Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.11.2012, Qupperneq 62
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR30 Dóri Andrésson og Jónas Valtýs- son hönnuðu umslag plötunnar God‘s Lonely Man með tónlist- armanninum Pétri Ben. Myndin á umslaginu sýnir söngvarann í kafi í sundlaug. „Eftir að hafa fundað með Pétri um innihald og umfjöllunarefni plötunnar ákváðum við Jónas að sökkva honum í sundlaug og mynda hann á kafi. Við vorum ekki hundrað prósent vissir um hvað kæmi út úr tökunum og vorum meðal annars hræddir um að það myndi sjást í sundlauga- bakkann eða að pósurnar myndu klúðrast,“ útskýrir Jónas þegar hann er spurður út í verkefnið. Ákveðið var að mynda Pétur í Varmárlaug í Mosfellsbæ því að ofan í sundlauginni sjálfri er gluggi sem hentaði vel í tök- urnar. Ljósmyndarinn Marino Thorlacius var síðan fenginn til að mynda söngvarann. „Við erum báðir úr Mosfellsbæ og mundum eftir að þar var gluggi á einum sundlaugarveggn- um sem hentaði frábærlega fyrir tökuna. Maður fer ofan í kjallar- ann og getur þá horft beint inn í sundlaugina. Við vorum þarna í eina tvo klukkutíma eftir lokun og mynduðum Pétur,“ segir Dóri. Tökurnar gengu betur en Dóri og Jónas þorðu að vona og að þeirra sögn stóð Pétur sig með ágætum. „Við vorum með aðstoðarmann sem hélt Pétri stöðugum á meðan hann var í kafi. Hann var orð- inn nokkuð kaldur og þreyttur undir lokin enda voru þetta svo- lítil átök og mikil endurtekning,“ segir Dóri. Dóri og Jónas hafa áður hann- að plötuumslög hvor í sínu lagi en þetta er þeirra fyrsta sam- starfsverkefni og líkaði þeim samstarfið vel. „Ég held að við höfum náð að toppa okkur með þessu umslagi og þetta er bara byrjunin á áframhaldandi sam- starfi,“ segir Dóri. sara@frettabladid.is MÁNUDAGSLAGIÐ Ég held að við höfum náð að toppa okkur með þessu umslagi. DÓRI ANDRÉSSON JÓNAS VALTÝSSON OG DÓRI ANDRÉSSON: SÖKKTU PÉTRI BEN Söngvarinn kaldur og þreyttur eftir myndatöku GOTT SAMSTARF Dóri Andrésson og Jónas Valtýsson unnu saman að gerð plötuumslags fyrir tónlistarmann- inn Pétur Ben. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Hráefnið kveikti í mér og þetta var ekkert smá skemmtilegt verkefni,“ segir iðnhönnuð- urinn Sigríður Heimisdóttir sem hefur hann- að fylgihluta-, fata- og heimilislínu úr mok- kaskinni fyrir íslenska fyrirtækið Varma. Í línunni er að finna allt frá hinum klass- ísku mokkalúffum sem margir Íslendingar þekkja, til eldhúskolla með mokkasetu og vesta. „Mokka er hráefni sem er partur af arfleifð okkar. Það er vanmetið efni en það er oft svoleiðis með íslensk hráefni, eins og ull- ina og fiskinn sem við erum gjörn á að tala niður til,“ segir Sigríður og fullyrðir að hönn- unarferlið hafi verið mjög skemmtilegt. „Ég vinn aðallega fyrir erlend fyrirtæki svo það var mjög áhugavert fyrir mig að fylgjast með ferlinu sem fer alfarið fram hér á landi, frá upphafi til enda.“ Sigríður er þekkt fyrir hönnun sína á heim- ilis- og húsbúnaðarvörum, meðal annars fyrir Ikea, en þetta var í fyrsta sinn sem hún tókst á við fatahönnun. „Ég ákvað að fá til liðs við mig fagfólk enda ekki mitt sérsvið. Það er því Helga Lúðvíksdóttir klæðskeri sem er konan á bak við sniðin.“ Aðspurð hver sé hennar uppáhaldshlutur úr línunni á Sigríður erfitt með að svara. „Það er mjög erfitt að gera upp á milli en í augnablik- inu er ég í vestinu og það er svo hlýtt að það er eins og að vera í svefnpoka. Þannig að núna er það uppáhaldi.“ - áp Heillaðist af alíslensku hráefninu HLÝTT Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir hefur hannað fylgihluta, fata - og heimilislínu úr mokkaskinni fyrir Varma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er að sjálfsögðu Gangnam Style með Psy en við Vala, sam- starfskona mín, hefjum vikuna alltaf á góðum dansi.“ Sesselja Vilhjálmsdóttir, einn hönnuða leiksins Kinwins. Hollywoodleikarinn, leikstjórinn og framleið- andinn Robert Redford undirbýr sjónvarpsþætti byggða á smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, Aldingarðinum. Erlendir miðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um væntanlega þætti enda Red- ford ákveðinn gæðastimpill á verkefninu en hann er titlaður framleiðandi. Þættirnir bera heitið Valentines og verða sýndir á Sundance-sjónvarps- stöðinni. Ásamt Redford er Fred Berner framleið- andi en hann er meðal annars með myndir á borð við Pollock og sjónvarpsþættina Law and Order á ferilskránni. The Hollywood Reporter, Variety og vefsíðan The Celebrity Coffeeshop.com eru meðal þeirra miðla sem fjalla um framleiðsluna en Valentines er einn af fimm sjónvarpsþáttum sem eru í bígerð hjá Sundance-stöðinni sem þykir vera í sókn þessa stundina. Aldingarðurinn vakti athygli er hún kom út hér á landi árið 2006 og hlaut meðal annars Bók- menntaverðlaun Íslands. Bókin fjallar um tryggð, svik, ást og hamingju þar sem fylgst er með lög- fræðingi í New York og þremur dætrum hans. - áp Redford framleiðir Aldingarð Ólafs HEILLAÐUR AF ALDINGARÐINUM Robert Redford framleiðir sjónvarpsþætti upp úr smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðinum, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Íslands 2006. Rekstrarvörur - vinna með þér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.