Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 18

Fréttablaðið - 05.10.2012, Side 18
18 5. október 2012 FÖSTUDAGUR Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi land- búnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila inn- flutning örfárra tonna af nánar til- teknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofur- tolla sem þegar voru lagðir á þenn- an innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýs- ingar um beinan og óbeinan stuðn- ing við landbúnað í aðildar löndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofn- unarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutn- ingsverndin var íslenskum fram- leiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neyt- endur hafi greitt mjólkurfram- leiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindr- ana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutn- ingstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rök- styðja stuðning við innflutn- ingstakmarkanir á landbún- aðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnu- sjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neyt- enda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúk- linga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 millj- arðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnu- legu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Mörg er matarholan Samtök atvinnulífsins hafa birt tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Tillögurnar miða að auknu samstarfi stjórn- valda og atvinnulífs til að styrkja stöðu samkeppnisreglna. Til- gangurinn er að auðvelda fyrir- tækjum að átta sig á inntaki lag- anna. Óskað er eftir almennum leiðbeiningum um hvernig unnt sé að meta hvort fyrirtæki hafi náð markaðs ráðandi stöðu. Það er sjaldnast ljóst hvenær því marki er náð. Það getur verið háð því hvernig yfirvöld skilgreina mark- aði en fordæmi liggja sjaldnast fyrir. Er íslensk bókabúð í sam- keppni við erlendar vefverslanir? Leiðbeiningar samkeppnis- yfirvalda eru sérstaklega mikil- vægar því íslensk fyrirtæki vilja síst af öllu brjóta samkeppnislög með álitshnekki og kostnaði sem því fylgir. Samkeppnislöggjöfin er mjög mikilvæg öllu atvinnu- lífinu til að þeir sem telja á sér brotið á markaði geti fengið skjóta úrlausn sinna mála. Það er ekki síður mikil vægt fyrir þá sem eru til rannsóknar. Annað meginefni tillagna SA er að samkeppnisreglur verði hér sambærilegar við það sem gengur og gerist á Evrópska efnahags- svæðinu. Af og frá er að halda því fram, eins og forstjóri Sam- keppnis eftirlitsins gerði á opnum fundi SA í vikunni, að Evrópu- reglurnar séu sniðnar að hags- munum stórfyrirtækja. Hafa verður í huga að íslensk fyrir- tæki eru langflest smá í erlendum saman burði. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að forstjórinn virtist í orðum sínum leggja sér- staka fæð á það sem hann kallar stærri fyrirtæki sem vilji starfa í friði fyrir Samkeppniseftir litinu og að Samtök atvinnulífsins dragi taum þeirra sérstaklega. Þessi orð eru fjarri öllu lagi, Samtök atvinnulífsins berjast fyrir hagsmunum allra fyrir- tækja, stórra sem smárra. Sam- tökin gæta að hag fyrirtækja sem vaxið hafa og dafnað í samræmi við lög og rétt og gæta líka að því að óstofnuð fyrirtæki búi við sanngjarnar leikreglur sem sam- ræmast því sem gengur og gerist í kringum okkur. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvað forstjóri Sam keppnis eftirlitsins bregst illa við málefnalegum athugasemdum SA við samkeppnislögin og fram- kvæmd þeirra og spyrnir fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur sem einungis geta orðið til að seinka nauðsynlegum efnahags- bata og koma í veg fyrir hraðari endurreisn atvinnulífsins. Hann virðist telja sig handhafa hins endan lega sannleika í málinu. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram hógværar tillögur sem miða að því að samkeppnislög og fram- kvæmd þeirra verði svipuð og í samkeppnisríkjunum. SA vilja ræða við stjórnvöld um breytingar og munu fylgja málinu eftir. Samkeppnisreglur eru mikilvægar Tafla 2 Verðmæti innflutningsverndar jafnað á ársverk, áætlun höfundar með hliðsjón af upplýsingum frá Hagstofu Íslands og Hagþjónustu landbúnaðarins Afurð Áætlaður fjöldi ársverka Fjárhæð á ársverk Mjólk 2.000 997.500 kr. Svínakjöt 83 8.012.048 kr. Kjúklingar og egg 95 24.621.053 kr. Tafla 1 Verðmæti innflutningsverndar og verðmæti framleiðslu valinna landbúnaðaraf- urða á Íslandi 2011. Upplýsingar frá OECD. Mjólk 1.995 9.618 21 Svínakjöt 665 2.188 30 Kjúklingar 1.788 2.649 67 Egg 551 955 58 Samtals 4.999 15.410 32 Markaðsstuðningur sem hlutfall verðs til bænda, %Afurð Verðmæti inn- flutningsverndar, milljónir kr. Verðmæti framleiðslunnar, milljónir kr. Landbúnaður Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Samkeppni Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvað forstjóri Samkeppniseftirlitsins bregst illa við málefnalegum athugasemd- um SA við samkeppnislögin og framkvæmd þeirra … afmælisboð VERIÐ VELKOMIN Á 4 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ AFMÆLISHELGI 5.–7. OKT. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! AF NETINU Galopnir til kosninga Nú erum við komin að þeim stað í íslenskum stjórnmálum að farið er að tala um að flokkar gangi „opnir“ til kosninga. Þetta þýðir að við, kjósendur, fáum ekkert að vita um hvað þeir ætlast fyrir eftir kosningarnar. Nú er einkum einblínt á Samfylkinguna. Hún gæti orðið í lykilstöðu eftir kosningar. Jóhanna útilokaði nánast að hún myndi vinna með Sjálfstæðis- flokknum, formannsefnið Árni Páll segist geta unnið með hverjum sem er. Orð hans fá nokkuð góðar undirtektir meðal Samfylkingarfólks. http://eyjan.pressan.is Egill Helgason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.