Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 2
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR2
ÖRYGGISMÁL Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri
í Borgarbyggð, segir það vera sér mikið áhyggjuefni
hversu illa liðið sé mannað um helgar á sumrin.
„Það er aðeins fyrir fórnarlund þess einstaka
mannskaps sem ég hef að þetta hefur sloppið til hing-
að til,“ segir Bjarni við Fréttablaðið.
Í bréfi til byggðaráðs Borgarbyggðar segir Bjarni
eldsvoða sem varð hjá fyrirtækinu Loftorku í sept-
ember í fyrra dæmi um ástandið. Þar hafi eldur
kraumað í olíu og feiti þannig að nánast öll eininga-
steypuhús fyrirtækisins hafi fyllst af kolsvörtum
reyk.
„Þá voru tiltækir í Borgarnesi sex menn og ein-
ungis fyrir harðfylgi og hárrétt viðbrögð þeirra tókst
að forða hundraða milljóna króna tjóni,“ segir Bjarni
í bréfinu. „Að þónokkrum tíma liðnum komu úr liðs-
einingum okkar á Hvanneyri og Reykholti níu menn
til viðbótar þannig að tiltækir voru fimmtán menn
þann daginn en oft er ástandið miklu verra um helg-
ar og einungis spurning um hvenær illa fer.“
Við Fréttablaðið segir Bjarni lausnina einfaldlega
felast í því að fé verði sett í að tryggja aukinn liðs-
afla þannig að fimm manna vaktir verði um helgar á
sumrin. Ekki sé endalaust hægt að treysta á að menn
séu tiltækir að stökkva til þegar á reynir.
Byggðaráðið samþykkti að óska eftir að forstöðu-
maður umhverfis- og skipulagssviðs gerði minnis-
blað um málið. - gar
Slökkviliðstjórinn í Borgarbyggð segir liðið of þunnskipað á sumarhelgum:
Bara spurning hvenær illa fer
BORGARNES Gríðarleg umferð er um Borgarfjörð á sumrin og
mikill fjöldi gesta dvelur á svæðinu. Slökkviliðsstjórinn vill efla
vaktir þessa mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS
DÓMSMÁL Fimm menn voru í gær
dæmdir fyrir að svíkja samtals
fjörutíu milljónir króna út úr
Íbúða lánasjóði og draga sér tólf
milljónir af reikningi eignarhalds-
félags.
Þyngsta dóminn fékk Helgi
Ragnar Guðmundsson, 32 ára,
sem var talinn arkitektinn að
svikunum og er sakfelldur fyrir
að skipuleggja þau frá upphafi til
enda. Helgi Ragnar var upphaf-
lega ekki meðal hinna ákærðu en
bættist við á síðari stigum þegar
einn hinna ljóstraði upp um aðild
hans að málinu.
Ef marka má framburð sak-
borninga og það sem fram kemur í
dómsniðurstöðunni má rekja svik-
in til þess að tveir hinna dæmdu,
Vilhjálmur Símon Hjartarson
og Jens Tryggvi Jensson, hafi
skuldað tveimur mönnum peninga
vegna fíkniefnaviðskipta. Hvorug-
ur þeirra hefur viljað nafngreina
mennina.
Ónefndu mennirnir hafi síðan
komið þeim í samband við Helga
Ragnar, sem hafi leitt þá í allan
sannleika um það hvernig þeir
ættu að falsa ógrynni skjala, koma
sér í stjórnir eignarhaldsfélaga,
slá lán fyrir fasteignum og stinga
tugmilljónum undan. Með því hafi
þeir átt að sleppa við skuldirnar.
Vilhjálmur Símon hlýtur fimm-
tán mánaða fangelsi í málinu, og
er sérstaklega tiltekið í dómnum
að aðstoð hans við að bendla Helga
Ragnar við málið sé virt honum til
refsilækkunar. Það sama er sagt
um Jens Tryggva, en hann fær þó
þriggja ára dóm, enda var hann
ekki alveg jafnsamvinnuþýður og
kom einnig að fleiri þáttum máls-
ins en Vilhjálmur Símon.
Tveir til viðbótar, sem lánuðu
bankareikninga sína til að liðka
fyrir svikunum, fá níu og sjö mán-
aða fangelsisdóma, sem að öllu
leyti eru skilorðsbundnir.
Helgi Ragnar vildi sáralítið tjá
sig um málið í yfirheyrslum hjá
lögreglu og við skýrslutökur fyrir
dómi og neitaði að svara flestum
spurningum sem fyrir hann voru
lagðar.
Í dómsniðurstöðunni segir
að hinir sakborningarnir hafi
hvorki haft „þekkingu né burði
til að skipuleggja og útfæra jafn
umfangsmikið og flókið brot“.
Helgi Ragnar hafi hins vegar bæði
haft „tilskilda þekkingu og mikla
reynslu af fasteignaviðskiptum og
fyrirtækjarekstri“. Hann eigi sér
engar málsbætur.
Féð sem svikið var undan er allt
ófundið. Engum bótakröfum var
hins vegar haldið á lofti í saka-
málinu.
stigur@frettabladid.is
Arkitekt svikanna
fékk þrjú og hálft ár
Helgi Ragnar Guðmundsson, 32 ára fyrrverandi fasteignasali, dæmdur í þriggja
og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja stórfelld svik út úr Íbúðalánasjóði.
Tveir helstu samverkamenn hans fá þriggja ára og fimmtán mánaða dóma.
SAGÐI TIL HÖFUÐPAURSINS Vilhjálmur Símon Hjartarson sagði frá Helga Ragnari í
von um að fá vægari dóm. Ekki er annað að sjá en að það hafi gengið eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auður Sveinsdóttir Laxness
lést hinn 29. október, 94 ára að
aldri.
Auður fæddist 30. júlí 1918
og ólst upp
í Vesturbæ
Reykja-
víkur. Hún
giftist Hall-
dóri Laxness
rithöfundi
í desember
1945 og
bjuggu þau
ásamt dætr-
um sínum, Sigríði og Guðnýju,
að Gljúfrasteini í Mosfellsdal.
Auður var handavinnu-
kennari að mennt og vann
um árabil að félagsmálum og
kvenréttindabaráttu. Hún var
meðal stofnenda kvennablaðs-
ins Melkorku árið 1944 og sat
auk þess lengi í ritnefnd tíma-
ritsins Hugur og hönd.
Auður dvaldi síðustu ár
á Dvalarheimilinu Grund í
Reykjavík.
Auður Laxness
látin 94 ára
Fjör á húsnæðismarkaði
Alls var 123 kaupsamningum þinglýst
á höfuðborgarsvæðinu vikuna 19. til
25. október. Heildarvelta á húsnæðis-
markaði var 3.476 milljónir króna
sem er nokkru meira en síðustu vikur.
Vikuleg meðalvelta það sem af er
árinu er 2.975 milljónir.
VIÐSKIPTI
DÓMSMÁL Mál þrotabús BGE
eignar haldsfélags gegn Gunn-
ari Sigurðssyni, fyrrverandi for-
stjóra Baugs Group, var tekið til
aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Málið snýst um lán sem Gunn-
ar, ásamt öðrum starfsmönnum,
fékk til þess að kaupa hlutabréf í
Baugi í gegnum BGE.
BGE var stofnað í nóvember
2003 í þeim tilgangi að halda
utan um kaupréttarsamningakerfi
starfsmanna Baugs.
Kerfið, sem var hannað af
KPMG, virkaði þannig að Kaup-
þing lánaði Baugi, gegn veði í
hlutabréfum félagsins, og Baugur
lánaði féð síðan áfram til starfs-
manna Baugs. Starfsmennirnir
fengu lánað fyrir hlutabréfum
sem þeir máttu svo selja á ákveðn-
um tímum.
Starfsmennirnir halda því fram
að lánin feli ekki í sér persónuleg-
ar ábyrgðir. Þessu er skiptastjóri
þrotabúsins ósammála.
Á Vísi.is kemur fram að fjörutíu
starfsmenn Baugs hafi gert slíka
samninga, en skiptastjóri BGE
ákvað að láta reyna á innheimtu
fimmtán stærstu skuldaranna.
