Fréttablaðið - 31.10.2012, Blaðsíða 46
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR34
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Jú, jú, það er alveg svipur með
okkur,“ segir íþróttafréttamaður-
inn Hans Steinar Bjarnason.
Hann mætti í hrekkjavökupartí
um síðustu helgi í gervi hvít-rúss-
neska kúluvarparans Nadzeya
Ostapchuk.
Hans Steinari og Ostapchuk
hafði verið líkt saman á vefsíðunni
Flick My Life í sumar og ákvað
hann að taka grínið alla leið. „Ég
fór í Sports Direct og keypti mér
hlýrabol og stuttbuxur á þúsund
kall. Þetta er einfaldasti búningur
í sögunni,“ segir hann og hlær.
Partíið sem hann mætti í er
árlegt grímuball haldið af félaginu
Dejà Vu sem er skipað fyrr-
um starfsmönnum samnefnds
skemmtistaðar. Hans Steinar
vann eitt sinn með plötusnúðnum
Kidda Bigfoot og komst þannig inn
í félagið. Verðlaun eru veitt fyrir
besta búninginn og í stað þess að
eyða miklum tíma og pening í bún-
inginn ákvað Hans að prófa eitt-
hvað nýtt í ár. „Ég er búinn að
mæta sem kylfingur, olíubarón og
Tommy úr Come Fly With Me-þátt-
unum, þar sem ég afgreiddi meira
að segja á Metró. En þetta er fyrsti
búningurinn sem dugar til sigurs,“
segir hann stoltur.
Ostapchuk varð Ólympíumeist-
ari í sumar en þurfti
að skila gullverð-
laununum eftir að
hafa fallið á lyfja-
prófi. Hans Stein-
ar ætlar ekki að
láta hið sama
henda sig. „Það
er ekki hægt að
taka þessi gull-
verðlaun af
mér. Ég mun
berjast fram
í rauðan dauð-
ann til að halda
þeim.“
- fb
Vill ekki missa gullverðlaunin
STERKUR SVIPUR Eins og sjá má er
sterkur svipur með Hans Steinari og
kúluvarparanum Ostapchuk.
„Ég er rosalega hrifinn af
spennuþáttunum Boss með
Kelsey Grammer í aðalhlutverki.
Frábærir spennuþættir um
pólitík, spillingu og tilhugalíf.“
Biggi Hilmars tónlistarmaður
„Þáttastjórnandinn hafði heyrt í
okkur og það var hann sem hafði
samband og spurði hvort við vild-
um taka þátt. Þetta var ótrúlega
gaman og við skemmtum okkur
mjög vel,“ segir Sandra Þórðar-
dóttir. Sönghópurinn Þrjár radd-
ir og Beatur tóku þátt í sjónvarps-
þættinum Beat for Beat sem
sýndur var á NRK á föstudag.
Sandra skipar sveitina ásamt Ingu
Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil
og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni
taktkjafti, en hópurinn hefur verið
búsettur í Noregi síðustu tvö árin.
Beat for Beat er skemmtiþátt-
ur sem sýndur er í norska ríkis-
sjónvarpinu og er það Ivar Dyr-
haug sem stýrir þættinum ásamt
tónlistarmönnunum Gisle Børge
Styve og Trond Nagell Dahl. Þátt-
urinn nýtur mikilla vinsælda í
Noregi og að sögn Söndru horfir
um milljón manns á hann hvert
föstudagskvöld. Ásamt því að
keppa í þættinum tók sveitin einn-
ig eitt lag fyrir áhorfendur. Spurð
um úrslitin segir Sandra hlæjandi:
„Að sjálfsögðu unnum við.“
Hún vonar að þátttökunni fylgi
aukið umtal og fleiri verkefni
fyrir sönghópinn. „Hérna ganga
hlutirnir ekki eins fyrir sig og
heima, hér er mjög erfitt að fá
umfjöllun ef þú ert ekki frægur.
En við vonum að þátttakan í Beat
for Beat muni leiða til stærri og
fleiri verkefna. Við höfum þegar
fengið nokkrar fyrirspurnir í
tölvupósti eftir þáttinn sem er
æðislegt.“
Hópurinn hefur haft í nógu að
snúast síðan hann flutti til Nor-
egs fyrir tveimur árum. „Við
erum ævintýragjörn og okkur
langaði að prófa eitthvað nýtt.
Fyrst bjuggum við öll í einu her-
bergi sem við leigðum á 240 þús-
und krónur, borðuðum túnfisk í
öll mál og vorum næstum búin að
drepa hvert annað. Núna búum við
hvert í sinni íbúð og það er mun
betra,“ segir hún og hlær.
Spurð út í önnur verkefni söng-
sveitarinnar segir Sandra þau
vinna að uppsetningu leiksýning-
ar sem sýnd verður í Óperuhús-
inu í Ósló í mars. „Leikstjóri sýn-
ingarinnar vildi endilega fá okkur
með sér í lið. Sýningin fjallar um
útgáfufyrirtækið Motown og við
erum núna í því að útsetja lög
fyrir sýninguna.“
sara@frettabladid.is.
SANDRA ÞÓRÐARDÓTTIR: AÐ SJÁLFSÖGÐU UNNUM VIÐ
Þrjár raddir komu fram
fyrir milljón Norðmenn
SUNGIÐ Stúlkurnar í Þremur röddum ásamt Cecilie Steinmann Neess, andstæðingi
sínum í sjónvarpsþættinum Beat for Beat.
„Það er mikill heiður að keppa við
svona stór nöfn í tónlistarbrans-
anum,“ segir Atli Viðar Þorsteins-
son framleiðandi. Myndband hans
og Helga Jóhannssonar leikstjóra
við lagið What Are You Waiting for
með Diktu keppir í tónlistarmynd-
bandakeppninni Protoclip.
Keppnin er alþjóðleg og haldin í
Frakklandi dagana 30. nóvember og
1. desember næstkomandi. Önnur
framlög í keppninni eru meðal ann-
ars myndband Jay Z og Kanye West
við lagið No Church in The Wild og
myndband sveitarinnar Foster the
People við lagið Houdini. „Það eru
mörg stór nöfn í þessari keppni og
mjög gaman að hafa komist að,“
segir Atli en þeir félagar sendu
myndbandið sjálfir inn. „Maður
leitar út fyrir landsteinana til að
koma verkum sínum á framfæri.
Tónlistarmyndbönd verða gjarn-
an út undan hérna heima og er illa
sinnt að mínu mati.“
Leikstjórinn Michel Gondry
er guðfaðir keppninnar, en hann
hefur meðal annars gert tónlist-
armyndbönd fyrir Björk, Rolling
Stones og Paul McCartney. Atli
Viðar og Helgi leita nú leiða til að
komast út á sjálfa verðlaunaaf-
hendinguna enda kjörið tækifæri
til að hitta kollega sína í mynd-
bandagerð.
Kosning í keppninni fer fram á
netinu en á Protoclip.com/en/com-
petition.php er hægt að sjá alla
keppendur og kjósa. „Við hvetjum
að sjálfsögðu alla Íslendinga að
kjósa landa sína.“ - áp
Keppa við Jay Z og Kanye West
■ Berndsen - Supertime
■ Berndsen - Young Boy
■ Tilbury - Drama
■ Árstíðir - Shades
MYNDBÖND
ATLA OG HELGA
KEPPA VIÐ STJÖRNURNAR Myndband Atla Viðars Þorsteinssonar og Helga Jóhanns-
sonar við lag Diktu, What Are You Waiting for, keppir við stór nöfn í alþjóðlegri mynd-
bandakeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
(29.okt - 4.nóv)
1.
3
9
0k
r.k
g
.
A
L
L
U
R
F
IS
K
U
R
Í
F
IS
K
B
O
R
Ð
I
Mu
ndu
, fis
kur
er
10
0%
vill
ibrá
ð
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Verðdæmi:
(29.okt - 4.nóv)
Laxaflök marineraður með
Lemmon/Butter . . . . . . . . . . .1.390
Laxaflök, fersk . . . . . . . . . . . .1.390
Skötuselur roðl/beinlaus . . . .1.390
Þorskhnakkar . . . . . . . . . . . . .1.390
Ýsuflök roðlaus/beinlaus . . . .1.390
Löngusteikur marineraðar
Indversku karrí . . . . . . . . . . . .1.390
Löngusteikur marineraðar
á Gríska vísu . . . . . . . . . . . . . .1.390
Rauðsprettuflök glæný . . . . .1.390
Allir fiskréttir . . . . . . . . . . . . . .1.390