Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 12
3. desember 2012 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótíma- bær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erf- iðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafn- vel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hug- arfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr áföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkrahúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar séu nefndir, fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífs- ins, t.d. barnsmissi, sjálfsvíg, eða að missa maka í blóma lífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hitt- ast í hópum og styðja hver annan í gegn- um áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nafnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmsu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða enn fremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa. Og verkefnið tekur aldrei enda því „mennirnir elska, missa, gráta og sakna“ eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg – öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og sam- líðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg. Ný dögun – 25 ára sorgarvinna Á R N A S Y N IR util if. is LEKI GÖNGUSTAFIR 9.990 kr. TRAUSTIR OG VANDAÐIR. SAMFÉLAGSMÁL Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar ➜ Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. V andi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar. En af hverju er þetta svona? Á hverra vakt varð þessi félagslegi banki að peningalegri kjarnorkusprengju? Ljóst er að margar ákaflega vondar ákvarðanir hafa verið teknar hjá Íbúðalánasjóði. Breytingin á húsbréfakerfinu árið 2004 var líkast til afdrifaríkust. Sá sem framkvæmdi hana var Árni Magnússon, þá félagsmála- ráðherra. Með breytingunum urðu skuldir sjóðsins ekki lengur uppgreiðanlegar, þótt útlán hans væru það. Þegar íslensku einkabankarnir stormuðu inn á íbúðalánamarkaðinn skömmu síðar tók fullt af fólki lán hjá þeim og greiddi upp gömul lán hjá sjóðnum, alls 240 milljarða króna á árunum 2004 til 2006. Þar sem Íbúðalánasjóður gat ekki notað þetta fé til að borga upp skuldir sínar, en þurfti að ávaxta það til að eiga fyrir vaxtakostnaði, þá fór sjóðurinn að gera tvennt. Annars vegar keypti hann greiðsluflæði tiltekinna fasteignalána banka. Hins vegar fór hann að kaupa skuldabréf útgefin af íslensku bönkunum. Þar með var Íbúðalánasjóður í raun farinn að fjármagna að hluta íbúðalán einkabankanna. Sjóðurinn hefur þurft að innleysa tugmilljarða tap vegna þessara fjárfestinga. Mikið hefur verið látið með þá ákvörðun sjóðsins að hækka lánshlutfall upp í 90 prósent árið 2004. Sú ákvörðun var út í hött en hún var ekki jafn afdrifarík og margir vilja vera láta. Það voru útlán einkabankanna, sem á svipuðum tíma fóru að gera sig gildandi á fasteignalánamarkaði, sem blésu í fasteignabóluna sem síðar sprakk í andlitið á þjóðinni. Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, ákvað síðan að rýmka útlánareglur sjóðsins árið 2008 með þeim hætti að hámarkslán voru hækkuð úr 18 í 20 milljónir. Sam- hliða var ekki lengur lánað fyrir 90 prósentum af brunabóta- mati heldur 80 prósentum af markaðsvirði. Þetta var galin aðgerð, sem jók þenslu fremur en að draga úr henni, líkt og lagt var upp með að gera. Á vandanum bera því margir ábyrgð. Sérstök rannsóknar- nefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem á að vera löngu búin að skila niðurstöðum sínum, mun taka á þeirri fortíð. Meira knýjandi er þó að takast á við framtíðina. Ljóst er að Íbúða- lánasjóður eins og hann er í dag á ekki slíka, enda neytendur búnir að hafna með öllu einu vörunni sem hann býður upp á, verðtryggðum lánum. Það þarf því að finna honum annað hlutverk eða leggja hann niður. Samhliða þarf að ákveða hvaða hatt almenningur á að vera með á höfðinu þegar hann borgar reikninginn. Á hann að gera það strax í gegnum ríkis- sjóð, sem á Íbúðalánasjóð, eða fresta vandanum og gera það í gegnum lífeyrissjóðina okkar, sem eiga þorra skulda hans? Almenningur mun borga fyrir Íbúðalánasjóð: Við og við Upphefjum virðinguna „Forseti á að taka sig taki og reyna að upphefja virðingu þingsins… “ sagði Björn Valur Gíslason í viðtali við Stöð 2 fyrir sjö vikum. Honum fannst Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir ekki taka nógu fast á máli ríkisendurskoðanda, sem hafði í átta ár unnið að skýrslutetri um bókhalds- kerfi ríkisins. Birni Val fannst þingið setja niður við þetta allt saman. Það er gott að hann skyldi hafa áhyggjur af þverr- andi virðingu þingsins. Ekki er vanþörf á – traust til þess er í lágmarki. Aukum traustið „Brýn nauðsyn er á að umræðuhefð þingsins breytist og traust til þess um vönduð vinnubrögð aukist frá því sem nú er.“ Svo segir í frumvarpi um breytingu á þingsköpum sem lagt var fram í september. Í ljósi þess sem segir hér að framan hljóta margir að geta tekið undir þetta. Einn þeirra er Lúðvík Geirsson, sem var á meðal flutnings- manna frum- varpsins. Enga vitleysu Birni Val Gíslasyni og Lúðvík Geirs- syni er annt um þingið og ásýnd þess. Það hafa þeir sýnt með orðum sínum og gjörðum. Hvorugur þeirra mundi nokkurn tímann láta hafa sig út í vitleysu eins og þá sem léttúðugri galgopar tíðka stundum í þing- sal. Þess vegna er bæði furðulegt og miður að þeim skuli ekki hafa gengið betur í prófkjörum en svo að þeir séu líklega báðir á leið af þingi. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.