Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 24
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 BOTN 2 eggjahvítur 30 g sykur 80 g salthnetur 50 g flórsykur Hitið ofninn í 170 gráður. Þeytið eggja- hvítur og sykur þar til blandan verður stíf eins og marens. Grófhakkið salthnetur í matvinnsluvél með flórsykrinum. Setjið hnetublönduna var- lega saman við mar- ensinn með sleikju. Setjið blönduna í smurt kökuform og bakið í miðjum ofni í um það bil 25 mín- útur. Kælið. KARAMELLA 70 g sykur 1 1/4 dl rjómi 150 g hvítt súkkulaði 20 g smjör Bræðið sykurinn í potti, takið af hit- anum og bætið rjóm- anum saman við. Látið malla undir loki í smá stund eða þar til karamellan er leyst upp. Skerið súkkul- aðið smátt og setjið út í rjómablönduna. Látið bráðna ásamt smjörinu. Hellið kara- mellunni á salthnetu- botninn. SÚKKULAÐIMÚS 150 g dökkt súkkulaði (60%) 75 g ósaltað smjör 1/2 dl espresso eða sterkt kaffi 1 matarlím 2 eggjarauður 2 eggjahvítur 50 g sykur Skerið súkkulaðið mjög smátt og bræðið í vatnsbaði ásamt smjörinu. Leggið mat- arlímið í kalt vatn í fimm mínútur. Kreist- ið vatnið frá líminu og látið það síðan bráðna í heitu kaffi. Hrærið eggjarauðunum í súkkulaðið og síðan heitu kaffinu. Blandið öllu vel saman. Þeytið eggjahvítur og sykur í marens. Bætið marensinum varlega saman við súkkulaði- blönduna. Leggið súkkulaðiblönduna ofan á karamelluna og setjið í ísskáp. Súkkulaði músin á að stífna. Takið úr form- inu rétt áður en lagt er á borð og skreytið fallega. TERTA UM HELGINA Nú er tími saumaklúbbanna runninn upp. Ljúf- fengar tertur eru alltaf vinsælar og hér er upp- skrift að girnilegri karamellutertu. ■ Flottir krakkar Það stendur mikið til hjá nemendum á strengja- hljóðfæri um helgina. 350 nemendur alls staðar að af landinu fjölmenna á strengjamót í Grafar- vogi. Það er Tónlistarskólinn í Grafarvogi sem stendur fyrir mótinu. Þátttakendum er skipt í fjórar hljómsveitir eftir aldri og getu. Mótinu lýkur með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudag kl. 14.00. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Stjórnendur sveitanna verða Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Guð- mundur Kristmundsson og Wilma Young. STRENGJANEMAR Í HÖRPU Í nýlegri könnun sem gerð var í Bret-landi kemur í ljós að um fjórðungur Breta telur kassavín ekkert síðra en vín í flöskum. Bretar gera minni kröfur til víns eftir að efnahagsástandið versnaði. „Norðmenn elska kassavín,“ var fyrir- sögn í norsku viðskiptablaði í sumar. Þar segir að kassavín sé um helmingur þess áfengis sem selt er í vínbúðum. Á sama tíma hefur bjórsala dregist saman þar í landi. Gissur Kristinsson, vínþjónn hjá Vínbúðinni, segir að sala á kassavínum hafi smátt og smátt aukist hér á landi. „Norðmenn og Svíar eru þó miklu fremri í þessu því þar er hlutfall kassavíns í heildarsölu áfengis mun meira en hér. Ís- lendingar breyttu neysluvenjum sínum mikið eftir hrunið. Kassavínin hafa verið aðeins ódýrari og þess vegna velja marg- ir þann kost. Tækninni hefur fleygt fram í að pakka vínunum og gæðin batnað frá því sem áður var.“ Gissur segir að eftir hrunið hafi inn- flytjendur léttvíns hér á landi strax orðið varir við breytingar á innkaupavenjum fólks í Vínbúðunum. „Fólk keypti ein- göngu ódýr vín sem voru skilaboð til inn- flytjenda að leita eftir þeim. Gæðin hafa á sama tíma dalað mikið. Þegar tómahljóð er í buddunni sættir fólks sig frekar við lélegra vín ef það fæst fyrir minni pen- ing. Úrvalið af ódýrari vínum hefur því stóraukist í Vínbúðunum. Mesta salan er í vínum sem kosta undir 1.700 krónur. Það er eðlileg þróun sem allir gátu átt von á. Ákveðinn hópur manna kaupir vín á verðbilinu 1.700 til 2.500 en þar fyrir ofan er mjög hverfandi sala.“ Vínþjónninn bendir á að fyrir hrun hafi Íslendingar verið að drekka gæða- vín á ótrúlega lágu verði. „Við seldum mun meira af dýrari vínum þá, enda var evran í kringum 80 krónur. Á einni nóttu breyttist gengið og áfengisálögur og það var 45% hækkun í Vínbúðunum sem var áfall fyrir alla. Starfsfólkið okkar þurfti til dæmis að verja þessa hækkun fyrir óánægðum viðskiptavinum. Nú virðist fólk hafa sætt sig við að kaupa ódýrari vöru og minni gæði,“ segir Gissur og vonast til að þetta breytist aftur til fyrra horfs haldi efnahagsbatinn áfram. „Það virðist þó vera tilhneiging út um allan heim hjá ákveðnum hópum að splæsa í eina eða tvær góðar vínflöskur í stað þess að kaupa kassavín. Það væri ánægjulegt ef sú þróun yrði líka hér, að fólk drykki færri lítra en betri vín. Ég trúi ekki öðru en að við stefnum í sömu átt með tímanum.“ Er ekki hætta á að fólk drekki meira vín sé það með kassa heima? „Jú, það er vissulega svo. Bjórfram- leiðendur hafa til dæmis farið út í það að selja bjór í tíu dósa pakkningum í stað sex áður. Allar líkur eru á því að sá sem keypti sex dósa kippu fyrir helgi og kláraði hana taki núna tíu dósirnar,“ segir Gissur, en raunin mun einmitt hafa orðið þannig. ■ elin@365.is VELJUM ÓDÝRARI OG GÆÐAMINNI VÍN MINNI KRÖFUR Neysla á léttum vínum hefur breyst mikið eftir hrunið. Kassavín og ódýr flöskuvín seljast mest í Vínbúðum. KASSAVÍNIN HAFA BATNAÐ Gissur Kristinsson vín- þjónn segir að aukning hafi verið á sölu á kassa- víni en þó mest á ódýru flöskuvíni. MYND/ANTON Úlpur á 23.900 kr. Við erum á Facebook Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 www.rita.is Str. 40 - 56/58 Omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd Sótt í Suðurskautshafið, hreinasta hafsvæði veraldar • Gott fyrir hjarta, heila, taugar og liði • 1-2 hylki á dag! • Ekkert eftirbragð og engin uppþemba NORÐURKRILL NORÐURKRILL fæst í heisubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Taktu þátt í vísnaleik Norðurkrill á facebook Sendu inn vísu um Norðurkrill, við veljum vísu vikunnar og verðlaunum með einum pakka. Þú finnur upplýsingar um Norðurkrill á www.gengurvel.is Þú Nor ðurkrill ið nota átt það nóg af kraf ti geym ir, hjartan s vöðva r hljóta mátt og hrað ar blóði ð streym ir. Kristjá n Hrein sson P R E N T U N .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.