Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 8
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Fyrir andvirði þ essa gjafabréfs á gjofsemgefur.is fá efnalitlir foreldrar á Íslandi gjafakort í verslun með leikföng, bækur og föt og geta þeir valið b arni s ínu gjöf eftir þörfum þess o g óskum. ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT www.gjofsemgefur.is 11 30 22 11 30 22 11 30 222 30 22 11 30 22 11 30 22 13 02 2 30 2222 11 30 22 11 30 2 13 022 11 30 202 11 3030 2000331111 FRAMKVÆMDIR Lagt er til að bygg- ing nýs Landspítala við Hring- braut verði hefðbundin opinber ríkisframkvæmd og horfið verði frá svokallaðri leiguleið sem fyr- irhugað var að fara, að því er fram kemur í minnisblaði sem Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Guðbjart- ur Hannesson velferðarráðherra lögðu fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Ráðherrarnir leggja til að und- irbúið verði frumvarp um breyt- ingar á lögum sem geri opinberu hlutafélagi um byggingu nýs Land- spítala (NLSH ohf.) kleift að halda utan um og annast byggingu nýs Landspítala sem fjármagnaður yrði sem opinber framkvæmd að mestu eða öllu leyti. Frumvarpið yrði lagt fram í janúar. Lagt er til að næstu mánuði muni fjármála- og efnahagsráðu- neytið í samráði við NLSH ohf. og Landspítalann fara yfir fram- kvæmda- og fjárhagsáætlan- ir vegna verkefnisins. Athugað verði hvort finna megi svigrúm í langtímaáætlun um ríkisfjármál á næstu árum með það að mark- miði að farið verði í verkefnið eða stærstu verkþættina sem opinbera framkvæmd ríkisins. Við þá skoð- un verði lögð áhersla á að halda jöfnuði í ríkisfjármálum auk þess sem tekið verði tillit til hagræð- ingar og hagrænna áhrifa fram- kvæmdanna. Samkvæmt leiguleiðinni átti einkaaðili að byggja og reka hús- næðið og leigja það til ríkisins til langs tíma. Fram hafi komið veigamiklar efasemdir um hvort bygging spítalans uppfylli nauð- synleg frumskilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi þegar leiguleiðin er farin, að því er segir í minnis- blaðinu. - shá Ráðherrar leggja til að horfið verði frá leiguleið: Nýr Landspítali verði í ríkisframkvæmd Á TEIKNIBORÐINU Leiguleiðin er nú ekki talin vænleg. MYND/LSH EGYPTALAND Hæstiréttur Egypta- lands sendi í gær frá sér yfir- lýsingu um að hann væri hættur störfum þangað til unnt yrði að úrskurða um mál án utanaðkom- andi þrýstings. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að stuðningsmenn Mohammeds Morsi forseta fjölmenntu við dóm- húsið í Kaíró og hindruðu dómar- ana í að komast inn í húsið til að dæma um lögmæti nefndar sem setti saman ný drög að stjórnar- skrá sem samþykkt var í þinginu nýverið. Einnig átti rétturinn að úrskurða hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Í stjórnarskrárdrögunum er meðal annars kveðið á um að for- setinn hafi úrslitavald í öllum málum og að hæstiréttur hafi ekki vald til að stöðva framkvæmd til- lagna hans. Andstæðingar stjórnarskrár- draganna hafa bent á að með þeim taki forsetinn sér nánast alræðis- vald, en stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rökrétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan lands- ins, sem unnið hefur verið að síð- ustu mánuði. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrána er fyrirhuguð hinn 15. desember. - fsb Fjölmenn mótmæli urðu í Egyptalandi um helgina þar sem tekist er á um nýja stjórnarskrá: Hæstiréttur leggur niður störf vegna þrýstings MÓTMÆLI Mikil ólga ríkir í Kaíró og stuðningsmenn og andstæðingar Morsi forseta mótmæla nær daglega. NORDICPHOTOS/GETTY 1. Hverjir hafa boðið sig fram í for- mannskjör Samfylkingarinnar? 2. Hver fer með aðalhlutverkið í Makbeð sem Þjóðleikhúsið ætlar að setja á svið? 3. Við hvaða lið samdi Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson fyrir skömmu? SVÖR 1. Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hann- esson 2. Björn Thors 3. Víking í Stafangri ➜ Ráðherrarnir gera að tillögu sinni að nýr spítali verði fjármagnaður sem opinber framkvæmd að mestu eða öllu leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.