Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 17
ELDVARNIR Í LAGI
Nú eru aðventuljós í hverjum glugga. Það getur
kviknað í aðventuljósi og því er rétt að nota ekki
gömul ljós. Best er að slökkva ljósin á nóttunni.
Hafið ávallt handhæg slökkvitæki við höndina.
Gleði jólanna er fljót að hverfa verði eldur laus.
HÖNNUÐURINN Pálmi
Einarsson iðnhönnuður
togar í sprellikarl í líki
jólasveins en auk leik-
fanganna framleiðir
hann jólavörur.
MYND/GVA
ÞRÓUNARDEILDIN
AÐ STÖRFUM Þeir
Róbert Björn og Brynjar
Örn prófa allt sem pabbi
þeirra hannar og þannig
er fundið út hverju þarf
að breyta í hönnuninni.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Þetta eru módel-leikföng sem á að leika sér með en ekki setja upp í hillu. Það fannst mér alltaf svo
leiðinlegt við plastmódelin í gamla
daga sem maður setti saman, gamanið
var svo stutt,“ segir Pálmi Einarsson
iðnhönnuður sem hannar og framleiðir
leikföng sem eigandinn setur saman
sjálfur.
„Formin eru útskorin og það eina
sem þarf er trélím. Svo geta krakkarnir
málað leikföngin, til dæmis með tré-
litum, tússlitum eða akrýlmálningu og
geta í raun málað þau aftur og aftur. Um
leið og búið er að mála í nýjum litum er
þetta aftur orðið nýtt dót.“
Synir Pálma, þeir Róbert Björn sex
ára og Brynjar Örn fjögurra ára, eru
„þróunardeild“ fyrirtækisins eins og
Pálmi kallar það en þeir prófa öll leik-
föngin og finna út úr því hvað betur má
fara.
„Stundum sitja þeir með mér við
tölvuna og koma með hugmyndir. Svo
förum við upp í Kjós, í bústaðinn okkar
þar, yfir helgi og setjum módelin sam-
an. Svo mála þeir leikföngin og leika sér
með þau og eftir nokkra daga kemur
í ljós hvað þarf að laga, hvar þarf að
þykkja eða stytta eða breyta. Þetta er
nákvæmlega eins og þegar ég stýrði
þróunardeildinni hjá Össuri, bara á
aðeins minni skala,“ segir Pálmi.
Hann segir að leikföng sem krakk-
arnir taka þátt í að búa til öðlist annan
sess í huga þeirra en tilbúin leikföng úr
skínandi plasti. Með því að setja saman
og mála tengist þau leikföngunum til-
finningaböndum.
„Ég vil meina að þessum leikföngum
fylgi gæðastundir því það skiptir krakk-
ana líka svo miklu máli að foreldrarnir
setjist niður með þeim og hjálpi þeim
að setja saman. Strákarnir mínir fara
með þessi leikföng með sér upp í rúm á
kvöldin og þykir miklu vænna um þau
en önnur leikföng.“
Öllum leikföngunum fylgja einfaldar
leiðbeiningar og einnig er hægt að
fá varahluti ef eitthvað brotnar segir
Pálmi. Nú þegar eru tíu mismunandi
leikföng í framleiðslu auk gjafavara og
jólaföndurs en Pálmi stofnaði fyrirtæk-
ið, Geislar hönnunarhús, í vor.
„Við erum með fleiri vörur á teikni-
borðinu og setjum upp vefverslun í des-
ember en seljum þetta annars einungis
hér í Bolholti 4.“ Vefsíða Pálma er www.
geislar.is. ■ rat
VERKSTÆÐI JÓLASVEINSINS
ÍSLENSK LEIKFÖNG Vinnustofa Pálma Einarssonar minnir þessa dagana helst
á verkstæði jólasveinsins en hann hannar og framleiðir leikföng. Synir hans
tveir sjá um þróunarmálin og prufukeyra leikföngin.
Hágæða sæn
gurverasett
og sloppar -
Mikið úrval
Jólagjöfin í ár
20%
afslát
tur