Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 94

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 94
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 62 Heljarþröm Emil Hjörvar Petersen Önnur bókin í skáldsagnaþrí- leiknum Saga eftirlifenda. Þar tvinnast saman goðsagnir, mannkyns- sagan og sam- tíminn. Sagan segir frá þeim ásum sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný. Orrustan um Fold Davíð Þór Jónsson Bókin fjallar um lífsbaráttu manna sem búa við óblíð náttúruöfl á tunglinu Fold. Fyrst reynir þó á styrk þjóðarinnar þegar undar- legar verur taka að herja á íbúana. Ógnarmáni Elí Freysson Sjálfstætt framhald Meistara hinna blindu sem kom út árið 2011. Hér segir frá upp- gjafahermann- inum Kody sem berst við forna illsku frá þeim tímum þegar heimurinn stóð á barmi tortímingar. Blendingurinn Hildur Margrétardóttir Gefin út sem rafbók en einnig er hægt að panta prentuð eintök. Söguhetjan Röskva hefur alist upp við erfiðar fjölskylduaðstæður og á þá ósk heitasta að hverfa. Hún ákveður að flýja en endar í ókunnum heimi. Hrafnsauga Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Bókin fékk Ís- lensku barna- bókaverð- launin. Bókin er fyrsti hluti þríleiksins Þriggja heima sögu. Um- fjöllunarefnið fléttast blóð- göldrum, gleymdum óvættum og földum leyndarmálum. Spádómurinn Hildur Knútsdóttir Bókin fjallar um hina fimmtán ára gömlu Kolfinnu. Hún býr í framandi heimi þar sem dularfull öfl sækjast eftir völdum og örlög hennar verða að spyrna við fótum. MENNING NÝJAR ÍSLENSKAR FANTASÍUR Þótt furðusögur eigi vaxandi vinsældum að fagna eru þær enn aðeins lítið brot af íslenskum skáldskap. Er því engin furða þó einhverjir velti því fyrir sér hvað einkenni þennan bókaflokk. Í bókmenntafræðinni teljast þær sögur furðusögur þar sem veru- leikinn er brotinn upp og búinn til nýr heimur. Sú ver- öld lýtur eigin lögmálum og íbúar hennar eru ekki til í raunveruleikanum. Allt getur gerst, yfirnáttúruleg öfl leika lausum hala og hið fjarstæðukennda er hvers- dagslegt. Gjarnan snýst sagan um baráttu illra og góðra afla eða vætta. Hlutur fantasíunnar hefur einnig aukist mjög í kvikmyndum á síðastliðnum áratug, síðan Hringa- dróttinssaga náði heimshylli. Það sama má segja um bandaríska þáttagerð en fantasíusjónvarpsþátturinn Game of Thrones hefur náð gífurlegum vinsældum á skömmum tíma. Þetta hefur vafalaust haft áhrif á vinsældir fantasíubókmennta á Íslandi. Samfara aukn- um áhuga koma nú út íslenskar furðusögur fyrir full- orðna, sem lítið hefur farið fyrir áður. Hugsanlega er ástæðan sú að kynslóðin sem upplifði Harry Potter- æðið er nú að vaxa úr grasi og verða rithöfundar. Brúar bil milli kynslóðanna Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ævintýri og furðusögur alltaf hafa höfðað til barna og lengi verið hluta af þeirra lesefni. Hún telur þó hóp full- orðinna fantasíulesenda líka fara stækkandi. „Margir fullorðnir lásu bækurnar um Hringadrótt- inssögu eftir að hafa heillast af kvikmyndunum og sækjast í kjölfarið eftir fleiri furðusögum.“ Sigþrúður segir enn fremur að í eðli furðusagna felist brú milli kynslóðanna: „Furðusögur eru fyrst og fremst spennandi ævin- týri þar sem aldur aðalpersóna skiptir ekki máli held- ur hvaða aðstæður þær glíma við.“ Alexander Dan Vilhjálmsson, furðusagnahöfundur og ritstjóri tímaritsins Furðusagna, telur fantasíur í barnabókum mikilvægar meðal íslenskra furðusagna: „Fantasían hefur lengi dafnað í íslenskum barna- bókum. Þær hafa haft mikil áhrif á mótun hefðar- innar hérlendis og eiginlega eini staðurinn þar sem íslenska fantasían hefur mátt þroskast og blómstra,“ segir hann. Flestir lesa fantasíur á ensku Björn Unnar Valsson, bókavörður hjá Borgarbóka- safninu, segir töluverða ásókn í fantasíubækur fyrir fullorðna á bókasafninu en stærstur hluti bókanna sé skrifaður eða þýddur á ensku. Engu að síður hafa fáar