Fréttablaðið - 03.12.2012, Page 48
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 24
SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI
Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2
HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN:
Hagkaup, Bónus, Te og Kaffi, MP banki, Domino’s.
www.unicef.is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
SKÍÐAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
SKÍÐI, BINDINGAR
OG SKÍÐASKÓR.
HANDBOLTI Eftir þriggja marka
tap gegn Tékkum á föstudags-
kvöldið unnu íslensku stelpurnar
30-23 sigur í viðureign þjóðanna
á laugardag. Stórskyttan Ramune
Pekarskyte og hornamaðurinn
Dagný Skúladóttir hvíldu í síðari
leiknum. Dagný sneri sig á ökkla
í föstudagsleiknum en Ramune er
með flensu.
„Samkvæmt sjúkraþjálfurunum
verður Dagný klár á þriðjudaginn.
Hún á að byrja að æfa á morgun (í
dag) þegar við æfum í keppnishöll-
inni. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en
að hún verði klár á þriðjudaginn,“
sagði Ágúst Jóhannsson landsliðs-
þjálfari í samtali við Fréttablaðið
í gær. Ágúst vonaðist til þess að
Ramune gæti tekið einhvern þátt í
lokuðum æfingaleik gegn Serbum
sem leikinn var í gærkvöldi.
„Ramune er búin að vera í ein-
angrun en fór á pensilínkúr í gær
og getur vel verið að hún geti
aðeins verið með í dag. Við sjáum
til,“ sagði Ágúst.
Kærkomin endurkoma Karenar
Þrátt fyrir fjarveru lykilmann-
anna vannst sjö marka sigur á
Tékkum eftir þriggja marka tap
í fyrri leiknum. Ágúst hefur ekki
áhyggjur af tíu marka sveiflunni á
milli leikjanna.
„Dómgæslan var vægast sagt
skrautleg í fyrri leiknum. Dómar-
arnir voru tékkneskir en auk þess
vorum við ekki að spila okkar
besta leik. Svolítið slen yfir mann-
skapnum og þreyta eftir langt
ferðalag daginn á undan,“ sagði
Ágúst sem var afar ánægður með
leik liðsins í gær. Ellefu af tólf úti-
leikmönnum liðsins skiptu mörk-
unum þrjátíu
„Það er mjög jákvætt. Við höfum
enga sérstaka stjörnu í liðinu held-
ur byggjum á liðsheildinni og sam-
vinnu. Það endurspeglast í dreifðri
markaskorun. Ef við ætlum okkur
að komast upp úr riðlinum þurf-
um við gríðarlega sterka liðsheild
bæði í vörn og sókn,“ sagði Ágúst,
sem gat fagnað endurkomu Kar-
enar Knútsdóttur sem glímt hefur
við erfið meiðsli. Leikstjórnandinn
hvíldi í fyrri leiknum gegn Tékk-
um en spilaði þrjátíu mínútur í
þeim síðari.
„Hún stýrði sóknarleiknum mjög
vel og leit vel út,“ sagði Ágúst um
Karenu sem skoraði fjögur mörk.
Ágúst reiknar með að Karen verði
klár í slaginn annað kvöld.
Verður erfiðara en í Brasilíu
Íslensku stelpurnar stóðu sig frá-
bærlega á heimsmeistaramótinu í
Brasilíu fyrir ári. Liðið kom öllum
á óvart með góðum leik í riðla-
keppninni en féll út gegn Rússum
í 16-liða úrslitum. Ágúst segir ljóst
að andstæðingar Íslands muni taka
liðinu af meiri alvöru en í Brasilíu.
„Aftur á móti eru komin örlítið
meiri gæði og stöðugleiki í okkar
lið og sjálfstraust í hópinn. Ég
geri mér grein fyrir að þetta verð-
ur erfitt, hugsanlega erfiðara en
í Brasilíu. En liðið er einbeitt, vel
undirbúið og leikmenn sem hafa
átt í smávægilegum meiðslum að
skríða saman,“ segir Ágúst. Hann
mun leggja mesta áherslu á að
undirbúa vörnina fyrir leikinn
gegn Svartfellingum.
„Lykill okkar að árangri er góð
vörn og markvarsla. Það hefur
fleytt okkur langt og við þurfum
að hafa góða stjórn á því. Sóknar-
leikurinn var fínn gegn Tékkum í
gær (fyrradag). Við skoruðum 30
mörk sem er mjög jákvætt og við
þurfum að halda andstæðingunum
í kringum 20 mörk til þess að ná í
góð úrslit.“ kolbeinntumi@365.is
Bjartsýni þrátt fyrir skakkaföll
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er mætt til Serbíu eft ir tvo æfi ngaleiki gegn Tékkum. Lykilmenn
glíma við veikindi og meiðsli en vonir standa til að þeir verði klárir fyrir fyrsta leik gegn Svartfj allalandi.
