Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 10
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR10
Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla,
sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð
skulu á vegna tekjuársins 2011 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á www.rsk.is og www. skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum
dagana 31. október til 14. nóvember 2012 að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur föstudaginn 30. nóvember 2012.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framgreindra laga.
31. október 2012
Auglýsing um
álagningu opinberra gjalda
á lögaðila árið 2012
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
21
81
6
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og
framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
FRÉTTASKÝRING
Hver annast loftvarnir Íslands?
Svíar og Finnar munu frá og með
apríl 2014 sinna sérstakri nor-
rænni loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Þetta var ákveðið á fundi forsætis-
ráðherra Norðurlandanna á þingi
Norðurlandaráðs í Helsinki í gær.
„Þetta er mjög spennandi verk-
efni sem við bindum miklar vonir
við,“ sagði Espen Barth Eide, utan-
ríkisráðherra Noregs, sem sat
fundinn í fjarveru Jens Stolten-
berg. Barth Eide sagði að það sem
væri nýtt í þessu samhengi væri að
Norðurlöndin kæmu sameiginlega
að lausn á vanda við varnir Íslands.
„Finnland hefur upplýst íslensk
stjórnvöld um að við séum tilbúin.
Þetta krefst samþykkis NATO og
samþykkis finnska þingsins þegar
við höfum nánari upplýsingar um
hvað felst í loftrýmisgæslunni. Það
eru ýmis álitaefni sem koma upp,“
sagði Jyrki Katain en, forsætis-
ráðherra Finn-
lands. Katai-
nen og Fredrik
Reinfeldt, for-
sætisráðherra
Svía, voru ekki
á einu máli um
hvort herþoturn-
ar yrðu vopnað-
ar eða án vopna.
Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra var
ánægð með niðurstöðuna. „Það
þarf auðvitað samráð við NATO en
ég á ekki von á andstöðu við áform-
in þar.“ Hún sagði aðspurð að ein-
ing væri í ríkisstjórninni um málið.
Engar athugasemdir hafi verið
gerðar þegar áformin voru rædd
í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Árni
Þór Sigurðsson, formaður utan-
ríkismálanefndar, gagnrýndi hins
vegar loftrýmisæfingarnar í frétt-
um RÚV í gær og kallaði þær tíma-
skekkju frá dögum kalda stríðsins.
thorbjorn@365.is
JYRKI KATAINEN
Frændur sjá
um loftvarnir
Ríki utan NATO sinna loftrýmisgæslu í fyrsta sinn.
Eining innan ríkisstjórnar segir forsætisráðherra.
Tímaskekkja, segir formaður utanríkismálanefndar.
FUNDURINN Í GÆR Ráðherrarnir sitja fyrir svörum. Frá vinstri eru þarna Helle
Thorning Schmidt, Jyrki Katainen, Espen Barth Eide, Fredrik Reinfeldt og Jóhanna
Sigurðardóttir. MYND/NORDEN.ORG
Þar sem Svíþjóð og Finnland eru ekki NATO-ríki telst þátttaka þeirra ekki
vera hluti af loftrýmisgæslu NATO á Íslandi heldur sjálfstæðar vaktir en undir
merkjum Noregs, sem sinnir gæslunni frá janúar-mars 2014. Samkvæmt
upplýsingum blaðsins eru ýmis óleyst álitaefni. Ef rússnesk flugvél flýgur til
Íslands á meðan Finnar og Svíar standa vaktina mega þeirra þotur ekki fljúga
til móts við hina rússnesku vél til auðkenningar. Ástæðan er sú að þegar
það gerist færist aðgerðin undir NATO Component Air Operation Centre
(CAOC) á Jótlandi. Þar sem þetta eru ekki þotur frá NATO-ríkjum hafa þær
ekki heimild til samskipta við CAOC. Fyrirhugað loftrýmiseftirlit hefur því
flækt málin hjá NATO en þetta er í fyrsta sinn sem samstarfsþjóðir taka þátt
í gæslu af þessu tagi á vettvangi NATO-ríkis á friðartímum.
Flækjustigið hátt hjá NATO
Hugmyndin að baki samnorrænni loftrýmisgæslu á Íslandi var fyrst sett
fram í skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs,
frá 2009. Þar er jafnframt lagt til að Norðurlöndin gefi út sérstaka yfirlýsingu
um varnarmálastefnu um hvernig þau muni bregðast við ef annað norrænt
ríki verður fyrir þrýstingi eða árás.
Hugmyndin var Stoltenbergs eldri
MEÐ BÖRNIN OG KYRKISLÖNGU
Þessi arabíski faðir í Ísrael stillir sér
upp til myndatöku ásamt sonum
sínum tveimur og myndarlegri
kyrkislöngu í tilefni fórnarhátíðar mús-
líma um helgina. NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Sveitarfélagið
Skagaströnd og Skógræktarfélag
Skagastrandar skora á rjúpna-
veiðimenn að stunda veiðarnar
utan skógræktarsvæðisins í Spá-
konufellsborg.
„Síðastliðið sumar var mjög
augljóst að talsvert af þeim við-
kvæma trjágróðri sem þar er
að vaxa upp hafði orðið fyrir
haglaskotum og skemmst vegna
þess,“ segir í ákalli á heimasíðu
sveitar félagsins undir fyrirsögn-
inni: Ekki skjóta tré!
- gar
Tilmæli til rjúpnaveiðimanna:
Ekki skjóta trén
á Skagaströnd
VIÐSKIPTI Wow Air ætlar að taka
fjórar nýlegar Airbus A320-flug-
vélar í notkun fyrir næsta vor.
Fyrsta vélin er komin til lands-
ins.
Vélarnar koma til landsins
í gegnum Avion Express, sem
hefur verið flugrekandi fyrir-
tækisins. Fyrirtækið hefur því
ekki skipt um flugrekanda eins
og greint var frá í Fréttablaðinu
í gær.
Skúli Mogensen, forstjóri og
aðaleigandi Wow Air, segir í
fréttatilkynningu að eftir yfir-
tökuna á Iceland Express fyrr í
mánuðinum sé verið að stórauka
leiðakerfi og tíðni ferða.
Að því er fram kemur í tilkynn-
ingu Wow eru nýju Airbus-vél-
arnar mun sparneytnari en eldri
vélar félagsins og menga einnig
umtalsvert minna.
Þá ætlar fyrirtækið að efna til
hönnunarsamkeppni um hvernig
nýju vélarnar eiga að vera merkt-
ar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær hefur öllu starfsfólki Ice-
land Express verið sagt upp störf-
um. Einhverjir af starfsmönnum á
skrifstofu verða endurráðnir. - þeb
Avion Express verður áfram flugrekandi Wow Air og stefnt er á stækkun flotans:
Fá fjórar nýjar vélar til landsins
AIRBUS Þessi vél er ein af þeim fyrstu
sem Wow Air fékk til landsins. Hún er
af sömu gerð og nýju vélarnar, Airbus
A320.