Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 10
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR10 Fréttaskýring: Lyfjanauðganir á Íslandi Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Vöruúrvalið í 10-11 er frábært og þar færðu að sjálfsögðu súkkulaðikexið Remi sem er einfaldlega ljúffengt. Njóttu þess í botn, bita fyrir bita Fljótlegt og þægilegt Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfj- um í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algeng- asta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Krist- insson, prófessor í eiturefna- fræði, sem hefur fengið sýni til rannsókn- ar frá lög- reglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunar- lyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. „En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft,“ segir Jakob. „Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunar- lyfið.“ Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir alda- mót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinu Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum til- gangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar líf- seiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskap- lega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vanda- málið sé frekar það að fórnar- lömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þess- um nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erf- iðari viðfangs. „Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hve- nær hún er yfir eðlilegum mörk- um og hvenær ekki.“ Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf JAKOB KRISTINSSON Þótt gerandi beri að sjálfsögðu alltaf alla ábyrgð á því að misnota sér ástand annarrar manneskju hafa ýmis samtök tekið saman ráð sem rétt er að hafa í huga úti á lífinu og kunna að verða til þess að færri mönnum takist ætlunarverk sitt: ■ Ekki drekka neitt sem þú sást ekki hellt í glas eða blandað, hvorki frá barþjónum né öðrum á staðnum. ■ Drekktu beint úr flösku frekar en úr glasi. Þannig er erfiðara að lauma einhverju í drykkinn. ■ Sum lyf – til dæmis róhypnól – gefa drykknum bitran keim. Ef bragð drykkjarins breytist skaltu hella honum. Það sama á við ef hann skiptir skyndilega um lit. ■ Ekki skilja drykkinn við þig. Kláraðu hann áður en þú ferð út að reykja og taktu hann með þér á salernið. ■ Þá þarf vart að taka fram að best er að halda hópinn og hafa gætur á vinum sínum og vinkonum. Nokkur ráð til að forðast nauðgunarlyf RÓHYPNÓL Svefn- og deyfilyf í töfluformi sem notað er við margvíslegum kvillum. Þekktasta nauðgunarlyfið og stundum notað sem samheiti yfir þau öll. Sumir framleiðendur hafa brugðist við því með því að bæta í töflurnar lit og bragði sem gerir drykki bláa og beiska, láta töflurnar freyða og leysast hægar upp en áður. SMJÖRSÝRA Sljóvgandi lyf í duft- eða vökvaformi sem er fyrst og fremst selt á ólöglegum markaði. Komst í fréttir á Íslandi þegar það fannst í áður óséðum mæli á útihátíðinni Eldborg sumarið 2001. Er notað sem vímuefni en hefur þau áhrif að sá sem það tekur man lítið eða ekkert eftir því sem gerist á meðan hann er undir áhrifum. KETAMÍN Mjög öflugt deyfilyf í vökva- eða duftformi. Notað í skurðaðgerðum og afbrigði þess til að deyfa stærri húsdýr. Veldur rænu- og minnisleysi. Hefur sárasjaldan fundist á Íslandi. Jakob Kristinsson segist einungis fá ketamínsýni inn á borð til sín á margra ára fresti. Helstu nauðgunarlyfin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.