Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 5. OKTÓBER 2012 FULLT NAFN? Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. ALDUR? 32 ára (ég þurfti að hugsa mig um). STARF? Dagskrárgerðarkona á Stöð 2. HJÚSKAPARSTAÐA? Í sambúð. BÖRN? Orri Þór, 2 ára. Hvar ertu fædd og uppalin? Ég er fædd í Reykja- vík, bjó í Danmörku til sjö ára aldurs þar sem foreldr- ar mínir skildu og flutti eftir það heim á Akranes með mömmu. Síðustu 15 árum hef ég eytt á markvissum þvælingi milli landa og landshluta hér heima en ákvað fyrir fjórum árum að ég ætlaði að búa á Skaganum. Ég er frekar róleg að eðlisfari og kýs að hafa hlutina ein- falda þegar það er hægt. Þess vegna finnst mér svo gott að geta keyrt heim á Akranes eftir erilsaman dag á fréttastofunni þar sem símarnir hringja látlaust og allir eru í stöðugu kapphlaupi við tímann. Var óþolandi í minningunni Hvernig unglingur varstu? Mamma neitar að kann- ast við að ég hafi verið annað en til fyrirmyndar en í minningunni var ég óþolandi. Ég held samt að hún hafi ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af mér og þótt félagsskapurinn hafi verið upp og ofan var ég alltaf með mitt nokkurn veginn á hreinu. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega áhrifagjörn. Svo stóð ég mig í skól- anum og var dugleg að vinna. Jú, jú, kannski var ég bara til fyrirmyndar. Segðu okkur aðeins frá fjölmiðlaferli þínum, sem er orðinn nokkuð langur, og hvernig hann hófst. Það var fyrir hálfgerða tilviljun, er það ekki alltaf þannig? Ég hafði nefnt það við mömmu í hálf kæringi einhvern tímann að ég gæti hugsað mér að verða fréttaþulur. Skömmu seinna hitti hún bekkjarsystur mína úr grunnskóla og einhvern veginn barst í tal að frændi hennar, sem á héraðsfréttablaðið Skessuhorn, væri að leita að blaðamönnum. Mömmu misminnti eitthvað örlítið og sagði að mig langaði einmitt svo í blaðamennsku. Augnabliki seinna var búið að ráða mig til starfa á Skessuhorni. Þá var ég 19 ára. Eitt leiddi af öðru og það er svo ótrúlegt að ég hef aldrei þurft að sækja um vinnu innan fjölmiðla. Þetta hefur bara rúll- að einhvern veginn. Ekki gallalaus vinna Ertu í draumastarfinu í dag? Já, svo sannarlega. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á fólki, sérstaklega fólki sem er að gera eitthvað óvenjulegt, er skapandi eða hefur frá miklu að segja. Þessi vinna er alls ekki galla- laus en ég held að það sé leitun að skemmtilegri og fjölbreyttari vinnu. Hvernig varð hugmyndin að neyðarlínuþættinum til? Fyrir þremur árum fékk ég símtal frá fulltrúa Rauða krossins vegna skyndihjálparmanns ársins. Hugmynd þeirra var að gera meira en stutta frétt um verðlauna- hafa þess árs. Við hittumst á fundi og eftir smá spjall nefndi einhver að mögulega væri hægt að nota símtal- ið til Neyðarlínunnar í umfjölluninni. Fram að því hafði ég ekki einu sinni gert mér grein fyrir því að þessi sím- töl væru geymd. Sú sem vann þetta árið hafði bjarg- að föður sínum sem fór í hjartastopp í sumarbústað fjölskyldunnar, en auk feðginanna voru tvö ung börn á svæðinu a að við flét ég man ek umfjöllun hugsaði é röð en þa inni í fram Ánægð me Það hlýtu upplýsing eflaust er svolítið á að þetta h til búin að Þetta er b og það kæ væru bún En ég e sem betur um sögum hjálpað ö Fjölmiðlaferill Sigrúnar Óskar hófst fyrir algjöra tilviljun þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Er óhætt að segja að hann sé búinn að v ÞÓTTI VÆNT UM VIÐURKENNINGUNA Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur unnið hörðum höndum að nýjum sjónvarps- þáttum undanfarið sem bera heitið Neyðarlínan og fjalla um íslensk mál sem farið hafa í gegnum Neyðarlínuna. Lífið tók púlsinn á þessari kröftugu fjöl- miðlakonu sem var á dögunum valin sú vinsælasta af álitsgjöfum DV, spjall- aði við hana um ferilinn og fleiri spennandi verkefni sem fram undan eru. SJÓNVARPSÞÁTTUR? 60 Minutes. TÍMARIT? Home & Delicious, Hús og híbýli og Bo bedre. VERSLUN? Einarsbúð. VEFUR? Ég gleymi stað og stund þegar ég dett inn á pinterest.com. HREYFING? Jóga, sund og fjallgöngur. Þegar mig vantar frið til að hug búin að skipuleggja næstu fimm daga í smáatriðum. DEKUR? Það er fátt betra en gott nudd. S. 572 3400 Smart verslun fyrir konur Sími 572 3400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.