Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 4
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Jón Ólafsson - Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness
og hreinsanirnar miklu
Gunnar F. Guðmundsson - Pater Jón Sveinsson– Nonni
Steinunn Kristjánsdóttir - Sagan af klaustrinu á Skriðu
Gunnar Þór Bjarnason - Upp með fánann– Baráttan um uppkastið 1908
og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Einar Már Jónsson - Örlagaborgin
➜ Í flokki fræðirita og rita almenns efnisSveit fær tombólustyrk
Björgunarsveitin Núpar á Kópaskeri
fékk fyrir skömmu veglegan styrk.
Kvenfélag Öxfirðinga færði sveitinni
peningagjöf að upphæð 67.500 kr.
Þetta var innkoman af tombólu sem
þær kvenfélagskonur héldu á árlegum
menningardegi á Kópaskeri þann 24.
nóvember síðastliðinn.
ÖRYGGISMÁL
Slysavarnaskólinn styrktur
Slysavarnaskóli sjómanna fékk í síðustu
viku 500 þúsund krónur að gjöf frá
Sjómannasambandi Íslands og er hún
viðurkenning fyrir góðan árangur í
slysavörnum sjómanna. Banaslysum
á sjó hefur fækkað mikið undanfarna
áratugi og er öryggisfræðsla talin einn
lykilþátturinn í þeim árangri.
Eiríkur Örn Norðdahl - Illska
Gyrðir Elíasson - Suðurglugginn
Auður Ava Ólafsdóttir - Undantekningin
Kristín Ómarsdóttir - Milla
Sigurjón Magnússon - Endimörk heimsins
➜ Í flokki fagurbókmennta
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness hefur dæmt mann á sextugs-
aldri í fimm mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir líkamsárás.
Maðurinn réðst inn á heimili
í september 2010 og veittist að
fjórum manneskjum með járn-
röri, sem allar hlutu áverka af. Þá
elti hann einn fjórmenninganna,
sem flúði af vettvangi á bíl, barði
bílinn utan með rörinu og olli á
honum skemmdum. Maðurinn
mun hafa talið sig eiga eitthvað
sökótt við einn fjórmenninganna.
Í dómnum segir að rannsókn-
inni hafi lokið í desember 2010
en ákæra ekki gefin út fyrr en í
október á þessu ári. Vegna þessa
dráttar og hreins sakaferils
mannsins er refsingin skilorðs-
bundin. - sh
Barði fjóra með röri:
Fer á skilorð
vegna dráttar
EVRÓPA Atvinnuleysi heldur
áfram að aukast í ríkjum
Evrópusambandsins og hefur
aldrei verið meira. 204 þús-
und fleiri einstaklingar voru
atvinnulausir í október en í
september.
Þetta kemur fram í nýjum
tölum Eurostat, hagstofu Evr-
ópusambandsins. Atvinnuleys-
ið í Evrópusambandsríkjunum
mældist 10,7 prósent í október
en 11,7 prósent í evruríkjunum
sautján.
Tæplega 26 milljónir manna
eru án atvinnu í Evrópuríkjun-
um, þar af tæpar nítján milljón-
ir á evrusvæðinu.
Atvinnuleysið á Spáni hefur
náð enn hærri hæðum og mæld-
ist 26,2 prósent í október. - þeb
Flestir án vinnu á Spáni:
Atvinnuleysið
eykst enn í ESB
ÖRYGGISMÁL Um 30 gráða slagsíða
kom á Þórunni Sveinsdóttur VE
þegar verið var að hífa veiðar-
færi skipsins úr festu út af Vest-
fjörðum. Lítil hætta er talin hafa
verið á ferðum en talsverð bræla
var á miðunum þegar atvikið átti
sér stað. Skipverjar höfðu þó var-
ann á og klæddust flotgöllum til
öryggis, eins og Slysavarnaskóli
sjómanna leggur áherslu á að sé
gert.
Eyjafréttir segja frá þessu en
í viðtali við miðilinn segir Sig-
urjón Óskarsson, útgerðarmað-
ur Þórunnar, að enginn sjór hafi
komist í skipið og hvorki skip né
áhöfn hafi verið í hættu.
Verið var að toga í 25 metra
vindi þegar trollið festist á um
40 faðma dýpi. Þegar reynt var
að losa trollið sló togspilum út
og bremsur festust. Um leið kom
sjór inn á skipið og það hallaðist
um 30 gráður, segir í frétt Eyja-
frétta.
