Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 18
18 31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfis- spjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað upp úr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum ill- vígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Niður stöður verkefnahóps um rammaáætlun sýna að aðeins er eftir að virkja um tvær og hálfa Kárahnjúkavirkjun þegar allt er talið. Við megum ekki spilla náttúrugæðum í fljótfærni – vegna þess að þau eru verðmæti í sjálfu sér, og vegna þess að þau eru grundvöllur annarra atvinnu- greina en stóriðju. Við verðum líka að fá gott verð fyrir orkuna á 21. öld. Tímar kynningarbæk lingsins „Cheapest Energy Prices“ eru liðnir. Merkilegt mál með langt nafn – rammaáætlun um vernd og orku- nýtingu landsvæða – er nú til umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Með samþykkt fyrstu ályktunar- innar um þetta verða straumhvörf í þessum viðkvæmu deilu málum. Landsvæðum þar sem hugsanlegt er að virkja verður skipt í þrjá flokka. Sum fara í verndarflokk sem merkir að það land verður helgað öðru en orkunýtingu, svo sem útivist og ferðamennsku. Önnur fara í orkunýtingarflokk, sem merkir að engin sérstök hindrun er í vegi fyrir virkjunar- rannsóknum, leyfisumsóknum, umhverfismatsgerð o.s.frv. Enn önnur fara í biðflokk, þau sem ekki hafa verið rannsökuð nægilega eða menn vilja hinkra með að ákveða vegna „almannahagsmuna“ eins og segir í áliti frá iðnaðarnefnd þings- ins vorið 2011. Margir hafa að vonum fagnað rammaáætluninni sem merki nýrrar sáttar. Tímar umræðu og átaka um einstakar virkjanir eða náttúrusvæði eru hins vegar ekki liðnir. Slíkur ágreiningur verður ekki leystur með lögum og þings- ályktunum, allra síst fyrir fram. Sú sátt sem næst með rammaáætl- unarskipulaginu ef vel gengur er umfram allt sátt um leikreglur. Samkomulag um að taka ákvarð- anir um dýrmæt náttúrugæði í ljósi allra bestu upplýsinga og með fulla yfirsýn um afleiðingarnar, bæði á staðnum sjálfum og úti um allt land. Hávaði um biðtillögu Í tillögunni sem nú liggur fyrir eru ein 67 landsvæði undir. Gert er ráð fyrir að 20 þeirra verði undan skilin orkunýtingu og vernduð með ein- hverjum hætti. Þetta eru merki- leg svæði og fyrirhuguð verndun markar mikinn áfanga í sögu okkar með landinu: Þjórsárver tryggð, Torfajökuls svæðið, Gjástykki, Brennisteinsalda, Gren dalur, Jökul sá á Fjöllum, Kerlingar fjöll … Áfram verða 16 kostir opnir fyrir virkjunarathugunum og -fram- kvæmdum, en í bið fer 31 land- svæði þar til allar upplýsingar liggja fyrir. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið mikill hávaði kring- um þessa tillögu en í raun virðist helst deilt á samtals 6 virkjunar- kosti af 67, á tveimur svæðum, í Þjórsá neðanverðri og á hálendinu austan Vatnajökuls, sem ætlunin er að fari í biðflokkinn meðan aflað er frekari upplýsinga. Fulltrúar gömlu sovésku stóriðjustefnunnar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki fullyrða að vondir pólitíkusar hafi sett puttana í faglega niðurstöðu, og hóta að snúa öllu við ef þeir kom- ast í ríkisstjórn. Þó hefur það eitt gerst frá tillögu fagmannanna að þessir nokkrir kostir voru settir í biðflokk. Viðsnúningurinn hjá þeim getur þá varla falist í öðru en að fjölga enn í biðflokknum. Ég hef verið tilnefndur fram- sögumaður þessa máls í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, og er ánægður með ábyrgð og traust sem í því felst. Þetta er eitt allra mikil- vægasta þingmál kjörtímabilsins, og við verðum að vanda okkur við það – en sómi okkar liggur líka við að afgreiða áætlunina og koma á þeim nýju siðlegu vinnubrögðum í umgengni við landið okkar sem í henni felst. Við það verk þurfum við ekki síst að muna að við sem nú erum á dögum eigum ekki Ísland – heldur fengum það að láni frá for- eldrum okkar, til að afhenda það börnum okkar, þannig að staðfærð séu fleyg orð sunnan frá Afríku um mannkynið og jörðina. Sátt um leikreglur Barnaheill – Save the Child-ren á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráð- herra hefur lagt fram um fram- tíðarfyrirkomulag tannlækn- inga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækn- ingar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækn- ingar allra barna þeim að kostn- aðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsu- fars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðis- þjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheilla- þróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefði Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD- landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostn- aður við tannlækningar er megin ástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tann- lækna og samfélagið allt að leggj- ast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóf- lega sykur neyslu barna. Sykur- neysla íslenskra barna í formi sæl gætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðar- ráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur. Heilbrigðar tennur! Meðan Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund í höfuð stöðvar bankans til kynna fyrir sér og markaðsdeild bankans hugmynda- vinnu er nýst gæti til markaðs- sóknar. Á þeim fundi lagði ég m.a. til að þáverandi vígorði bankans, „Íslandsbanki 100%“, yrði skipt út fyrir hið hugmyndamiðaða víg- orð „Reiknaðu með okkur“. Til að útskýra nánar hugmyndina bak við hið nýja vígorð lagði ég fram kynn- ingarbækling sem ber yfirskriftina „Reiknaðu með okkur“ og fletti í gegnum hann, blaðsíðu fyrir blað- síðu, með fundar mönnum. Eftir að Birna Einarsdóttir og hennar nánasta samstarfsfólk hafði rann- sakað hugmyndir mínar ofan í kjöl- inn í heilan mánuð kvað hún upp úr að bankinn kysi að halda sig til hlés að sinni. Um mitt árið 2011 tekur Fjár- mögnunarþjónusta Íslandsbanka upp nafnið Ergo og fylgdi nafna- breytingunni úr hlaði með mjög kröftugri markaðsherferð undir vígorðinu „Reiknaðu með okkur“. Vígorðið hafði nákvæmlega sömu skírskotun og ég hafði lagt áherslu á þegar hugmyndavinna mín var kynnt fyrir Birnu Einarsdóttur. Til þessarar markaðsherferðar var stofnað, án alls vafa í mínum huga, með því að opna hugmyndapakka minn upp á gátt og gjörnýta innsta kjarna hans í þágu Ergo. Þar sem um augljósan hug- mynda stuld var að ræða að mínu mati setti ég mig í samband við Birnu Einarsdóttur og krafðist þess að bankinn leiðrétti sinn hlut gagn- vart mér. Sú leiðrétting hefur ekki enn séð dagsins ljós enda Birna upptekin við að þvo hendur sínar af ósómanum. Og með samstilltu átaki Jóns Hannesar Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Ergo, og Hólmfríðar Einarsdóttur, núverandi markaðs- stjóra, átti að sjá til þess að hvorki félli blettur né hrukka á Birnu Einars dóttur í þessu máli. Í viðtölum hefur Birna borið fyrir sig minnisleysi þegar hugverk mitt hefur borið á góma. Sem helg- ast helst af því að þegar hún gegndi stöðu markaðsstjóra þá stóðu menn í biðröðum fyrir utan bankann og vildu ólmir selja bankanum upp- skriftir að markaðsherferðum. Og Birna hafði bara ekki undan að taka við hugmyndum, fékk víst 5-10 uppskriftir á viku að eigin sögn. En óvart missti hún út úr sér í sama viðtali að ég hefði matreitt ofan í hana markaðshugmyndir á sínum tíma. Svo að eina stundina er hún marghrjáð af minnisleysi en aðra stundina bregst minnið henni ekki. Birna telur líka að það skipti máli að bankinn hafi skipt um aug- lýsingastofu í millitíðinni! Hverju breytir það varðandi hugverka- kynningu mína innan bankans? Og hvers vegna skiptir það máli þegar vitað er að markaðsdeild bankans og auglýsingastofan búa hvort eð er í sömu blokk ef svo má að orði komast? Auk þess hefur Birna haldið því á lofti að hún hafi enga aðkomu að markaðsherferðum og lætur í það skína að markaðsdeildin sé henni nánast óviðkomandi. Og hún, fyrr- verandi markaðsstjórinn, heldur því fram að hún sé ekkert „inni í“ málum markaðsdeildarinnar. En á sama tíma keppist hún við á banka- þingum að lofa markaðsdeild bank- ans fyrir markaðsherferð Ergo! Málflutningur Birnu Einars- dóttur hefur verið fráleitur í alla staði. Það segir sig auðvitað sjálft að þegar bankastjóri hefur fengið rækilega kynningu á sértæku markaðshugverki þá getur mark- aðsskúta bankans ekki veitt hug- verkið í net sitt og síðan borið þann skjöld fyrir sig að banka stjórinn hafi ekki staðið á dekki þegar trollið var híft inn! Og hver ber annars ábyrgð á þeim verkum sem hrint er í framkvæmd með vitund og vilja bankastjórans? Það skyldi þó ekki vera Birna sjálf? Menningarmálaráðuneytið í Danmörku hefur orðið þess áskynja að hugverkasmiðir eru tregir til að kynna hugmyndir sínar innan fyrirtækja af ótta við að hugverki þeirra verði stolið. Lagagreinar þar í landi leggja blátt bann við því að fyrirtæki geti í heimildarleysi nýtt sér hugmyndavinnu sem hefur verið kynnt innan fyrirtækisins. Til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti stolið hugverkum ann- arra hefur ráðuneytið danska hvatt hugverkasmiði til að treysta varnir sínar gagnvart mögulegum hugmyndaþjófum. Lagt er til að hugverkasmiðir, sem vilja koma hugmyndum sínum á framfæri, láti viðkomandi fyrirtæki skrifa undir yfirlýsingu um algjöran trúnað og leynd. Auk þess er mælst til þess að hugverkasmiðir leiti til lögmanns sem staðfestir með dagsetningu og undirskrift hver sé höfundur umrædds hugverks. Mistök mín fólust í því að treysta orðum manna og það skyldi enginn gera í mínum sporum! Hvernig verja menn sig gagnvart hugverkaþjófum? Heilbrigðismál Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Sykurneysla ís- lenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt um- fram það sem eðlilegt getur talist. Markaðsmál Jón Þorvarðarson stærðfræðingur og rithöfundur Rammaáætlun Mörður Árnason alþingismaður Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er takmörkuð auðlind. Mistök mín fólust í því að treysta orðum manna og það skyldi enginn gera í mínum sporum! KYNNINGAR Karl K. Karlsson Hafliði súkkulaðimeistari MARSEILLE sápur Kaffitár Búrið FIMMTUDAGINN 1. NÓVEMBER Frá 18:30 21 00 - : KONUKVÖLD p g ,ILVA Kor utor i s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is ÓTRÚLEG TILBOÐ 30% a f öllum CHRISTMAS jólavörum, MARSEILLE sápum, kertum og púðum DAGSKRÁ Lifandi tónlist Frostrósir Friðrik Ómar Happdrætti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.