haturs fullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuð borg Úganda), er eftirminni- legri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorg- in sem þau framkalla hjá áhorf- andanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktív- istarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Þessa verður þú að sjá. Besta heimildarmyndin í langan tíma Bíó ★★★★★ Call Me Kuchu Leikstjórn: Katherine Fairfax Wright, Malika Zouhali-Worrall. Sýnd á Riff-hátíðinni. RAUNVERULEIKINN Aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, segir í gagnrýni. Fyrsta smáskífulagið af væntan- legri plötu Bloodgroup hefur litið dagsins ljós og ber nafnið Fall. Lagið fæst eingöngu á Tónlist.is og fylgir með frí ábreiða hljóm- sveitarinnar af Bang Gang-laginu Sacred Things. Í byrjun nóvem- ber kemur svo stóra platan út og er hennar beðið með mikilli eftir- væntingu enda eru þrjú ár liðin frá því að platan Dry Land kom út. Í tilefni af nýja laginu mun hljómsveitin þeyta skífum á Bar 11 í kvöld. Sérstakir gestir verða Barði Jóhannsson og Jeaneen Lund sem munu einnig sjá um að þeyta skífum. Bloodgroup með nýtt lag BLOODGROUP Fyrsta lagið af væntan- legri plötu Bloodgroup er komið út. Söngkonunni Pink þykir fyndið að hún hafi verið í hópi valda- mestu stjarna heims samkvæmt Forbes. „Ég hugsa stundum um það og finnst það hlægilegt. Mér finnst ég valdamikil sem kona og mann- vera en ég skilgreini vald ekki í sama skilningi og Forbes gerði,“ sagði söngkonan. Hún viður- kennir einnig að hafa upplifað sig hjálparlausa á tímabilum og því hafi hún og eiginmaður hennar leitað til ráð- gjafa. „Manni finnst maður viðkvæmur, hjálparlaus og ótta- sleginn. Ég er bola- bítur, en tannlaus bolabítur. Þegar ég bít þá er ég í raun að biðja um ást og athygli.“ Tannlaus bolabítur VALDAMIKIL Pink hlær að því að hafa verið valin í hóp valdamestu stjarna heims. NORDICPHOTOS/GETTY OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11-18 LAUGARDAGA KL. 11 -17 GRÍPTU ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI OG GERÐU GÓÐ KAUP FYRIR DÖMUR OG HERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.