Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 74

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 74
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 20126 Hanna Rún heldur úti síðu á Facebook sem nefn-ist Spjaldtölvur í námi og kennslu. Hún er kennari við Klettaskóla, sem áður hét Öskju- hlíðarskóli, og kennir sex ára börnum með sérþarfir. „Við vorum þrjár sem stunduðum nám í upplýsingatækni síðastliðið vor sem fórum af stað með síðuna sem tilraunaverkefni. Við vildum vita hvort áhugi væri á þessu máli og hvort einhver umræða færi af stað. Á mjög skömmum tíma kom afskaplega margt fólk sem vildi vera með og þannig byrjaði bolt- inn að rúlla,“ útskýrir Hanna Rún sem stofnaði síðuna með þeim Elsu Dórótheu Daníelsdóttur og Guðlaugu Ragnarsdóttur. Óska þarf eftir aðgangi að síðunni til að vera með í umræðunni. Þótt margir kennarar séu með aðgang að þessum vettvangi þá segir Hanna Rún að hún sé fyrir alla áhugasama. „Það er mik- ill áhugi hjá kennurum að nýta spjaldtölvur í kennslu og hann er stöðugt að aukast. Það eru nokk- ur tilraunaverkefni í gangi á land- inu. Til dæmis er verkefni í Norð- lingaskóla þar sem nemendur eru með spjaldtölvur. Rannsóknar- skýrsla um það verkefni kom út í sumar sem er mjög gaman að rýna í,“ segir hún enn fremur. „Á síðunni kemur fólk með spurningar um hitt og þetta, en bendir einnig á greinar eða smá- forrit sem henta vel til kennslu. Það er mjög gott fyrir okkur sem notum spjaldtölvur að fá ábend- ingar um nýjungar eða áhugavert efni. Fólk er sem betur fer duglegt að deila því sem það rekst á. Sjálf nota ég spjaldtölvuna töluvert í kennslunni. Það eru sjö börn í bekknum og þau eru að kynnast þessari tækni og hvernig hægt er að nýta hana. Þrjú þeirra eru með eigin spjaldtölvur en aðrir skiptast á í tímum. Þau læra til dæmis að þekkja stafina og raða hlutum saman. Einnig búa þau til sögur þar sem fígúrurnar eru þau sjálf. Auðvelt er að nota mynd- ir og vídeó frá þeim sjálfum. Það eru til mörg mjög góð smáforrit en við tökum þau inn í skömmt- um. Yfirleitt eru þessi forrit á ensku en oft er einfalt að aðlaga tungumálið eða kennarinn talar inn á þau. Sum forrit þurfa ekki talmál.“ Hanna Rún segir að spjaldtölv- ur nýtist vel í kennslu og bjóði upp á gríðarlega möguleika. „Aðgengi að upplýsingum er mikið. Á leik- skólanum Bakkabergi á Kjalar- nesi hafa spjaldtölvur verið not- aðar en Rakel G. Magnúsdóttir leikskólakennari þar stofnaði Appland.is og hefur mikið notað spjaldtölvur með leikskólabörn- um. Á Appland.is er stöðugt verið að kynna ný smáforrit. Það er því margt í gangi og áhugasamt fólk úti um allt. Sjálf er ég með aðra Facebook-síðu sem nefnist Smá- forrit í sérkennslu og þar hef ég sett inn tengla á smáforrit sem hafa verið að virka vel í kennslu. Það getur verið gagnlegt að skoða hvað þar er inni,“ segir Hanna Rún. Kennarar áhugasamir um spjaldtölvur við kennslu Mikil þróun er í notkun spjaldtölva í skólum landsins, jafnt hjá ungum börnum og þeim eldri. Hanna Rún Eiríksdóttir notar spjaldtölvuna við sérkennslu og heldur úti fróðleik á Facebook-síðum. Hanna Rún kennir sex ára börnum í Klettaskóla og þar er spjaldtölvan mikið notuð. MYND/GVA Svava Jóhannesdóttir vinnur sem aðstoðarmaður við rannsóknir á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra, kennir táknmál og stundar nám í kvöldskóla. Hún er döff og nýtir sér þjónustuna Túlkur í tösku reglulega. „Þar sem táknmál er okkar tungumál finnst okkur best að geta tjáð okkur á því máli. Þá er minni hætta á að það verði misskilningur á milli okkar og heyrandi. Þótt sum okkar geti talað, notað bendingar eða skrifast á er alltaf hætta á misskilningi. Þar kemur þjónustan Túlkur í tösku að góðu gagni. Til