Meðal stærstu skuldara voru,
auk Gunnars, þeir Jón Ásgeir
Jóhannesson, þá aðaleigandi
Baugs, Skarphéðinn Berg Stein-
arsson og Stefán H. Hilmarsson.
Þeir fjórir skulduðu samanlagt
rúman milljarð króna en heildar-
lánin voru 3,4 milljarðar.
Niðurstöðu í málinu má vænta
innan nokkurra vikna.
Tekið skal fram að Jón Ásgeir
er eiginmaður Ingibjargar
Pálmadóttur, aðaleiganda 365
sem gefur meðal annars út
Fréttablaðið.
- þj
Aðalmeðferð í máli þrotabús BGE vegna lána sem starfsfólk Baugs fékk til hlutabréfakaupa í Baugi:
Segja lánin ekki fela í sér persónulegar ábyrgðir
FYRIR DÓMI Aðalmeðferð í máli BGE
gegn Gunnari Sigurðssyni, fyrrverandi
forstjóra Baugs, fór fram í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRAKKLAND, AP Ákveðið hefur
verið að allir ráðherrar í ríkis-
stjórn Frakklands fái sérstaka
fræðslu um kynjamisrétti, sem á
að hjálpa þeim
að forðast staðl-
aðar kynja-
ímyndir.
Jean-Marc
Ayrault, for-
sætisráðherra
Frakka, sem
hafði frum-
kvæði að þessu
eftir að Steph-
ane Le Foll,
landbúnaðarráðherra, gaf í skyn
í viðtali að konur réðu ekki við
tæknivinnu.
„Ég hef reynt að efla veg
kvenna eftir megni, jafnvel þótt
sum málin okkar séu mjög tækni-
leg,“ sagði Le Foll. - gb
Ráðherra misstígur sig:
Ríkisstjórnin
sett í kynjanám
SÝRLAND, AP Stjórnarherinn í Sýr-
landi gerði harðar loftárásir á
uppreisnarmenn í gær, meðal
annars í úthverfi höfuðborgar-
innar Damaskus þar sem rúm-
lega 20 manns létu lífið.
Loftárásir voru líka gerðar á
borgina Maaret al Numan, sem
er á þjóðveginum milli Dam-
askus og Aleppo, tveggja stærstu
borga landsins.
Uppreisnarmenn náðu þessari
borg á sitt vald 10. október. - gb
Hörð átök í Sýrlandi:
Loftárásir dynja
á uppreisnarliði
HAGSTOFA Fyrstu níu mánuði
ársins hafa 789 fyrirtæki verið
tekin til gjaldþrotaskipta, en
það er tæplega þrjátíu prósenta
fækkun frá sama tíma í fyrra
þegar 1.122 fyrirtæki urðu gjald-
þrota. Þetta kemur fram á vef
Hagstofunnar.
Flest gjaldþrot í ár eru í bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð. Alls voru 128 fyrirtæki
tekin til gjaldþrotaskipta í sept-
embermánuði en á sama tíma-
bili voru 138 ný einkahlutafélög
skráð hér landi.
Fyrstu níu mánuði ársins hafa
1.330 félög verið nýskráð sem er
sex prósenta aukning frá sama
tíma í fyrra. - þj
Tölur frá Hagstofu Íslands:
Færri gjaldþrot
en á síðasta ári
Bjarni, hvort ertu betri í bassa-
plokki eða að gera plokkfisk?
„Ég get gert mér mat úr hvoru
tveggja, en ég held ég verði að
nefna bassaplokkið.“
Bjarni Siguróli Jakobsson var nýlega
sæmdur titlinum matreiðslumaður ársins.
Hann hóf nám í bassaleik, en sneri
blaðinu við og fór í matreiðslunám.
JEAN-MARC
AYRAULT
Stökktu til Tenerife
6. nóvember
Frá aðeins kr. 109.900 í 15 nætur
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 6. nóvember
til Tenerife. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði.
Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað
án fyrirvara.
Kr. 109.900 – 15 nátta ferð
Netverð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð.
Kr. 139.900 - með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna.
Kr. 169.900 - með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna.
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt