Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 45
KYNNING − AUGLÝSING Netverslun12. NÓVEMBER 2012 MÁNUDAGUR 3 Reynslan sýnir að auðveld-ara er að selja sumar vörur en aðrar á netinu,“ segir Jón Trausti Snorrason, eigandi vef- síðufyrirtækisins Allra átta. Hann vekur athygli á að val á samstarfsaðila skipti sköpum þegar stunda á verslun og við- skipt á netinu og mælir með að áhugasamir hringi jafnvel í við- skiptavini hugbúnaðarfyrirtækja í ósk um meðmæli. „Val á netverslunarkerfum skiptir líka miklu máli; hvort það sér leitarvélavænt, með teng- ingu við Póstinn, öruggar síður og greiðslugáttir og tungumála- stuðning ef selja á vörunar erlend- is,“ tekur Jón Trausti sem dæmi. Hann segir rekstur netverslun- ar svipaða því og að reka litla búð við Laugaveg. „Það kostar svipað og er álíka tímafrekt. Því er alltaf æskilegt að verslunarstjóri sé ábyrgur fyrir vörum sem fara í netverslunina, söluferlinu og afhendingu.“ Að sögn Jóns Trausta eykst net- verslun jafnt og þétt í heiminum og verður æ fjölbreyttari. „Það er ekki nóg að koma vef- verslun í loftið og halda síðan að viðskiptavinir komi af sjálfu sér til að versla. Vefsíðan þarf að finnast á leitarvélum eins og Go- ogle og jafnvel vera kynnt eftir hefðbundnum leiðum, með aug- lýsingu á prenti eða skjámiðlum. Eigi síðan að finnast í leitarniður- stöðum þarf líka að huga að leitar- vélabestun,“ útskýrir Jón Trausti þegar kemur að markaðssetningu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands verslaði um helmingur netnotenda vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður á árinu 2011. „Þar keyptu heimilisfeður bækur, unga fólkið tónlist og inn- eign á síma og konurnar föt, skó og fylgihluti. Þótt meirihluti versl- unar fari enn fram í hefðbundn- um búðum hafa bæði neytend- ur og kaupmenn uppgötvað aug- ljósa kosti netverslunar,“ upplýsir Jón Trausti. Samkvæmt Hagstofunni voru algengustu kaupin á netinu 2011 tengd ferðaþjónustu. „Þar á meðal voru farmiðar, gisting og bílaleigubílar en fast á eftir kom fjarskiptaþjónusta, bækur og hugbúnaður, síðan föt og handverk og hefur sú vara tekið augljósan kipp sem söluvarningur á netinu,“ segir Jón Trausti. Á heimsvísu er áætlað að net- verslun muni meira en tvöfald- ast milli áranna 2012 og 2013 og að sala á netinu fari yfir 1,25 billj- ónir Bandaríkjadala í lok árs 2013. Allra Átta er í Bolholti 4. Sími 588 8885. Veffang: www.8.is. Sex leiðir til að tryggja betri sölu Æ fleiri neytendur og kaupmenn uppgötva kosti netverslunar. Á heimsvísu er áætlað að netverslun muni meira en tvöfaldast milli áranna 2012 og 2013. Vefsíðufyrirtækið Allra Átta sérhannar vefsíður netverslana sem styrkja ímynd þeirra og hvetur til verslunar. Til hliðar má sjá dæmi um vel heppnaðar og vinsælar netverslanir: sportis.is og zoon.is. KYNNING: Jón Trausti Snorrason eigandi Allra átta og Björn Jóhannsson markaðsstjóri LEIÐIRNAR SEX 1. Vinsælustu vörurnar á forsíðu (út frá mælingum). 2. Einfalt kaupferli (hraðkaup án innskráningar). 3. Frí heimsending (um allt land). 4. Skilatrygging (auðvelt að fá að skipta eða skila vöru). 5. Betra verð á netinu (það á að vera hagkvæmara að versla á netinu). 6. Vörur í boði sem fást aðeins á netinu (einstakar og í takmörkuðu magni). Stærsti hausverkurinn eru jafnan gjafirnar og oft þarf að fara marg-ar ferðir milli búða til að finna það rétta. Á netinu er að auðvitað finna allt sem hugurinn girnist, allt frá leikföngum upp í sport- bíla, en til að einfalda málið gæti verið ráð að kaupa einungis bækur þessi jólin. Til dæmis á www.amazon.com ● Jólafötin er lítið mál að versla á netinu og flestar tískubúðir heims bjóða einnig upp á vefverslun. Athuga þarf þó að ekki senda allar er- lendar vefverslanir til Íslands. Ef verslað er gegnum www.shopusa.is skila kaupin sér alla leið. ● Sparaðu þér ferðina út í skóg að saga niður jólatré og pantaðu ger- fitré gegnum www.ebay.com ● Jólamatinn er einnig hægt að kaupa gegnum netið til að forðast ör- tröðina við afgreiðslukassana. Einvherjar matvöruverslanir á landinu bjóða upp á heimsendingarþjónustu auk þess sem einfalt er að kaupa jólahlaðborð af veisluþjónustu. Þá þarf ekki einu sinni að elda mat- inn sjálfur. Jólainnkaupin heima í stofu Verslun gegnum netið getur reynst afar þægileg, sérstaklega fyrir þá sem vilja sem minnst út úr húsi eða eiga erfitt um vik. Brátt fer í hönd einn mesti verslunarmánuður ársins og óar marga við ösinni sem myndast í verslunarmiðstöðvum. Það er hins vegar engin ástæða til þess að fara út, hægt er að gera nánast öll jólainnkaupin á netinu. Gervijólatré fæst í gegnum ebay.com. Þá þarf ekki að fara út í skóg að saga. Jólagjafirnar eru jafnan mikill hausverkur. Með því að kaupa bækur gegnum amazon.com má einfalda málið til muna. Hægt er að panta tilbúinn jólamat í gegnum veistluþjónustu. Hæglega má gera öll jólainnkaupin sitjandi heima í stofu og forðast þannig ös og örtröð í verslunarmiðstöðvum. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.