dæmis hvað snertir lyfjamál þar sem passa þarf að lyfjataka sé rétt. Eins ef ég ætla að kaupa bíl, sjónvarp eða annað. Þá hringi ég áður með hjálp mynd- símatúlks og spyr ýmissa spurninga. Þá veit ég meira um viðskiptin áður en ég fer á staðinn og versla,“ segir Svava. Þjónusta í þróun „Eitt stærsta vandamálið við þjónustuna eins og hún er í dag er að ekki er hægt að hringja í döff einstaklinga. Þær stofnanir sem sinna börnum okkar geta til dæmis ekki hringt í gegnum myndsímaþjón- ustuna til að hafa samband við okkur. Ekki nema kveikt sé á tölvu hjá okkur og við fyrir framan hana. Að öðrum kosti þarf að nota tölvupóst eða SMS í stað þess að hringja. Myndsímatúlkunin mætti gjarnan hafa rýmri opnunartíma en hún er bara opin fjóra tíma á dag. Spurningin er bara með fjármögnun. Við fáum alltaf svo lítið fjármagn á ári hverju.“ Framtíðarsýn Svövu „Það væri alveg frábært ef ég færi í verslun að kaupa sjónvarp og gæti ávallt tekið Túlk í tösku með og spurt ýmissa spurninga sem mig langaði að fá svör við. Á ferðalagi þegar bíllinn bilaði, þegar ég þyrfti að hafa samskipti við lögregluna og svo framvegis. Ég ímynda mér að hitta ættingja og hafa Túlk í tösku með til að eiga í samskiptum við þá. Það væri alveg æðislegt.“ Eykur lífsgæðin til muna Þjónustan Túlkur í tösku er tiltölu- lega nýtilkomin hér á landi en aug- ljóst er að hún gæti aukið þátttöku döff fólks (heyrnarlausra sem tala táknmál) til muna. Hún gerir þeim kleift að hringja eða fara hvert sem er og eiga samskipti hindrunarlaust. „Ég held að almenningur átti sig ekki alltaf á þeim félagslegu hindr- unum sem fylgja því að vera háður túlkaþjónustu í öllum samskiptum sínum. Heyrnarlausir hafa alls ekki sömu möguleika til þátttöku í sam- félaginu og aðrir Íslendingar,“ segir Valgerður Stefánsdóttir, forstöðu- maður samskiptamiðstöðvar heyrn- arlausra og heyrnarskertra. Aukin lífsgæði Eins og stendur er aðeins einn túlk- ur sem sinnir þessari þjónustu í fjóra tíma á dag, alla virka daga. Túlkurinn er staðsettur á Grund- arfirði. „Gefum okkur dæmi að döff einstaklingur þurfi að fara í banka og ræða fjármál sín. Þá tekur hann spjaldtölvuna með sér og hringir í túlkinn í gegnum samskiptaforritið Skype. Þannig getur hann látið túlk- inn þýða það sem hann vill og túlk- urinn þýðir það sem hann heyrir frá bankastarfsmanninum fyrir þann heyrnarlausa. Áður hefði þurft að kalla út túlk sem keyrði á svæðið með tilheyrandi kostnaði og fyrir- höfn. En hér getur túlkurinn verið á Grundarfirði.“ Skammt á veg komin Þar sem erfitt hefur reynst að fá fjármagn í Túlk í tösku er þjónust- an takmörkuð. Oft þurfa notendur jafnvel að bíða í 1-2 tíma eftir því að fá aðgang að túlknum. „Það er auð- vitað ekki nógu gott þar sem tveggja mínútna símtal verður allt í einu að tveggja tíma bið. Því er nauðsyn- legt að fá fjármagn í þetta verkefni. Í Bandaríkjunum er þetta lengra á veg komið og þar getur heyrandi fólk hringt í döff einstaklinga, og fær þá sjálfkrafa samband við túlk. Hér er þetta allt handvirkt og mun skemmra á veg komið. Eins er þjón- ustustigið mun lægra hér en til að mynda í Svíþjóð.“ Engin áætlun til staðar Þar sem lítið fjármagn er til staðar hefur ekki verið gerð langtímaáætl- un um framtíð myndsímatúlka- þjónustu. „Það er einfaldlega svo lítið fjármagn sem sett er í þennan lið. Ef fleiri væru að túlka og fleiri hefðu spjaldtölvur, þyrftu túlkar í mun færri tilfellum að aka á stað- inn. Þannig væri þetta í raun sparn- aður ef til lengri tíma er litið.“ Breytir miklu Túlkur í tösku er þjónusta sem byggir á því að döff einstaklingar geta með hjálp spjaldtölvu og táknmálstúlks átt samskipti við fólk sem ekki talar táknmál. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.