Fréttablaðið - 05.10.2012, Síða 48

Fréttablaðið - 05.10.2012, Síða 48
5. október 2012 FÖSTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is It is not a metaphor og Hel haldi sínu nefnast verkin tvö sem Íslenski dansflokk- urinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Seinna verkið sækir efnivið í norræna goða- fræði og hið fyrra er samið við tónlist Johns Cage í til- efni af 100 ára afmæli hans. Höfundar verkanna eru Cameron Corbett og Jérome Delbey. „Þetta eru mjög ólík verk,“ segir Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, einn dansara Íslenska dansflokksins, sem dansar í báðum verkunum. „It is not a metaphor er létt og skemmtilegt en um leið skiptir hver hreyfing máli. Við dönsum bara þrjú í því en í Hel haldi sínu dansar allur flokkurinn og það er mun dramatískara, má næstum kalla það óperudans. Bæði verkin eru mjög vel samin og sjónræn og ég get alveg lofað sterkri upplifun í kvöld.“ Bæði verkin voru samin sérstak- lega fyrir dansflokkinn og höfund- arnir stjórnuðu uppsetningunni sjálfir. Jérôme leitar innblást- urs í norrænu goðafræðinni og fjallar verkið um sköpun og enda- lok heimsins út frá gömlu nor- rænu trúarbrögðunum. Auk þess að semja dansinn hannar Jérôme leikmynd og búninga. Tónlist verksins er Vier letzte Lieder eða Fjögur síðustu ljóð eftir Richard Strauss sem fjalla um árstíðirn- ar og hina eilífu hringrás lífs og dauða. Einnig hljómar tónlist Önnu Þorvaldsdóttur í verkinu. It is not a metaphor eftir Cameron Corbett sækir innblástur í hin ólíku þemu og listabylgjur sem komu fram á tuttugustu öldinni. Tónlistin er í höndum Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara en hún flytur tónlist John Cage á „prepared“ píanó. Dansflokkurinn er skipaður tíu dönsurum, fimm konum og fimm körlum. Auk þess dansa tveir ges- tadansarar í Hel haldi sínu. Næsta sýning verður þann 11. október en aðeins sex sýningar verða á verk- unum. fridrikab@frettabladid.is Sveiflast milli léttleika og dramatíkur EINKASÝNING Ragnheiðar Jónsdóttur verður opnuð í Listasafni ASÍ klukkan 15 á morgun. Sýningin nefnist Slóð og þar sýnir Ragnheiður 16 stórar kolateikningar og átta verk frá fyrstu grafíksýningunni. 31. LÉTT OG SKEMMTILEGT Hjördís Lilja ásamt Aðalheiði Halldórsdóttur og Hannesi Þór Egilssyni í verkinu It is not a metaphor sem samið er við tónlist Johns Cage. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson mynd- listarmaður opnar sýninguna Þrír stað- ir í Gallerí Ágúst á laugardaginn. Á sýningunni eru ný málverk unnin upp úr þremur ljós- myndum teknum af vatni á ólíkum stöðum; við Font á Langanesi, Jökulsá á Fjöllum og hyl í smálæk á Barða- strönd. Þar hefur Sigtryggur myndað ólík vatnsyfirborð og reynt að fanga í mál- verkum sínum sam- spil náttúrunnar sem endurspeglast í hreyfingu vatnsins. Verkin eru unnin með olíu á striga og vatnslit á pappír. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stundaði nám við Myndlista- skólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og École des Arts Decoratifs í Strasbourg, Frakklandi og hefur nú haldið á þriðja tug einkasýninga. Sigtryggur hefur unnið langmest með málverk og undanfarinn áratug einbeitt sér að verkum út frá vatnsflötum, sér í lagi straumvatni. Sigtryggur sat í safnráði Listasafns Íslands um þriggja ára skeið og í stjórn Myndlista- skólans í Reykjavík í meira en áratug og hefur kennt þar. Verk eftir Sigtrygg má finna í öllum helstu söfnum landsins og hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Straumvatn á striga JÖKULSÁ Á FJÖLLUM Sigtryggur byggir verkin á sýningunni á ljósmyndum af vatnsyfirborði á þremur stöðum á landinu. Hinar sívinsælu bækur Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta og Ronja ræningjadóttir, hafa nú verið endur útgefnar. Bróðir minn Ljóns- hjarta kom fyrst út á íslensku árið 1976 og er nú að koma út í sjöunda sinn. Ronja ræningja- dóttir kom fyrst út árið 1981 á íslensku, sama ár og sænska frumútgáfan. Hún er einnig að koma út í sjöunda sinn. Báðar þessar bækur hafa verið ófáanlegar í nokkur ár. Koma út í sjöunda sinn VINSÆLAR Bækurnar um Ronju og bræðurna Ljónshjarta hafa lengi verið ófáanlegar. Nokkrum aukasýningum á gaman leiknum Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason hefur verið bætt við. Verkið var fyrst sýnt í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi í sumar við góðar undirtektir, jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda. Í haust var verkið sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, en vegna góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda sýningum áfram um ótil- greindan tíma. Verkið fjallar um trúðana Skúla og Spæla, sem hafa starfað saman lengi. Skúli er ævinlega kátur og bjartsýnn en Spæli er krumpaður og tortrygginn. Fljót- lega kemur babb í bátinn þegar Spæli kveður upp úr með að þeir félagar hafi enn einu sinni lent á vitlausum áhorfendum sem hlæi á kolröngum stöðum. Leikarar eru Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson en Halldór Gylfason leikstýrir. Trúðleikur heldur áfram TRÚÐLEIKUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.