Fréttablaðið - 03.12.2012, Síða 47

Fréttablaðið - 03.12.2012, Síða 47
MÁNUDAGUR 3. desember 2012 | MENNING | 23 util if. is THE NORTH FACE MCMURDO DÚNÚLPA 68.990 kr. HENTAR SÉRLEGA VEL FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR. HYVENT ÖNDUNARFILMA VEITIR GÓÐA VATNSVÖRN. Á R N A S Y N IR Leikkonan Demi Moore virð- ist vera búin að jafna sig eftir skilnaðinn við Ashton Kutcher og farin að leita á ný mið. Sá heppni er 26 ára gamall listaverkasali og partíhaldari í Los Angeles, Vito Schnabel, en þau hafa ítrekað sést saman undanfarið. Moore er ekki fyrsta fræga konan sem Schnabel er orð- aður við, þær Liv Tyler og Elle Macpherson hafa báðar heillast af kappanum. People Magazine segir hann vera glaumgosa og þekktan fyrir að halda eftirsótt partí fyrir elítuna vestanhafs. Kutcher, fyrrverandi eigin- maður Moore, er hins vegar búinn að finna hamingjuna með leikkonunni Milu Kunis. Komin með nýjan Á STEFNUMÓT Demi Moore er farin að hitta Vito Schnabel sem er 24 árum yngri en leikkonan. NORDICPHOTOS/GETTY Sean Penn er alveg heillaður af bresku söngkonunni Florence Welch, ef marka má frétt The Enquirer. Parið kynntist á við- burði Los Angeles í október og hefur verið í reglulegu sambandi allar götur síðan. „Sean dáir konur sem eru ungar, skapstórar og fallegar. Það var eitthvað við Florence sem heillaði hann. Honum finnst hún ekki aðeins gullfalleg heldur líka einstakur persónuleiki. Hann er staðráðinn í að gera eitthvað úr þessu,“ var haft eftir heimildar- manni. Penn er 52 ára gamall og því er töluverður aldursmunur á parinu. Welch er aðeins 26 ára gömul. Heillaði Penn HEILLAÐI PENN Florence Welch er sögð hafa heillað Sean Penn upp úr skónum. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLIST ★★★ ★★ Egill Ólafsson Vetur SENA Egill Ólafsson er einn af fremstu popptónlistarmönnum Íslands. Hann var (eða er) lykilmaður í Spil- verki þjóðanna, Stuðmönnum og Þursaflokknum og hann hefur gert margt gott fyrir utan það, bæði undir eigin nafni og í samstarfi við aðra. Vetur er sjötta sólóplatan hans og sú fyrsta síðan Hymnalög komu út fyrir fimm árum. Vetur var unnin með finnskum tónlistarmönnum, Matti Kallio samdi nokkur laganna, spilaði á hljómborð, harmonikku, flautur og slagverk og sá um útsetningar og stjórn upptöku, en að auki spila á plötunni Lassi Logrén og Matti Laitinen, en Þórhildur Örvarsdótt- ir raddar og syngur með Agli í lag- inu Hafið. Tónlistin á Vetri ber sterkan keim af þjóðlagatónlist. Þetta er frekar hæg plata með gamaldags hljóðheimi, en á meðal þeirra hljóð- færa sem gefa plötunni lit eru bogastrokin lýra og lykilharpa. Egill semur flesta textana og fimm laganna. Hann er fínn textahöf- undur, vandvirkur og úthugsaður. Veturinn er viðfangsefni nokkurra texta, en þau eru fleiri og tengjast flest veruleika mannsins eða ást- inni. Eitt laganna er við texta Jóns Arasonar Hólabiskups. Þetta er prýðilega unnin plata. Það er svolítið þungt yfir henni og ekki mikið um grípandi melódí- ur þannig að hún er kannski ekki allra. Þeir sem kunna að meta Egil á rólegri nótunum, þennan íhugula og djúpspaka sem hummar stund- um og kann þá list að staldra við og leyfa tónlistinni að draga andann, – þeir ættu hiklaust að gefa henni gaum. Trausti Júlíusson NIÐURSTAÐA: Róleg og gamaldags plata undir sterkum áhrifum þjóð- lagatónlistar Vönduð vetrarplata

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.