LYKILMAÐUR Dagný Skúladóttir gegnir lykilhlutverki hjá landsliðinu og mikilvægt að hún verði klár fyrir leikinn gegn
Svartfellingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Íslenskir landsliðs-
menn í knattspyrnu voru iðnir
við kolann í Evrópuboltan-
um um helgina. Íslensk mörk
litu dagsins ljós á Englandi,
Ítalíu, Hollandi og Danmörku.
Skagamaðurinn Björn Bergmann
Sigurðarson skoraði eitt mark og
lagði upp annað í 4-1 útisigri Wolves
á Bristol City í b-deild ensku knatt-
spyrnunnar. Björn hlaut mikið lof
fyrir frammistöðuna.
Alfreð Finnbogason skoraði
mark Heerenveen í 3-1 tapi gegn
botnliði Willem II í efstu deild hol-
lenska boltans. Alfreð hefur skor-
að ellefu mörk í deildinni og er
næstmarkahæstur.
Birkir Bjarnason skoraði skalla-
mark Pescara sem steinlá 5-1 á
útivelli gegn Napólí í efstu deild
á Ítalíu. Birkir minnkaði mun-
inn í 2-1 áður en heimamenn tóku
völdin. Nýr stjóri Pescara virðist
hafa tröllatrú á Birki sem þakkaði
traustið með flottum leik.
Þá skoraði miðvörðurinn Ragnar
Sigurðsson fyrir FC Kaupmanna-
höfn í 2-0 sigri á Randers í dönsku
úrvalsdeildinni. Kaupmannahafn-
arliðið hefur gott forskot á toppi
deildarinnar. - ktd
Íslendingar skoruðu um alla Evrópu
Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar
Sigurðsson voru allir á skotskónum með félagsliðum sínum um helgina.
Í NETINU Birkir stangar boltann fallega
í fjærhornið. NORDICPHOTOS/GETTY
SÍMABIKARINN Í HANDBOLTA
KARLA
16 liða úrslit
HK 22
FH 24
HK - Mörk: Bjarki Már Elísson 8, Bjarki Már Gunn-
arsson 5, Leó Snær Pétursson 4, Tryggvi Þór Tryggva-
son 2, Leifur Jóhannesson 1, Atli Karl Bachmann 1,
Garðar Svansson 1.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (39, 38%).
FH - Mörk : Sigurður Ágústsson 6, Andri Berg
Haraldsson 4, Þorkell Magnússon 3, Ísak Rafnsson
3, Ragnar Jóhannsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 1,
Einar Rafn Eiðsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Logi
Geirsson 1, Ásbjörn Friðriksson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20 (42/3, 48%).
AFTURELDING 20
AKUREYRI 25
Afturelding - Mörk: Jóhann Jóhannsson 6, Örn
Ingi Bjarkason 4, Sverrir Hermannsson 3, Hilmar
Stefánsson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Benedikt
Reynir Kristinsson 1, Hrafn Ingvarsson 1, Kristinn
Hrannar Bjarkason 1.
Akureyri - Mörk: Guðmundur Hólmar Helgason 8,
Geir Guðmundsson 6, Bjarni Fritzson 5, Bergvin
Þór Gíslason 4, Andri Snær Stefánsson 1, Friðrik
Svavarsson 1.
ÞRÓTTUR 22
FJÖLNIR 18
VÖLSUNGUR 19
STJARNAN 37
FYLKIR 2 24
ÍR 35
FYRIRTÆKJABIKAR KARLA Í KÖRFU-
BOLTA
32 liða úrslit
KR 71
KEFLAVÍK 77
KR: Brynjar Þór Björnsson 19, Martin Hermannsson
14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon
13/6 fráköst/5 stolnir.
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 27/4 fráköst,
Michael Craion 16/9 fráköst/4 varin skot, Darrel
Keith Lewis 11/8 fráköst, Valur Orri Valsson 11/5
stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4/5 fráköst
STJARNAN 84
SKALLAGRÍMUR 78
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 18/8 fráköst, Brian
Mills 17/6 fráköst, Jovan Zdravevski 16/5 stoðsend-
ingar, Justin Shouse 15/6 fráköst/7 stoðsendingar,
Skallagrímur: Carlos Medlock 28/9 fráköst, Haminn
Quaintance 28/10 fráköst.
TINDASTÓLL 67
SNÆFELL 82
FSU 80
HAUKAR 105
SPORT