Þegar í land var komið var feng-
inn skipaverkfræðingur til að
hallaprófa Þórunni og kom ekk-
ert óeðlilegt í ljós. - shá
Slagsíða kom á Þórunni Sveinsdóttur þegar híft var úr festu við Vestfirði:
Klæddust flotgöllum til öryggis
ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR VE Skipið
kom nýtt til landsins jólin 2010 og
hefur reynst afar vel.MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
MENNING Tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna og Íslensku
þýðingarverðlaunanna voru kunn-
gjörðar við athöfn í Listasafni
Reykjavíkur á laugardag.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
eru veitt í tveimur flokkum, annars
vegar fyrir frumsamin skáldverk
og hins vegar fyrir fræðirit og rit
almenns efnis. Fimm verk í hvorum
flokki voru tilnefnd.
Tilnefningarnar tíu skiptast milli
sex forlaga. Bækur frá Forlaginu og
dótturútgáfum þess fá flestar, alls
fjórar. Tvær bækur frá Ormstungu
eru tilnefndar en ein bók frá Bjarti,
Uppheimum, Opnu og Sögufélaginu.
Við sama tækifæri tilkynnti
Bandalag þýðenda og túlka hvaða
fimm verk væru tilnefnd til Íslensku
þýðingarverðlaunanna í ár. Eftirfar-
andi bækur voru tilnefndar: Allt er
ást eftir Kristian Lundberg, þýðandi
Þórdís Gísladóttir, Ariasman eftir
Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar
Karlssonar, Hjaltlandsljóð, tvímála
útgáfa safns ljóða eftir samtíma-
skáld frá Hjaltlandseyjum, þýðandi
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Sá
hlær best sagði pabbi eftir Gunillu
Bergström í þýðingu Sigrúnar Árna-
dóttur og Svarti sauðurinn og aðrar
fabúlur eftir Augusto Monterroso en
þýðandi hennar er Kristín Guðrún
Jónsdóttir.
Félag Íslenskra bókaútgefenda
stendur að Íslensku bókmenntaverð-
laununum sem verða veitt á Bessa-
stöðum í lok janúar. Forseti Íslands
veitir Íslensku þýðingarverðlaunin á
alþjóðlegum degi UNESCO tileink-
uðum bókum og höfundarrétti, þann
23. apríl. bergsteinn@frettabladid.is
Fimmtán verk til-
nefnd til verðlauna
Tíu rithöfundar voru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á laugardag-
inn. Auk þess voru fimm þýðendur tilnefndir til þýðingarverðlauna.
DANMÖRK Útlendir glæpamenn
eiga ekki að hafa eins góðan
aðbúnað og innlendir. Þetta segir
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi
Venstre og fyrrverandi forsætis-
ráðherra Danmerkur.
Rasmussen segir erlenda glæpa-
menn stórt vandamál í landinu sem
þurfi raunhæfa lausn til að leysa.
Hann gagnrýnir núverandi stjórn-
völd fyrir að láta ekki fleiri fanga
afplána dóma sína í heimalöndum
sínum. Ummæli Rasmussen hafa
vakið hörð viðbrögð. - þeb
Fyrrverandi forsætisráðherra:
Vill útlenda
fanga úr landi
RÆNINGINN maðurinn var vopnaður
byssu þegar hann rændi söluturninn.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu leitar enn að
manni sem rændi söluturn við
Grundarstíg á föstudagskvöld
vopnaður byssu.
Ræninginn kom inn í verslunina
rétt fyrir lokun, skaut úr byss-
unni og sló til pilts sem starfar í
versluninni. Hann komst undan á
hlaupum með um 30 þúsund krón-
ur sem hann tók úr afgreiðslu-
kassanum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um málið eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna í síma
444-1000.
Rán í verslun við Grundarstíg:
Ræningja með
byssu leitað
FIMMTÁN HÖFUNDAR Tilnefningarnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Lista-
safni Reykjavíkur á laugardaginn.
224,6246
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,32 125,92
200,9 201,88
126,14 126,88
21,842 21,97
22,08 22,21
8,823 18,933
1,5160 1,5248
192,22 193,36
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
30.11.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Veðurspá
Miðvikudagur
13-18 m/s SA-til, annars hægari vindur.
RIGNING SA-LANDS og slydda til fjalla, stöku él vestan til en annars úrkomulítið.
Strekkingur eða allhvasst NA- og A-lands en hægari vindur annars staðar. Hiti allt að
5°C allra syðst.
1°
3
m/s
1°
3
m/s
3°
4
m/s
5°
5
m/s
Á morgun
Yfi rleitt hæg S- eða SA-átt.
Gildistími korta er um hádegi
3°
-1°
4°
-1°
-3°
Alicante
Basel
Berlín
16°
6°
1°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
3°
4°
3°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
2°
2°
21°
London
Mallorca
New York
10°
16°
14°
Orlando
Ósló
París
25°
-9°
10°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
-8°
5°
6
m/s
4°
15
m/s
1°
11
m/s
3°
15
m/s
2°
8
m/s
4°
11
m/s
-1°
8
m/s
2°
0°
2°
-1°
1°
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður