Fréttablaðið - 12.11.2012, Side 55

Fréttablaðið - 12.11.2012, Side 55
MÁNUDAGUR 12. nóvember 2012 23 „Ég bjóst ekki við að fólk þekkti okkur hérna á Íslandi svo ég vissi ekki alveg hverju mætti búast við varðandi mætingu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að sjá hversu margir voru í salnum og meira að segja fólk sem kunni lögin okkar,“ segir breski söngvarinn Jamie N. Commons sem spilaði í Silfurbergssal Hörpu á Airwaves- tónleikahátíðinni á fimmtudagskvöldið. Jamie og bandið voru á Íslandi í tvær nætur og náðu á þeim tíma að skoða landið örlítið. „Strákarnir fóru allir í smá skoðun- arferð og heimsóttu meðal annars typpa- safnið,“ segir Jamie hlæjandi og bætir við að allir séu þeir mjög heillaðir af landinu. Aðeins eru um fimm ár frá því að Jamie byrjaði að syngja en hann segist hafa verið feiminn sem barn. Hann syngur aðal- lega blústónlist og segist litaður af þessum helstu blústónlistarmönnum. Honum hefur meðal annars verið líkt saman við Nick Cave og Tom Waits. Hvað íslenska tónlist varðar segir hann Björk vera í uppáhaldi. „Efnið frá því í upphafi ferils hennar finnst mér frábært. Hún er aðeins of mikið út um allt núna fyrir minn smekk, en sitt sýnist hverjum,“ segir þessi nýi Íslandsvinur og lofar því að þetta sé ekki hans síðasta heim- sókn til landsins. - trs Jamie hrifinn af gömlu góðu Björk SLÓ Í GEGN Margir voru saman komnir til að hlýða á Jamie N. Commons á Airwaves. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný EP-plata frá Jamie N. Commons er væntanleg á iTunes um miðjan janúar 2013. „Við erum utan af landi og það er svolítil tilhneiging til að flokka þetta sem heimilisiðnað. Grasasn- arnir eru ekki heimilisiðnaður því við ætlum að halda áfram og vera alvöru band,“ segir Steinar Berg Ísleifsson. Fyrsta breiðskífa Grasasna, hljómsveitar hans, Til í tuskið, kemur út 13. nóvember. Sveitin er skipuð tónlistarmönn- um á Vesturlandi en í Borgarfirði rekur fyrrum hljómplötuútgefand- inn Steinar Berg ferðaþjónustuna Fossatún. Grasasnar gáfu út fimm laga plötu, Stutt í brosið, í vor en núna er stór plata á leiðinni. „Þessi plata er miklu meiri heild. Hin var meiri samtíningur,” segir Steinar Berg. - fb Nýtt frá Grasösnum GRASASNAR Hljómsveitin Grasasnar hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu. Leikarinn Bradley Cooper þótti kynþokkafyllsti karlmaður árs- ins 2011 að mati tímaritsins People. Titillinn kom þó leikar- anum í nokkuð opna skjöldu. „Ég man þegar ég fékk símtalið og ég var sannfærður um að þetta væri grín. Ég var viss um að mótleikari minn, Dax Shepard, stæði á bak við þetta. Fólk kom mér í skilning um að þetta væri alvara og ég hugsaði með mér: „Fólk verður ekki hrifið. Þetta er ekki gott“ og spurði hvort ég gæti afþakkað. Mér var sagt að ég gæti afþakkað en ætti frekar að sýna þakklæti,“ sagði leik- arinn. Taldi titilinn vera grín KYN- ÞOKKA- FULLUR Bradley Cooper þótti kyn- þokkafyllsti maður síðasta árs. Hann hélt að um grín væri að ræða. Fyrirsætan Heidi Klum greindi frá því nýverið að hún væri ást- fangin og að sá heppni væri líf- vörður hennar. Klum skildi við eiginmann sinn, söngv- arann Seal, í janúar á þessu ári. Nú hefur hún fundið ást- ina að nýju með lífverði sínum, Martin Kirsten. „Já, ég er ástfangin,“ sagði Klum í við- tali við tímaritið Bunte. „Börnin eru mjög hrifin af honum. Hann hefur hjálpað mér í fjögur ár og hann er ofsalega góður við börn- in,“ sagði fyrirsætan. Klum ást- fangin aftur HEIDI KLUM ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.