Fréttablaðið - 03.12.2012, Page 39
| FÓLK | 3HEIMILI
1. Gefðu þér nægan tíma til verksins. Þótt
þú sért búinn að finna fallegan hlut og
sjáir hann fyrir þér nýuppgerðan og
fallegan þá er ýmislegt sem er vert að hafa
í huga og best að líta raunsæjum augum á
verkefnið.
2. Hvert er verðmæti hlutarins? Þetta er
mikilvægt svo ekki sé lögð of mikil vinna
í hlut sem svo reynist hið mesta drasl og
verðlaust í þokkabót.
3. Þrífðu húsgagnið vel áður en hafist er
handa. Stundum þarfnast hluturinn mun
minni meðhöndlunar eftir að margra ára
óhreinindalag hefur verið þrifið af.
4. Leitaðu eftir aðstoð ef þarf. Á leitarvél
Google er hægt að finna svör við mörgu ef slegin eru orðin „how to“ á
undan því sem maður vill vita. Til dæmis: „how to remove paint“, eða
hvernig á að fjarlægja málningu. Við þessa leit á Google komu upp
um 2,5 milljónir svara. Líklegt er að eitt þeirra geti reynst vel.
5. Vertu vel tækjum búinn. Hvimleitt er að hætta verki vegna þess að
tæki vantar. Ef röng tæki eru notuð er hætta á að hluturinn skemmist.
Hönnunarverslunin og vinnu-stofan Netagerðin fagnaði eins árs afmæli fyrir helgina
en að henni standa sex hönnuðir og
arkitektar.
Þóra Breiðfjörð keramikhönnuður
er nýjasti meðlimur Netagerðarinnar
en hún gekk til liðs við hópinn fyrir
mánuði.
„Ég sé svo sannarlega ekki eftir því,
þetta er ótrúlega flott búð og flottir
hönnuðir sem standa að þessu. Við
seljum okkar hönnun beint til við-
skiptavina og engir milliliðir koma þar
að. Við stöndum líka sjálfar vaktina í
búðinni til skiptis,“ segir Þóra og virð-
ist kunna vel við sig bak við búðar-
borðið. Hún segir jólaverslunina við
það að fara í gang og í Netagerðinni
verði líflegt á aðventunni.
„Við ætlum að vera með jóladaga-
talsleik og bjóða á hverjum degi af-
slátt af einhverri ákveðinni vöru fram
að jólum. Það verður hægt að fylgjast
með því á Facebook.“
Þóra hefur starfað sem keramik-
hönnuður undanfarin sjö ár en hún
lauk námi frá Listaháskólanum árið
1999. Hún hannar nytjahluti fyrir
heimilið og er nýjasta línan hennar
fáanleg í Netagerðinni.
„Nýjustu vörurnar mínar eru köku-
diskur á renndum fótum og litlir
bjölluvasar með perlum. Vasarnir eru
úr postulíni svo það klingir í þeim
þegar þeir eru hristir.“
Þóra vinnur allar sínar vörur í
Hafnarfirði þar sem hún býr og rekur
verkstæði að Skúlaskeiði 42. Hún ætl-
ar einnig að opna dyrnar á vinnustof-
unni sinni á aðventunni. „Það verður
opið hjá mér 8. desember. Það er svo
gaman að fá sér bíltúr í Hafnarfjörð-
inn á aðventunni, og koma þá við hjá
mér í leiðinni,“ segir hún hlæjandi.
Nánar má forvitnast um hönnun
Þóru á www.thorabreidfjord.is.
NÝ Í NETAGERÐINNI
ÍSLENSK HÖNNUN Þóra Breiðfjörð keramikhönnuður er nýjasti meðlimur
Netagerðarinnar á Nýlendugötu. Netagerðin fagnaði ársafmæli á dögunum.
NÝ Í NETAGERÐINNI
Þóra Breiðfjörð keramik-
hönnuður bættist í hóp
hönnuðanna sem standa
að versluninni og vinnu-
stofunni Netagerðinni
við Nýlendugötu.
MYND/GVA
GERÐU UPP GAMALT
Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar gera á upp gam-
alt húsgagn. Hér eru nokkrar ráðleggingar sem gætu
komið til góða og minnst á hvað beri helst að varast.
Jólaskór á alla
fjöl skyld una á
frábæru verði!
facebook.
com/
skooutlet
OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 R EYKJAVÍK
Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407
Stráka skór
St. 27–35
Stelpu skór
St. 27–35
aðeins
kr.9.900
aðeins
kr.7.900
Dömu skór
St. 36–41
arna skórB
St. 27–35
kr.7.900
aðeins
aðeins
4.900 kr.
aðeins
kr.5.900
Dömu skór
St. 36–41
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Velkomin í okkar hóp!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Innritun hafin á janúarnámskeið
Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal
Innritun í síma 581 3730
TT tímar í boði:
6:15 A mánu-, miðviku- og föstud
7:20 C mánu-, miðviku- og föstud
10:15 D mánu-, miðviku- og föstud Barnapössun
14:20 G mánu-, miðviku- og fimmtud
16:40 H mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun
17:40 I mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun
18:40 J mánu-, miðviku- og fimmtud
18:25 TT3 mánudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur
19:40 TT3 miðvikudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur
TT tímar í boði á Akranesi:
6:15 S1 mánu-, miðviku- og föstud
17:30 S3 mánu-, miðviku- og fimmtud
Lengri námskeið - betra verð. 16 vikur 3x í viku 49.900. 8 vikur 3x í viku 29.900
Hringdu núna til að tryggja þér pláss!*
Þær konur sem eru á námskeiðum núna, ganga fyrir!*
Sjáðu frábæran árangur haustsins á vefnum!
Viltu léttast og styrkjast og losna úr vítahringnum?
Þú getur strax byrjað að æfa!
Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað
að æfa – sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst