Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 20
FÓLK| Hefurðu hugsað um sorgina? Hvers vegna eru legsteinar á gröfum látinna? Hvernig eigum við ganga um kirkjugarða? Þessum og fleiri spurningum er velt upp í árlegri heimsókn tólf ára barna í Fossvogskirkju sem er samstarfsverk- efni Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma (KGRP) og grunnskólanna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi. „Fyrsta heimsóknin var veturinn 1998 þegar KGRP buðu 7. bekkjum grunnskóla á þjónustusvæði sínu að koma í heimsókn í Fossvogskirkju,“ út- skýrir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri KGRP. Í aðdraganda heimsóknanna hafði vinnuhópur komið saman hjá Kirkju- görðunum og samið námsefni fyrir kennara og nemendur. „Í undirbúningsnefnd voru skóla- stjóri, barnasálfræðingur og prestur. Þeir höfðu að leiðarljósi að undirbúa nemendur fyrir það óhjákvæmilega og oft óvænta í lífinu; að missa nákom- inn ástvin, afa og ömmu, pabba eða mömmu, systkin, vini, skólafélaga og fleiri,“ upplýsir Þórsteinn. Kennsla á verkefninu Heimsókn í Fossvogskirkju fer fram í skólunum og endar með heimsókn í Fossvogskirkju þar sem nemendum er sýnd kvikmynd- in Frá vöggu til grafar. „Í heimsókninni tölum við saman um námsefnið og sýnum litskyggnur úr daglega lífinu. Í kór kirkjunnar er opin kista og duftker sem börnin fá að skoða og spyrja okkur um allt sem þeim dett- ur í hug,“ segir Þórsteinn sem tekur vel á móti börnunum í Fossvogskirkju. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni og tekur um klukkustund. „Nú er genginn í garð fimmtándi veturinn sem við tökum á móti grunn- skólanemendum og þau skipta þús- undum sem hafa komið. Þeim mætti þó fjölga enn frekar og fleiri skólar nýta sér tilboð okkar,“ segir Þórsteinn. Ferlið er þannig að skólastjórar fá bréf frá KGRP þar sem boðið er í heimsókn í nóvember og desember, og svo janúar og febrúar á nýju ári. Þess er gætt að heimsókn sé ávallt í góðu samráði við foreldra og forráðamenn nemenda. „Skólarnir panta tíma og fá sent til sín kennarahefti og námshefti handa nemendum. Námsefnið er tilvalið fyrir kennslustundir í lífsleikni og góður und- irbúningur fyrir lífið,“ segir Þórsteinn. KGRP sér um kostnað við námsefni og móttöku í Fossvogskirkju en skól- arnir sjá sjálfir um flutning barnanna. „Að heimsókn lokinni geta kennarar sent inn viðbrögð við heimsókninni á vefslóð KGRP og með því reynt að aðlaga og bæta námsefnið og móttöku barnanna í kirkjunni,“ segir Þórsteinn. ANDSPÆNIS SORG KIRKJUGARÐAR REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMA KYNNA: Á hverju ári fá tólf ára börn í Reykjavíkurprófastsdæmum boð um heimsókn í Fossvogskirkju. FOSSVOGSKIRKJA Í kirkjunni horfa nem- endur á fræðslumynd og skoða opna líkkistu og duftker. MYND/VILHELM HLÝJAR MÓTTÖKUR Þær Helga Þóra Jóns- dóttir, Erla Pálmadóttir og Berglind Jóhanns- dóttir taka á móti 7. bekkingum í Fossvogs- kirkju. MYND/STEFÁN Vetrardagar AFSLÁTTUR af Basler vörum 15% Tískuvöruverslunin Basicplus selur ekki einungis dömufatnað og fylgihluti heldur líka hvíldarstóla. „Þessir stólar hafa lengi verið til sölu í húsgagnaversluninni Valhúsgögn en nú hefur þeirri verslun verið lokað. Maður- inn minn var að reka Valhúsgögn og við vildum halda áfram að selja þessa stóla þar sem viðskiptavinir Valhúsgagna hafa borið þeim góða sögu,“ segir Rakel Sigurhansdóttir, eigandi Basic plus. „Þetta eru nettir hvíldarstólar sem eru fáanlegir í leðri og áklæði, með inn- byggðum skemlum eða lausum skemli fyrir framan. Þeir eru fáanlegir rafstýrð- ir þannig að þeir eru góðir fyrir þá sem eiga erfitt með að standa upp. Þeir lyfta undir fólk og henta því bæði eldra fólki og þeim sem hafa lent í slysum.“ Rakel segir það passa mjög vel saman að bjóða upp á fatnað og stóla í sömu versluninni. „Við erum með stórt húsnæði sem við vildum nýta og fólk hefur verið mjög hrifið af þessari hug- mynd hjá okkur. Við erum með fatnað fyrir konur á öllum aldri og í öllum stærðum og fyrir öll tækifæri. Einnig bjóðum við upp á skó, töskur og fylgi- hluti. Og núna hvíldarstóla. Þannig að núna kemur daman og kaupir kjól og herrann velur stól,“ segir Rakel og hlær dátt. STÓLAR OG KJÓLAR BASICPLUS KYNNIR Tískuvöruverslunin Basicplus í Mosfellsbæ hefur nýlega tekið upp þá nýjung að selja hvíldarstóla. Rakel Sigurhansdóttir segir þetta fara vel saman. ALLT TIL ALLS Rakel Sigurhansdóttir er eigandi Basicplus þar sem sala á kvenfatnaði og húsgögnum er sam- einuð í einu rými. MYND/STEFÁN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 Ellen er á dagskrá Stöðvar 2 alla virka daga klukkan 17.35 og sýndur aftur á Stöð 2 Gull klukkan 19.00 MorGUn þÁTtuRinn Ómar alLa vIRka dagA kl. 7 Vinsælasti spjallþáttur heims

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.