furðusögur verið þýddar yfir á íslensku. Sig- þrúður segir það orsakast af því að lesendahópur- inn kjósi heldur að lesa bækurnar á frummálinu eða í enskri þýðingu eins fljótt og kostur er en að bíða eftir íslenskri þýðingu. Einnig hefur borið á því að íslenskir höfund- ar kjósi að skrifa bækur sínar á ensku fremur en íslensku. Alexander telur ástæðuna fyrir því ein- faldlega vera skort á fordæmum: „Íslenskum furðusagnahöfundum finnst eflaust afkáralegt að skrifa á íslensku því það er engin hefð til að vinna með. Þetta finnst mér synd því það er svo margt sem við getum sótt í úr íslensku máli og menningu sem er einfaldlega ekki hægt að gera á ensku.“ Nýjar íslenskar fantasíur Það hefur þó færst í vöxt höfundar skrifi fantasíur á íslensku. Í ár koma út nokkrar slíkar, þar af tvær framhaldssögur: Heljarþröm eftir Emil Hjörvar Pet- ersen og Ógnarmáni eftir Elí Freysson. Fyrri hlutar beggja komu út á síðustu tveimur árum og segir Björn Unnar þá báða mjög vinsæla á bókasafninu og jafnast á við íslenskar fagurbókmenntir í útlánum. „Mín tilfinning er sú að það hafi lengi verið til markhópur fyrir fantasíubókmenntir sem sæki þá líka í þessar íslensku þegar þær birtast.“ Einkenni íslenskra furðusagna Sigþrúður segir íslensku fantasíubækurnar almennt ekki bera merki þess að vera skrifaðar af íslenskum höfundum. „Lengi vel voru ævintýrasögur gjarn- an tengdar íslenskri þjóðtrú og vættum landsins en svo er ekki lengur,“ segir hún og bætir við: „Flestar þessara bóka gætu gerst hvar sem er í heiminum.“ Alexander er sammála og segir erfitt að segja til um einkenni hinnar íslensku fantasíu, því hún sé enn að mótast. Hann er þó ánægður með þróunina. „Höfundar og forlög eru ekki lengur hrædd við að nota fantasíustimpilinn í markaðssetningu og flokk- un á bókum. Það eitt og sér er stórt skref í rétta átt. Forlögin eru líka hægt og rólega að prófa sig áfram með að gefa út íslenskar fantasíur fyrir fullorðna, þó þær séu flestar markaðssettar fyrir börn eða unglinga. Kannski mun þetta breytast með tíman- um,“ segir Alexander. En hvert sem íslenskar furðusögur stefna og hvers konar verum þær verða skipaðar í framtíð- inni, þá lítur út fyrir að fantasían sé komin til að vera. Furðuverur og fantasíur herja á landann Á undanförnum árum hefur áhugi á furðusögum, eða svonefndum fantasíum, aukist jafnt og þétt á Íslandi. En hvað veldur auknum vinsældum fantasíunnar? Halla Þórlaug Óskarsdóttir fór á stúfana og skoðaði hvers vegna fantasíur hafa gengið í endurnýjun lífdaga. ÍMYNDAÐUR VERULEIKI Í fantasíubókum er búinn til nýr heimur sem lýtur eigin lögmálum. Þar takast jafnan á góð og ill öfl. Halla Þórlaug Þorsteinsdóttir halla@frettabladid.is Salka Guðmundsdóttir rithöfundur og þýðandi Sú bók sem breytti lífi mínu heitir One Good Turn og er eftir Kate Atkinson. Þetta er önnur bókin í seríu sem ég held mikið upp á og fjallar um einkaspæjarann Jackson Brodie og alls kyns mál sem hann fæst við að leysa. Ég held reyndar mikið upp á allar bækur Atkinson en það sem gerðist þegar ég las þessa bók var að ég lærði mjög mikið um uppbyggingu skáldsögu og hvernig hægt er að breyta merkingu með lúmskum hætti. Í síðustu setningunni á síðustu blaðsíðunni breytir hún nefnilega merkingu allrar bókar- innar fyrir manni. Það var algjörlega einstök upplifun. Það var ekki nóg með að bókin heillaði mig sem saga heldur líka hvernig sagan er sögð. Það hefur haft mjög mikil áhrif á mig sem rithöfund og beint mér inn á nýja braut í mínum eigin skrifum. Atkinson hefur líka leitt mér fyrir sjónir hvað maður getur skrifað um alvarlega hluti án þess að missa húmorinn. En það var ekki fyrr en með þessari bók sem ég áttaði mig með- vitað á því sem hún var að gera sem var mjög gagnlegt fyrir mig. BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU One Good Turn Kate Atkinson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.