Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 34
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa,
sonar og bróður,
ELINÓRS HARÐAR MAR
Eyjabakka 10, Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. nóvember klukkan 13.00.
Árni Eggert Harðarson
Elinóra Ósk Harðardóttir Gunnar Valgeirsson
Halldór Þór Harðarson
Alda Sigurrós Júlíusdóttir
Óskar Árni Mar Vilborg Sigurðardóttir
og barnabörn.
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐFINNA HENNÝ JÓNSDÓTTIR
Fögrukinn 13, Hafnarfirði,
andaðist þriðjudaginn 23. október. Útförin
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00.
Sólveig Jónsdóttir Sævar Gunnarsson
Jenný Jónsdóttir
Jón Auðunn Jónsson Ólafía Guðjónsdóttir
börn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA STEINSDÓTTIR
frá Hrauni á Skaga,
Fróðengi 3, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við
Hringbraut miðvikudaginn 24. október,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00.
Benedikt Andrésson
Guðrún H. Benediktsdóttir Halldór Jónsson
Vilborg Benediktsdóttir Árni Hjaltason
Auður Benediktsdóttir Guðni Karl Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir og faðir,
HALLDÓR GUNNLAUGSSON
Hamravík 28,
er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Rósa Emilia Óladóttir Gunnar Ársælsson
Sindri Gunnarsson Vala Ósk Gylfadóttir
Guðrún Björg Gunnarsdóttir
Ágúst Freyr Halldórsson
Elín Helga Halldórsdóttir
Sölvi Thor Halldórsson
Emilia Ósk Halldórsdóttir
Okkar yndislegi pabbi, tengdapabbi og afi,
GRÍMUR JÓNSSON
járnsmiður og veiðimaður,
Sléttuvegi 19,
sem lést að heimili sínu þriðjudaginn
23. október síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Gunnar, Gígja Hrund, Hugi Þeyr, Ásgrímur og Ásta Ísafold.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGÓLFUR GUÐJÓNSSON
frá Eyri, Ingólfsfirði,
Nýbýlaveg 80, Kópavogi,
sem lést mánudaginn 22. október, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
2. nóvember kl. 13.00.
Ólafur Ingólfsson Svanhildur Guðmundsdóttir
Lára Ingólfsdóttir Jón Leifur Óskarsson
Sigurður Ingólfsson Ingunn Hinriksdóttir
Halldór Kr. Ingólfsson Hrönn Jónsdóttir
Guðjón Ingólfsson Harpa Snorradóttir
Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir Guðmundur Jóhann Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JENS TÓMASSON
jarðfræðingur,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
þann 24. október síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Neskirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 13.00.
Sverrir Jensson
Unnur Jensdóttir Birgir Þ. Jóakimsson
Eiríkur M. Jensson Kolbrún Hrafnkelsdóttir
Magnús Kolbjörn, Sólborg, Bjargey, Anna og Sigríður Edda
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Móðir okkar, tengdamamma og amma,
DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi
þann 18. október sl. Útförin fer fram frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn
2. nóvember kl. 14.00.
Jón Hallur Pétursson Guðríður Friðriksdóttir
Pétur Ingjaldur Pétursson
Guðrún Margrét Jónsdóttir
Auður Anna Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MATTHILDUR Þ. MARTEINSDÓTTIR
(STELLA)
bókasafnsfræðingur,
Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum þann 25. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
6. nóvember kl. 13.00.
Ólafur Árnason Þuríður Vigfúsdóttir
Marteinn G. Árnason
Tinna Ólafsdóttir Haukur Þórðarson
Stella Ólafsdóttir Hrafn Gunnarsson
Vigdís A. Jónsdóttir
Dagný Haraldsdóttir Bjarni Eiríksson
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁLFHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR
áður til heimilis að Hörgatúni 11,
Garðabæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum,
fimmtudaginn 25. október.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju,
föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00.
Jóhanna S. Sigmundsdóttir Eiríkur Hjaltason
Birna J. Sigmundsdóttir
Kolbrún S. Sigmundsdóttir Jón Torfason
Kristján P. Sigmundsson María E. Ingvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð
vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR MARÍU JÓNSDÓTTUR
frá Hnífsdal,
sem lést 16. september á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Sunnhlíðar og heimahjúkrunar í
Kópavogi fyrir einstaka hlýju og nærgætni
í störfum sínum.
Guðmundur Jónasson
Jónas Guðmundsson Anh-Dao Tran
Arnfríður Guðmundsdóttir Gunnar Rúnar Matthíasson
og barnabörn.
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Krist-
insson Morthens – Tolli – fagnar 30
ára starfsafmæli um þessar mundir og
opnar af því tilefni sýninguna Friður í
Smiðjunni Listhúsi á morgun.
„Ég tileinka sýninguna því að það
eru 30 ár síðan ég hélt ásamt félögum
mínum sýninguna „Sjö“ í Norræna
húsinu árið 1982, sem var eiginlega
upphaf „nýja málverksins“ svokallaða
hér á landi. Það hefur verið töluverð
breyting frá þessum hráa pönkaða stíl
sem ég hafði í upphafi yfir í þessar ljóð-
rænu landslagsmyndir, sem ég hef ein-
beitt mér að í seinni tíð, og endurspegla
fremur andlegan heim en efnislegan. Sá
heimur ber með sér frið og hugarró.“
Tolli segir ferilinn vera skrásetningu á
ástandi listamannsins á hverjum tíma og
að í sínu tilfelli hafi það verið alla vega.
„Það voru stór tímamót hjá mér fyrir
sautján árum árum þegar ég lagði fíkni-
efna- og áfengisneyslu á hilluna og hóf
nýtt líf án slíkra stoðefna. Slíkt ferða-
lag leiðir mann alltaf lengra og lengra
í sjálfskönnun þar sem maður finnur
sífellt meiri frið.“
En þótt efnistökin séu persónuleg
segir Tolli inntak sýningarinnar á hinn
bóginn samfélagslegt og pólitískt.
„Ég legg þessa yfirskrift inn í sam-
félagsumræðuna eins og hún er í dag
því við þurfum á meiri friði að halda,
jafnvel þótt menn greini á málefnalega.
Þetta tilfinningalega stjórnleysi í þjóð-
félaginu, gremjan og reiðin, virðist ekk-
ert vera á undanhaldi heldur finna sér
nýjan farveg.
Þeirri reiði sem reis upp í hruninu er í
raun viðhaldið af þeim sem iðka stjórn-
málin.Ég vil ekki endilega að menn
skipti um skoðun í stjórnmálum, heldur
vinnubrögð. Að menn losi sig undan
karma fortíðarinnar, þessu oki að þurfa
að ganga inn í gremju og reiði genginna
kynslóða.“ bergsteinn@frettabladid.is
TOLLI MORTHENS: HELDUR UPP Á 30 ÁRA STARFSAFMÆLI MEÐ SÝNINGU
Pólitísk sýning um innri frið
TOLLI Hélt sína fyrstu formlegu sýningu ásamt félögum sínum í Norræna húsinu árið 1982.
Hrár og pönkaður stíllinn sem einkenndi hann framan af hefur vikið fyrir ljóðrænni nálgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON sendiherra og fyrrverandi ráðherra er 57 ára í dag.
„Það er þannig með stjórnmálamenn að þeir hafa ekki gott af að festast á
sömu þúfunni frekar en fólk almennt.“
57